Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2024 08:30 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri mun ásamt félögum úr peningastefnunefnd gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar á fréttamannafundi klukkan 9:30. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent eins og þeir hafa verið síðan í ágúst þegar þeir voru hækkaðir um hálft prósentustig. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem birt var klukkan 8:30. Þar segir að áhrif peningastefnunnar komi æ skýrar fram. Raunvextir hafi hækkað og verðbólga hjaðnað nokkuð frá nóvemberfundi nefndarinnar. „Undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað. Vísbendingar eru um að hraðar dragi úr vexti efnahagsumsvifa en áður var talið. Samkvæmt nýrri spá Seðlabankans fer spennan í þjóðarbúinu minnkandi og snýst í slaka undir lok ársins. Verðbólguhorfur hafa því batnað. Langtímaverðbólguvæntingar hafa þó lítið breyst og haldist nokkuð yfir markmiði. Þótt hægt hafi á vinnumarkaði er spenna þar enn til staðar. Verðbólga gæti því áfram reynst þrálát. Þá er einnig óvissa um niðurstöður kjarasamninga og mögulegar aðgerðir í ríkisfjármálum tengdar þeim og vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Mótun peningastefnunnar á næstunni mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 11,0% Lán gegn veði til 7 daga 10,0% Innlán bundin í 7 daga 9,25% Viðskiptareikningar 9,0% Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, munu grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í spilaranum að neðan. Nefndin ákvað á síðasta vaxtaákvörðunardegi, 22. nóvember síðastliðinn, að halda stýrivöxtum óbreyttum þannig að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, voru áfram 9,25 prósent. Í vaktinni hér að neðan má sjá samantekt á því sem fram kom á blaðamannafundinum. Ef vaktin birtist ekki er ráð að ýta á f5.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem birt var klukkan 8:30. Þar segir að áhrif peningastefnunnar komi æ skýrar fram. Raunvextir hafi hækkað og verðbólga hjaðnað nokkuð frá nóvemberfundi nefndarinnar. „Undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað. Vísbendingar eru um að hraðar dragi úr vexti efnahagsumsvifa en áður var talið. Samkvæmt nýrri spá Seðlabankans fer spennan í þjóðarbúinu minnkandi og snýst í slaka undir lok ársins. Verðbólguhorfur hafa því batnað. Langtímaverðbólguvæntingar hafa þó lítið breyst og haldist nokkuð yfir markmiði. Þótt hægt hafi á vinnumarkaði er spenna þar enn til staðar. Verðbólga gæti því áfram reynst þrálát. Þá er einnig óvissa um niðurstöður kjarasamninga og mögulegar aðgerðir í ríkisfjármálum tengdar þeim og vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Mótun peningastefnunnar á næstunni mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 11,0% Lán gegn veði til 7 daga 10,0% Innlán bundin í 7 daga 9,25% Viðskiptareikningar 9,0% Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, munu grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í spilaranum að neðan. Nefndin ákvað á síðasta vaxtaákvörðunardegi, 22. nóvember síðastliðinn, að halda stýrivöxtum óbreyttum þannig að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, voru áfram 9,25 prósent. Í vaktinni hér að neðan má sjá samantekt á því sem fram kom á blaðamannafundinum. Ef vaktin birtist ekki er ráð að ýta á f5.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Sjá meira