„Ánægður með þessar stáltaugar í lokin“ Stefán Marteinn skrifar 7. febrúar 2024 22:13 Rúnar Ingi var ánægður með stáltaugarnar sem Njarðvíkingar sýndu í lokin. Vísir/Snædís Bára Njarðvík lagði Grindavík af velli með eins stigs mun 68-67 þegar liðin mættust í 17.umferð Subway deildar kvenna í kvöld. Lengst af leiknum leit út fyrir að sigurinn yrði nokkuð þægilegur fyrir Njarðvík en ótrúlegur endasprettur hjá Grindavík gerði leikinn virkilega spennandi undir lokin. „Við gerðum þetta rosalega erfitt fyrir okkur í seinni hálfleiknum heilt yfir. Ég tek kannski sök á partinum að ég hefði kannski átt að rótera aðeins örar, sagði rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur í viðtali við Vísi eftir leik. „Ég þurfti aðeins að rugla í róteringunum því Jana er hérna bara í engum takti við leikinn og í villu vandræðum þannig ég er með skrítnar róteringar og mér fannst bara nokkrir lykilleikmenn alveg vera búnir á því hérna þegar líða tók á fjórða leikhluta. En meinhollt að fá á sig svona áhlaup og vera einhvern veginn við það að kasta frá sér góðum leik en gera samt nóg og eiga nokkur stór play undir lok leiks og síðustu mínútuna til þess að ná í tvö stig.“ Rúnar Ingi var þó ekki alveg sammála því að það hafi verið kominn einhver værukærð í liðið en lið hans leiddi á köflum með 20 stigum. „Við kannski fórum að minnka aðeins boltahreyfinguna á fimm á fimm vörn eiginlega og það kannski hjálpar fólki oft að við vorum ekkert að skapa allt úr boltaflæði í fyrri hálfleik. Við vorum að fá mjög hraðar sóknir útaf við vorum að ná í stopp og við ætluðum að fara í sömu árásir á móti kannski meira skipulagðri Grindavíkur vörn þegar þær voru komnar allar tilbaka útaf því þær voru búnar að skora hinu megin. Þá hægist svolítið á sóknarleiknum og við fórum svolítið mikið að fara bara út í erfiða hluti og aftur þá er ég bara glaður að sjá það því núna eigum við það til á video og getum unnið með það og sjáum hvernig við þurfum að heyfa okkur á ákveðnum tímum og hvað við erum góðar í og hvað við erum lélegar í.“ Þegar mest á reyndi hjá Njarðvík var það Selena Lott sem steig fram á vítalínuna með leikinn undir og setti niður tvö vítaskot sem tryggðu Njarðvík sigurinn. „Skemmtilegt því bara hérna í gærkvöldi þá sátum við hérna og vorum að horfa á körfuboltaleik og vorum einmitt að tala um svona clutch víti og ég spurði hana: Hefur þú einhvertíman klikkað úr vítaskotum þegar það eru minni en fimm sekúndur eftir og þú ert einu eða tveimur undir?. Hún sagði nei ég hef aldrei klikkað og ég var bara já ókei, það er gott að vita af því og hún sagði svo ég var ekkert að bulla í þér í gær. Hún stóð við stóru orðin svo sannarlega og var bara frábær í kvöld en hún á ennþá eitthvað í land í leikformi. Hún var ekki búin að spila í tvo mánuði áður en hún kom hérna og það dró svolítið af henni í seinni hálfleik en ég er bara mjög ánægður með hana og þessar stáltaugar hérna í lokin.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
„Við gerðum þetta rosalega erfitt fyrir okkur í seinni hálfleiknum heilt yfir. Ég tek kannski sök á partinum að ég hefði kannski átt að rótera aðeins örar, sagði rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur í viðtali við Vísi eftir leik. „Ég þurfti aðeins að rugla í róteringunum því Jana er hérna bara í engum takti við leikinn og í villu vandræðum þannig ég er með skrítnar róteringar og mér fannst bara nokkrir lykilleikmenn alveg vera búnir á því hérna þegar líða tók á fjórða leikhluta. En meinhollt að fá á sig svona áhlaup og vera einhvern veginn við það að kasta frá sér góðum leik en gera samt nóg og eiga nokkur stór play undir lok leiks og síðustu mínútuna til þess að ná í tvö stig.“ Rúnar Ingi var þó ekki alveg sammála því að það hafi verið kominn einhver værukærð í liðið en lið hans leiddi á köflum með 20 stigum. „Við kannski fórum að minnka aðeins boltahreyfinguna á fimm á fimm vörn eiginlega og það kannski hjálpar fólki oft að við vorum ekkert að skapa allt úr boltaflæði í fyrri hálfleik. Við vorum að fá mjög hraðar sóknir útaf við vorum að ná í stopp og við ætluðum að fara í sömu árásir á móti kannski meira skipulagðri Grindavíkur vörn þegar þær voru komnar allar tilbaka útaf því þær voru búnar að skora hinu megin. Þá hægist svolítið á sóknarleiknum og við fórum svolítið mikið að fara bara út í erfiða hluti og aftur þá er ég bara glaður að sjá það því núna eigum við það til á video og getum unnið með það og sjáum hvernig við þurfum að heyfa okkur á ákveðnum tímum og hvað við erum góðar í og hvað við erum lélegar í.“ Þegar mest á reyndi hjá Njarðvík var það Selena Lott sem steig fram á vítalínuna með leikinn undir og setti niður tvö vítaskot sem tryggðu Njarðvík sigurinn. „Skemmtilegt því bara hérna í gærkvöldi þá sátum við hérna og vorum að horfa á körfuboltaleik og vorum einmitt að tala um svona clutch víti og ég spurði hana: Hefur þú einhvertíman klikkað úr vítaskotum þegar það eru minni en fimm sekúndur eftir og þú ert einu eða tveimur undir?. Hún sagði nei ég hef aldrei klikkað og ég var bara já ókei, það er gott að vita af því og hún sagði svo ég var ekkert að bulla í þér í gær. Hún stóð við stóru orðin svo sannarlega og var bara frábær í kvöld en hún á ennþá eitthvað í land í leikformi. Hún var ekki búin að spila í tvo mánuði áður en hún kom hérna og það dró svolítið af henni í seinni hálfleik en ég er bara mjög ánægður með hana og þessar stáltaugar hérna í lokin.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira