„Alltaf jafn ónotalegt að sjá þetta“ Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2024 08:19 Páll Valur Björnsson, íbúi í Grindavík, segir Grindvíkinga vænta þess að verða borgaðir út. Vísir/Einar „Þetta er alltaf jafn ónotalegt að sjá þetta. Þetta virðist vera komið til að vera. Er núna einu sinni í mánuði,“ segir Páll Valur Björnsson íbúi í Grindavík um eldgosið sem hófst í morgun á Sundknúksgígaröðinni. Sprungan virðist ná frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógarfells og hraun rennur til vesturs. „Ég sé bara bjarmann út um gluggann,“ segir Páll Valur sem býr núna í Þingholtunum í Reykjavík en þangað er hann búinn að flytja alla sína búslóð. „Við erum þannig búin að slíta naflastrenginn. Það er ekki búandi við þetta þarna suður frá. Því miður er það þannig.“ Hann segir marga á þeim vagni að það sé ekki hægt að búa við þessar aðstæður en að einnig sé kjarni af fólki sem enn ætli sér heim. „En mér sýnist þetta vera nákvæmlega eins og jarðvísindamenn hafa verið að segja. Að þetta muni standa í einhver ár. Þetta allavega lítur ekki vel út.“ Hann segir það ekki beint hafa verið óvænt að heyra um gosið í morgun. Atburðarásin virðist sú sama og í síðustu gosum. Það sé kvikusöfnun sem endi svo með eldgosi. Óvissan felist svo alltaf í því hvar það komi upp. Það verði svo áhugavert að þessu gosi loknu að sjá hvort að kvikusöfnunin hefst á ný. „En þetta er búið að vera gríðarlegt álag andlega. Maður verður að halda áfram, en þetta er búið að vera gríðarlega erfitt,“ segir Páll Valur. Bíða eftir niðurstöðu ríkisstjórnarinnar Hann starfar í Fisktækniskólanum í Grindavík sem hefur nú aðsetur í Sjávarklasanum á Granda í Reykjavík. Hann segir nemendur núna í verknámi en að hann fylgist vel með þeim. „Skólinn verður væntanlega starfræktur annara staðar. En konan mín er atvinnulaus. Hún var leikskólastjóri í leikskóla sem var flautaður af. Við erum bara að bíða eftir niðurstöðu ríkisstjórnarinnar og svo munum við hefja nýtt líf hér. Ég reikna fastlega með því,“ segir Páll Valur. Hann segir börnin í Reykjavík en þessi atburðarás hafi riðlað öllum þeirra plönum. Þau hjón hafi verið búin að plana að stækka húsið og flytja dóttur sína heim. Það hafi því öll framtíðarplön breyst. „Þetta er ofboðslegt högg en maður er svona að átta sig á því að þetta er raunveruleikinn. Nú er bara næsti kafli að hefjast hjá manni í lífinu.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gera megi ráð fyrir að gosið hegði sér svipað og síðustu „Þetta leit út mjög svipað og eldgosið sem hófst 18. desember. Sprungan er ögn styttri en þá, hún er um þrír kílómetrar og hraunflæðið er mjög svipað og 18. desember. Aðdragandinn að þessu gosi var mjög skammur og það rennur til austurs og vesturs frá gossprungunni. Sennilega mun það renna norður með Stóra-Skógafelli,“ segir Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. 8. febrúar 2024 08:05 Sjáðu þegar sprungan opnaðist Gos hófst norðan Sýlingarfells á Reykjanesskaga klukkan 6:02 í morgun. Í vefmyndavél á vegum Vísis sést þegar sprungan opnaðist. 8. febrúar 2024 08:02 Staðsetning gossins ekki jafn ógnvekjandi og síðast Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík, frétti af eldgosinu í morgun frá syni sínum sem vinnur á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2024 07:51 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Sjá meira
„Ég sé bara bjarmann út um gluggann,“ segir Páll Valur sem býr núna í Þingholtunum í Reykjavík en þangað er hann búinn að flytja alla sína búslóð. „Við erum þannig búin að slíta naflastrenginn. Það er ekki búandi við þetta þarna suður frá. Því miður er það þannig.“ Hann segir marga á þeim vagni að það sé ekki hægt að búa við þessar aðstæður en að einnig sé kjarni af fólki sem enn ætli sér heim. „En mér sýnist þetta vera nákvæmlega eins og jarðvísindamenn hafa verið að segja. Að þetta muni standa í einhver ár. Þetta allavega lítur ekki vel út.“ Hann segir það ekki beint hafa verið óvænt að heyra um gosið í morgun. Atburðarásin virðist sú sama og í síðustu gosum. Það sé kvikusöfnun sem endi svo með eldgosi. Óvissan felist svo alltaf í því hvar það komi upp. Það verði svo áhugavert að þessu gosi loknu að sjá hvort að kvikusöfnunin hefst á ný. „En þetta er búið að vera gríðarlegt álag andlega. Maður verður að halda áfram, en þetta er búið að vera gríðarlega erfitt,“ segir Páll Valur. Bíða eftir niðurstöðu ríkisstjórnarinnar Hann starfar í Fisktækniskólanum í Grindavík sem hefur nú aðsetur í Sjávarklasanum á Granda í Reykjavík. Hann segir nemendur núna í verknámi en að hann fylgist vel með þeim. „Skólinn verður væntanlega starfræktur annara staðar. En konan mín er atvinnulaus. Hún var leikskólastjóri í leikskóla sem var flautaður af. Við erum bara að bíða eftir niðurstöðu ríkisstjórnarinnar og svo munum við hefja nýtt líf hér. Ég reikna fastlega með því,“ segir Páll Valur. Hann segir börnin í Reykjavík en þessi atburðarás hafi riðlað öllum þeirra plönum. Þau hjón hafi verið búin að plana að stækka húsið og flytja dóttur sína heim. Það hafi því öll framtíðarplön breyst. „Þetta er ofboðslegt högg en maður er svona að átta sig á því að þetta er raunveruleikinn. Nú er bara næsti kafli að hefjast hjá manni í lífinu.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gera megi ráð fyrir að gosið hegði sér svipað og síðustu „Þetta leit út mjög svipað og eldgosið sem hófst 18. desember. Sprungan er ögn styttri en þá, hún er um þrír kílómetrar og hraunflæðið er mjög svipað og 18. desember. Aðdragandinn að þessu gosi var mjög skammur og það rennur til austurs og vesturs frá gossprungunni. Sennilega mun það renna norður með Stóra-Skógafelli,“ segir Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. 8. febrúar 2024 08:05 Sjáðu þegar sprungan opnaðist Gos hófst norðan Sýlingarfells á Reykjanesskaga klukkan 6:02 í morgun. Í vefmyndavél á vegum Vísis sést þegar sprungan opnaðist. 8. febrúar 2024 08:02 Staðsetning gossins ekki jafn ógnvekjandi og síðast Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík, frétti af eldgosinu í morgun frá syni sínum sem vinnur á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2024 07:51 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Sjá meira
Gera megi ráð fyrir að gosið hegði sér svipað og síðustu „Þetta leit út mjög svipað og eldgosið sem hófst 18. desember. Sprungan er ögn styttri en þá, hún er um þrír kílómetrar og hraunflæðið er mjög svipað og 18. desember. Aðdragandinn að þessu gosi var mjög skammur og það rennur til austurs og vesturs frá gossprungunni. Sennilega mun það renna norður með Stóra-Skógafelli,“ segir Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. 8. febrúar 2024 08:05
Sjáðu þegar sprungan opnaðist Gos hófst norðan Sýlingarfells á Reykjanesskaga klukkan 6:02 í morgun. Í vefmyndavél á vegum Vísis sést þegar sprungan opnaðist. 8. febrúar 2024 08:02
Staðsetning gossins ekki jafn ógnvekjandi og síðast Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík, frétti af eldgosinu í morgun frá syni sínum sem vinnur á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2024 07:51