„Við erum bara eins og ein stór fjölskylda“ Lovísa Arnardóttir og Kristján Már Unnarsson skrifa 8. febrúar 2024 10:09 Fjölnir er fjórtán ára Grindvíkingur sem fór í morgun með mömmu sinni, Sólnýju, að skoða gosið. Stöð 2 Sólný Pálsdóttir, kennari og ljósmyndari frá Grindavík, var við Reykjanesbraut í morgun til að sjá eldgosið. Með henni í för var fjórtán ára sonur hennar, Fjölnir Sveinsson. „Við vorum í Urriðaholtinu og erum búin að búa þar síðustu vikur,“ segir Sólný en heimili þeirra í Grindavík er í Efrahópi þar sem hraun rann yfir þrjú hús í síðasta gosi. „Þetta var mjög sárt og erfitt og tók á,“ segir Sólný og að Grindvíkingum hafi öllum liðið eins og þau væru að missa húsið sitt þegar húsin fóru undir. „Við erum bara eins og ein stór fjölskylda.“ Sólný segir þetta fimmta gosið og að það róaði hana alltaf að koma aðeins nær til að sjá gosið. „Við ákváðum bara að taka rúnt í morgun og hann var á leið í skólann og það var svo freistandi að taka hann með,“ segir Sólný. En er þetta róandi, þetta eldgos? „Það er svo erfitt að útskýra en það er svo mikill léttir þegar þetta kemur upp. Það er svo langur fyrirvari og það má ekki gleyma því að við erum búin að vera fjögur ár í þessari atburðarás,“ segir Sólný og að það hafi verið gríðarlegur léttir að sjá staðsetningu gossins í morgun. Hún vonar að hraunið fari ekki yfir Svartsengi. Þetta sé alvarlegur atburður en skásti staðurinn. „Þetta er sérstök tilfinning, þessi léttir sem fylgir og hvað þá að fá tækifæri að sjá þetta sjálfur. Það er ómetanlegt.“ Hittast enn stundum Fjölnir sagði þetta rosalega skrítið en léttara að sjá þetta. Hann gengur nú í skóla í Urriðaholti í Garðabæ og er að fara að fermast. „Við hittumst alveg stundum og spilum saman í tölvunni,“ segir Fjölnir spurður hvort hann hitti gömlu skólafélaga sína. Sólný sagði húsið þeirra hafa farið illa, það sé sprunga við það og þau geri ekki ráð fyrir að búa aftur í því. „En ef að, og vonandi, einhvern tímann verður byggilegt í Grindavík. Þá verðum við fyrst heim. En það verður ekki fyrr en allt er komið á hreint. Við erum alveg búin að sætta okkur við það að við erum ekki að fara heim á morgun.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ekki tekið ákvörðun um að loka varnargarðinum Viðbragðsaðilar á vettvangi gossins hyggjast ekki loka varnargarðinum við Grindavíkurveg að svo stöddu. Skarð er á varnargörðunum við Svartsengi og verður unnið í því að minnka það í dag. 8. febrúar 2024 09:43 „Þetta er upplifun lífsins!“ Ferðamenn sem voru staddir á hóteli Bláa lónsins í morgun þegar það var rýmt vegna yfirvofandi elgoss, voru himinlifandi yfir upplifuninni. Einhverjir vöknuðu við jarðskjálfta og óskuðu þess heitast að gos væri að hefjast. 8. febrúar 2024 09:37 Mögulegt að hraunið nái Grindavíkurvegi um hádegisbil Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar frá áhugamönnum um að hraun gæti náð Grindavíkurvegi um hádegisbil og Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir það mögulegt. 8. febrúar 2024 09:33 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
„Við vorum í Urriðaholtinu og erum búin að búa þar síðustu vikur,“ segir Sólný en heimili þeirra í Grindavík er í Efrahópi þar sem hraun rann yfir þrjú hús í síðasta gosi. „Þetta var mjög sárt og erfitt og tók á,“ segir Sólný og að Grindvíkingum hafi öllum liðið eins og þau væru að missa húsið sitt þegar húsin fóru undir. „Við erum bara eins og ein stór fjölskylda.“ Sólný segir þetta fimmta gosið og að það róaði hana alltaf að koma aðeins nær til að sjá gosið. „Við ákváðum bara að taka rúnt í morgun og hann var á leið í skólann og það var svo freistandi að taka hann með,“ segir Sólný. En er þetta róandi, þetta eldgos? „Það er svo erfitt að útskýra en það er svo mikill léttir þegar þetta kemur upp. Það er svo langur fyrirvari og það má ekki gleyma því að við erum búin að vera fjögur ár í þessari atburðarás,“ segir Sólný og að það hafi verið gríðarlegur léttir að sjá staðsetningu gossins í morgun. Hún vonar að hraunið fari ekki yfir Svartsengi. Þetta sé alvarlegur atburður en skásti staðurinn. „Þetta er sérstök tilfinning, þessi léttir sem fylgir og hvað þá að fá tækifæri að sjá þetta sjálfur. Það er ómetanlegt.“ Hittast enn stundum Fjölnir sagði þetta rosalega skrítið en léttara að sjá þetta. Hann gengur nú í skóla í Urriðaholti í Garðabæ og er að fara að fermast. „Við hittumst alveg stundum og spilum saman í tölvunni,“ segir Fjölnir spurður hvort hann hitti gömlu skólafélaga sína. Sólný sagði húsið þeirra hafa farið illa, það sé sprunga við það og þau geri ekki ráð fyrir að búa aftur í því. „En ef að, og vonandi, einhvern tímann verður byggilegt í Grindavík. Þá verðum við fyrst heim. En það verður ekki fyrr en allt er komið á hreint. Við erum alveg búin að sætta okkur við það að við erum ekki að fara heim á morgun.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ekki tekið ákvörðun um að loka varnargarðinum Viðbragðsaðilar á vettvangi gossins hyggjast ekki loka varnargarðinum við Grindavíkurveg að svo stöddu. Skarð er á varnargörðunum við Svartsengi og verður unnið í því að minnka það í dag. 8. febrúar 2024 09:43 „Þetta er upplifun lífsins!“ Ferðamenn sem voru staddir á hóteli Bláa lónsins í morgun þegar það var rýmt vegna yfirvofandi elgoss, voru himinlifandi yfir upplifuninni. Einhverjir vöknuðu við jarðskjálfta og óskuðu þess heitast að gos væri að hefjast. 8. febrúar 2024 09:37 Mögulegt að hraunið nái Grindavíkurvegi um hádegisbil Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar frá áhugamönnum um að hraun gæti náð Grindavíkurvegi um hádegisbil og Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir það mögulegt. 8. febrúar 2024 09:33 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Ekki tekið ákvörðun um að loka varnargarðinum Viðbragðsaðilar á vettvangi gossins hyggjast ekki loka varnargarðinum við Grindavíkurveg að svo stöddu. Skarð er á varnargörðunum við Svartsengi og verður unnið í því að minnka það í dag. 8. febrúar 2024 09:43
„Þetta er upplifun lífsins!“ Ferðamenn sem voru staddir á hóteli Bláa lónsins í morgun þegar það var rýmt vegna yfirvofandi elgoss, voru himinlifandi yfir upplifuninni. Einhverjir vöknuðu við jarðskjálfta og óskuðu þess heitast að gos væri að hefjast. 8. febrúar 2024 09:37
Mögulegt að hraunið nái Grindavíkurvegi um hádegisbil Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar frá áhugamönnum um að hraun gæti náð Grindavíkurvegi um hádegisbil og Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir það mögulegt. 8. febrúar 2024 09:33