Innlent

Veru­lega hefur hægt á af­lögun um­hverfis kviku­ganginn

Atli Ísleifsson skrifar
Gosið hófst um klukkan sex í morgun.
Gosið hófst um klukkan sex í morgun. Sveinbjörn Darri Matthíasson

Verulega hefur hægt á aflögun umhverfis kvikuganginn. Líkur á því að gossprungan lengist frekar hafa því minnkað.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar kemur ennfremur fram að Veðurstofan hafi fengið tilkynningar um gjall sem hafi fallið til jarðar í Grindavík.

Gjall hefur fallið til jarðar í Grindavík.Veðurstofan

Gjall er frauðkennt og blöðruríkt efni eins og sést hér á myndinni til vinstri. Það myndast þegar kvikuslettur snöggkólna í kvikustrókum. Þetta ferli átti sér stað þegar gossprungan opnaðist í morgun (8. febrúar 2024).

Gjallið er mjög blöðrótt og létt og getur því flust töluverðar vegalengdir undan vindi með gosmekki. Ástæða þess að gjall fellur nú til jarðar í Grindavík 3-5 km frá gossprungunni er samspil af hæð kvikustrókanna, vindaáttar, hitauppstreymis frá hraunbreiðunni og lágum lofthita.

Fara þarf varlega að handleika gjall sem getur verið beitt eins og gler. Ekki nota rúðuþurrkur á bílum til að losna við gjallið, heldur frekar blása eða skola því burtu,“ segir í tilkynningunni.

Hægt er að fylgjast með útsendingu af gösstöðvunum á Stöð 2 Vísi að neðan. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×