Eir hakkaður í spað af óprúttnum þrjótum Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2024 15:08 Eiríkur með kaffibolla úti í Róm og fylgist með, sér til hrellingar, vefinn sinn í tómu tjóni. Og traffíkin inn á vefinn að fjara út. Eiríkur Jónsson blaðamaður hefur haldið úti fréttavef nú í rúmlega 12 ár – þar sem sagðar eru fréttir af ýmsu kostulegu úr daglega lífinu. Frá því fyrir áramót hefur hins vegar einhver óværa komist í kerfið hjá honum sem hleypti öllu í hnút. „Þetta er bara árás. Það kom alltaf upp einhver auglýsing frá vefmálafyrirtæki í Hull eða Grimsby. Þetta var skelfilegt, þetta var komið svo djúpt að það var ekki hægt að hreinsa þetta. Þeir voru komnir inn í kjarnann þannig að það þurfti að búa til nýjan vef. Allt farið. En það skiptir engu máli, það þarf ekkert að geyma þetta, þetta er ekki minnisvarði um mig,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Svona hefur staðan verið frá því fyrir áramót. Og stöðugt hefur umferðin farið minnkandi. Þeir sem reyndu að komast inn á vefinn í gegnum síma gátu það ekki og hurfu því úr menginu. Og hinir, sem fóru í gegnum tölvu þurftu að berjast inn á vefinn. „Þetta hefur verið svona síðan fyrir áramót. Þetta er eins og að eiga vörubíl, keyra vörubíl í Grindavík og svo er hann allt í einu horfinn. það er ekkert grín, hvorki fyrir Grindavík né bílstjórann,“ segir Eiríkur og reynir að finna einhverja líkingu sem lýsir þessum hremmingum vel. En nú er búið að laga vefinn og Eiríkur heldur sínu striki. Um tíma mátti Eiríkur svara fólki sem hringdi lon og don og taldi sig eiga fullan rétt á að komast inn á vefinn. En Eiríkur svaraði öllum á sama hátt: Ertu búinn að borga áskriftina? Hann hefur nú smíðað nýtt slagorð: Fréttir fyrir fólk, ný forsíða daglega í bráðum 12 ár. Frítt inn! Fjölmiðlar Tölvuárásir Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
„Þetta er bara árás. Það kom alltaf upp einhver auglýsing frá vefmálafyrirtæki í Hull eða Grimsby. Þetta var skelfilegt, þetta var komið svo djúpt að það var ekki hægt að hreinsa þetta. Þeir voru komnir inn í kjarnann þannig að það þurfti að búa til nýjan vef. Allt farið. En það skiptir engu máli, það þarf ekkert að geyma þetta, þetta er ekki minnisvarði um mig,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Svona hefur staðan verið frá því fyrir áramót. Og stöðugt hefur umferðin farið minnkandi. Þeir sem reyndu að komast inn á vefinn í gegnum síma gátu það ekki og hurfu því úr menginu. Og hinir, sem fóru í gegnum tölvu þurftu að berjast inn á vefinn. „Þetta hefur verið svona síðan fyrir áramót. Þetta er eins og að eiga vörubíl, keyra vörubíl í Grindavík og svo er hann allt í einu horfinn. það er ekkert grín, hvorki fyrir Grindavík né bílstjórann,“ segir Eiríkur og reynir að finna einhverja líkingu sem lýsir þessum hremmingum vel. En nú er búið að laga vefinn og Eiríkur heldur sínu striki. Um tíma mátti Eiríkur svara fólki sem hringdi lon og don og taldi sig eiga fullan rétt á að komast inn á vefinn. En Eiríkur svaraði öllum á sama hátt: Ertu búinn að borga áskriftina? Hann hefur nú smíðað nýtt slagorð: Fréttir fyrir fólk, ný forsíða daglega í bráðum 12 ár. Frítt inn!
Fjölmiðlar Tölvuárásir Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira