Starfsgetumat ríkisins Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 07:00 Nú eru stjórnvöld að undirbúa starfsgetumat fyrir öryrkja þó það sé ekki nefnt það heldur eitthvað miklu loðnara. Öryrkjar styðja breytingar og heildarendurskoðun þess kerfis sem lýtur að þeim en vilja fá að vera með í ráðum, sbr. ,,ekkert um okkur án okkar” Öryrkjum, þ.e. fötluðu fólki og þeim sem eru með langvinna sjúkdóma, hefur jafnvel í gegnum tíðina verið legið á hálsi fyrir að ,,nenna” ekki að vinna eins og fjarstæðukennt og það nú er. Að vinna er svo stór og mikilvægur hluti af lífinu, bæði fjárhagslega og félagslega, það vita allir. Það kemur mörgum á óvart að nú þegar eru um 25% öryrkja á vinnumarkaði, langflestir í hlutastarfi, eins og geta má. Markmið stjórnvalda nú eru góðra gjalda verð en að því sögðu þarf að stíga mjög varlega til jarðar. Fatlað fólk og langveikt hefur slæma reynslu af almannatryggingakerfinu. Það er ósveigjanlegt, sjálfmiðað, óþjónustulundað og já jafnvel á stundum ómannúðlegt. Hvers vegna ætti starfsgetumat ríkisins að verða eitthvað öðruvisi? Um framboð og eftirspurn eftir fötluðu fólki Það eru fleiri sem treysta sér til að vera á vinnumarkaði en raunverulega eru í vinnu skv. niðurstöðum úr skýrslu Vörðu Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins sem gerð var fyrir ÖBÍ réttindasamtök og birt í desember síðastliðnum. Sem dæmi má nefna að tæplega 18% fatlaðs fólk myndi treysta sér til að vera í 25% starfi eða minna en í raunveruleikanum er um helmingi færri í slíku starfshlutfalli. Eftirspurnin er því mun meiri en framboðið. Rúm 15% treysta sér til að vera í 26-50% starfi en í raunveruleikanum er um helmingi færri í slíku starfshlutfalli. Eftirspurnin er því mun meiri en framboðið. En, eins og nærri má geta, er heilsufar stærsta hindrunin fyrir atvinnuþátttöku fatlaðs fólk og langveikra. Það á ekki séns í samfélagi samkeppninnar á vinnumarkaði nema eitthvað annað og meira komi til. Það þyrfti á því á að halda að klæðskerasniðið vinnuumhverfi og vinnutíma sem hæfði getu, færni og heilsu hvers og eins. Stjórnvöld verða að geta stutt vel við öryrkjann en fatlað fólk og langveikt með fullt örorkumat er um tuttugu þúsund hér á landi. Ríkið verður því að útvega mörg þúsund hlutastörf ef vel á að vera í sliku kerfi, því hvers virði er að leiða starfsgetumat í lög ef engin eru störfin í veruleikanum. Fatlað fólk og langveikt gæti því setið uppi með með starfgetumat sem í raun og veru færir því ekki neitt nema ef til vill enn skertari lífeyri og meiri og flóknari kerfisvanda. Misheppnað starfsgetumat í nágrannalöndum Það er ekkert undarlegt að fatlað fólk og langveikt sé bæði skeptískt á og hræðist starfsgetumat ríkisins, sem enn er mjög óljóst hvernig muni bæta kjör þeirra. Það eru miklar líkur á a slík t ,,tilraun” um starfsgetumat misheppnist eins og hefur raungerst í löndunum í kringum okkar (ef þú spyrð fatlað fólk og langveikt) m.a. vegna takmarkaðs atvinnuframboðs og heilsuleysis fatlaðs fólks og langveikra, hver verða þá viðbrögð ríkisins? Skerðist þá örorkulífeyrir í samræmi við veitt starfsgeturmat þótt engin bjóðist atvinnan? Þegar stórt er spurt … Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú eru stjórnvöld að undirbúa starfsgetumat fyrir öryrkja þó það sé ekki nefnt það heldur eitthvað miklu loðnara. Öryrkjar styðja breytingar og heildarendurskoðun þess kerfis sem lýtur að þeim en vilja fá að vera með í ráðum, sbr. ,,ekkert um okkur án okkar” Öryrkjum, þ.e. fötluðu fólki og þeim sem eru með langvinna sjúkdóma, hefur jafnvel í gegnum tíðina verið legið á hálsi fyrir að ,,nenna” ekki að vinna eins og fjarstæðukennt og það nú er. Að vinna er svo stór og mikilvægur hluti af lífinu, bæði fjárhagslega og félagslega, það vita allir. Það kemur mörgum á óvart að nú þegar eru um 25% öryrkja á vinnumarkaði, langflestir í hlutastarfi, eins og geta má. Markmið stjórnvalda nú eru góðra gjalda verð en að því sögðu þarf að stíga mjög varlega til jarðar. Fatlað fólk og langveikt hefur slæma reynslu af almannatryggingakerfinu. Það er ósveigjanlegt, sjálfmiðað, óþjónustulundað og já jafnvel á stundum ómannúðlegt. Hvers vegna ætti starfsgetumat ríkisins að verða eitthvað öðruvisi? Um framboð og eftirspurn eftir fötluðu fólki Það eru fleiri sem treysta sér til að vera á vinnumarkaði en raunverulega eru í vinnu skv. niðurstöðum úr skýrslu Vörðu Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins sem gerð var fyrir ÖBÍ réttindasamtök og birt í desember síðastliðnum. Sem dæmi má nefna að tæplega 18% fatlaðs fólk myndi treysta sér til að vera í 25% starfi eða minna en í raunveruleikanum er um helmingi færri í slíku starfshlutfalli. Eftirspurnin er því mun meiri en framboðið. Rúm 15% treysta sér til að vera í 26-50% starfi en í raunveruleikanum er um helmingi færri í slíku starfshlutfalli. Eftirspurnin er því mun meiri en framboðið. En, eins og nærri má geta, er heilsufar stærsta hindrunin fyrir atvinnuþátttöku fatlaðs fólk og langveikra. Það á ekki séns í samfélagi samkeppninnar á vinnumarkaði nema eitthvað annað og meira komi til. Það þyrfti á því á að halda að klæðskerasniðið vinnuumhverfi og vinnutíma sem hæfði getu, færni og heilsu hvers og eins. Stjórnvöld verða að geta stutt vel við öryrkjann en fatlað fólk og langveikt með fullt örorkumat er um tuttugu þúsund hér á landi. Ríkið verður því að útvega mörg þúsund hlutastörf ef vel á að vera í sliku kerfi, því hvers virði er að leiða starfsgetumat í lög ef engin eru störfin í veruleikanum. Fatlað fólk og langveikt gæti því setið uppi með með starfgetumat sem í raun og veru færir því ekki neitt nema ef til vill enn skertari lífeyri og meiri og flóknari kerfisvanda. Misheppnað starfsgetumat í nágrannalöndum Það er ekkert undarlegt að fatlað fólk og langveikt sé bæði skeptískt á og hræðist starfsgetumat ríkisins, sem enn er mjög óljóst hvernig muni bæta kjör þeirra. Það eru miklar líkur á a slík t ,,tilraun” um starfsgetumat misheppnist eins og hefur raungerst í löndunum í kringum okkar (ef þú spyrð fatlað fólk og langveikt) m.a. vegna takmarkaðs atvinnuframboðs og heilsuleysis fatlaðs fólks og langveikra, hver verða þá viðbrögð ríkisins? Skerðist þá örorkulífeyrir í samræmi við veitt starfsgeturmat þótt engin bjóðist atvinnan? Þegar stórt er spurt … Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar