Vignir verður með í formannsslagnum Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2024 10:02 Vignir Már Þormóðsson býður sig fram til formanns KSÍ. Aðsend Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. Vignir Már Þormóðsson, sem sat í aðalstjórn KSÍ í tólf ár, tilkynnti í dag um framboð sitt. Frestur til að tilkynna um framboð rennur út á morgun. Áður höfðu Guðni Bergsson og Þorvaldur Örlygsson tilkynnt um framboð og því ljóst að þrír karlmenn sækjast eftir því að taka við af Vöndu Sigurgeirsdóttur þegar hún hættir. Vignir sat í aðalstjórn KSÍ á árunum 2007-2019, og sat þar af leiðandi í stjórn fyrstu tvö ár Guðna sem formanns á sínum tíma. Þess má einnig til gamans geta að Vignir og Þorvaldur, sem fæddir eru 1967 og 1966, voru samherjar hjá KA á sínum tíma og spiluðu saman eina skráða leik Vignis í efstu deild, árið 1987. Áður en Vignir settist í stjórn KSÍ var hann formaður knattspyrnudeildar KA frá 2000-2007. Síðustu tíu ár hefur hann verið starfandi eftirlitsmaður knattspyrnuleikja á vegum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu. Í fréttatilkynningu um framboð sitt segir Vignir: „Ég þekki knattspyrnuhreyfinguna og innviði hennar vel, bæði hér heima og á alþjóðavísu, enda hefur íþróttin átt hug minn og hjarta frá því ég var ungur drengur. KSÍ gegnir afar veigamiklu samfélagslegu hlutverki en starfsemi sambandsins er umfangsmikil og teygir anga sína um allt land. Hlutverk sambandsins er meðal annars að vera andlit knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi á afrekssviði með landsliðum sínum, sem hafa verið stolt okkar allra og borið hróður landsins um víða veröld. Ekki síður gegnir KSÍ mikilvægu hlutverki í ræktun á veigamiklu uppeldis- og grasrótarstarfi inni í félögunum, sem er bæði ómetanlegt og viðurkennt. Formaður KSÍ á að sameina allt áhugafólk um íþróttina í eina breiðfylkingu – ég tel mig mjög hæfan í það hlutverk. Eftir að hafa velt stöðu mála gaumgæfilega fyrir mér síðustu vikur hef ég ákveðið að bjóða mig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins,“ KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. 9. janúar 2024 10:19 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Vignir Már Þormóðsson, sem sat í aðalstjórn KSÍ í tólf ár, tilkynnti í dag um framboð sitt. Frestur til að tilkynna um framboð rennur út á morgun. Áður höfðu Guðni Bergsson og Þorvaldur Örlygsson tilkynnt um framboð og því ljóst að þrír karlmenn sækjast eftir því að taka við af Vöndu Sigurgeirsdóttur þegar hún hættir. Vignir sat í aðalstjórn KSÍ á árunum 2007-2019, og sat þar af leiðandi í stjórn fyrstu tvö ár Guðna sem formanns á sínum tíma. Þess má einnig til gamans geta að Vignir og Þorvaldur, sem fæddir eru 1967 og 1966, voru samherjar hjá KA á sínum tíma og spiluðu saman eina skráða leik Vignis í efstu deild, árið 1987. Áður en Vignir settist í stjórn KSÍ var hann formaður knattspyrnudeildar KA frá 2000-2007. Síðustu tíu ár hefur hann verið starfandi eftirlitsmaður knattspyrnuleikja á vegum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu. Í fréttatilkynningu um framboð sitt segir Vignir: „Ég þekki knattspyrnuhreyfinguna og innviði hennar vel, bæði hér heima og á alþjóðavísu, enda hefur íþróttin átt hug minn og hjarta frá því ég var ungur drengur. KSÍ gegnir afar veigamiklu samfélagslegu hlutverki en starfsemi sambandsins er umfangsmikil og teygir anga sína um allt land. Hlutverk sambandsins er meðal annars að vera andlit knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi á afrekssviði með landsliðum sínum, sem hafa verið stolt okkar allra og borið hróður landsins um víða veröld. Ekki síður gegnir KSÍ mikilvægu hlutverki í ræktun á veigamiklu uppeldis- og grasrótarstarfi inni í félögunum, sem er bæði ómetanlegt og viðurkennt. Formaður KSÍ á að sameina allt áhugafólk um íþróttina í eina breiðfylkingu – ég tel mig mjög hæfan í það hlutverk. Eftir að hafa velt stöðu mála gaumgæfilega fyrir mér síðustu vikur hef ég ákveðið að bjóða mig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins,“
KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. 9. janúar 2024 10:19 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40
Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. 9. janúar 2024 10:19