Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2024 17:47 Vilhjálmur Birgisson hjá Starfsgreinasambandinu, Sólveig Anna Jónsdóttir hjá Eflingu og Ragnar Þór Ingólfsson hjá VR hafa verið í fararbroddi breiðfylkingarinnar svonefndu. Vísir Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar Í tilkynningu frá Breiðfylkingunni segir að ásteitingarsteinninn sé forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafi hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst. „Breiðfylkingin lýsir djúpum vonbrigðum með að SA kjósi að sigla viðræðum í strand vegna þessa atriðis. Sérstaklega er það sorglegt í ljósi þess að aðilar hafa lagt mikið á sig til að ná saman um hóflegar launahækkanir og samkomulag varðandi launalið er í meginatriðum í höfn. Undirritun kjarasamnings var í sjónmáli,“ segir í tilkynningunni. Allir langtíma kjarasamningar á síðustu áratugum hafi verið undirritaðir með forsenduákvæðum sem heimili uppsögn að uppfylltum vissum skilyrðum. Krafa SA um afnám slíkra forsenduákvæða í komandi kjarasamningi sé fáheyrð í kjarasamningagerð á Íslandi. „Krafan myndi þýða að launafólk eitt ber ábyrgðina og áhættuna af afleiðingum þess ef markmið samnings nást ekki. Furðulegt er að SA séu ekki reiðubúin að festa í langtímasamning þau markmið sem samtökin sjálf hafa margítrekað lýst sem algjöru meginmarkmiði hans: Að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ef meginmarkmið kjarasamnings nást ekki, þá þurfa varnir að vera til staðar fyrir launafólk.“ Nokkur sátt um tíma og launalið Aðilar í deilunni hafa sætt fjölmiðlabanni undanfarnar tvær vikur á meðan fundað hefur verið stíft. Verkalýðshreyfingin fundaði með fulltrúum ríkisstjórnarinnar í gær og var nokkuð þungt hljóð í Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Þá kom fram í tilkynningu frá Eflingu í dag að félagið væri komið að þolmörkum í viðræðum sínum. Fram kom í fréttum okkar í gær að samkvæmt heimildum hefði náðst nokkur sátt um samningstíma til fjögurra ára og ekki langt á milli samningsaðila varðandi launaliðinn. Hins vegar hefur gengið erfiðlega að ná saman um forsendur samninganna, það er að segja hvað þurfi að ganga upp á samningstímanum til að samningarnir standi, eða verði sagt upp. Sú virðist vera raunin. Fjallað var um stöðuna í fréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fund gærdagsinshafa verið þann fyrsta milli ráðherra og forystufólks allrar verkalýðshreyfingarinnar, bæði á almenna og opinbera markaðnum. „Við höfðum auðvitað hitt fulltrúa breiðfylkingarinnar sameiginlega núna í janúarmánuði. Ég hafði átt fundi með forystufólki opinberu heildarsamtakanna. Þetta er fyrsti sameiginlegi fundurinn þar sem líka komu fleiri ráðherrar,“ sagði Katrín. Samtalið hefði aðeins dýpkað á fundinum. Verkalýðshreyfingin hefur lagt áherslu á að í skiptum fyrir mjög hóflegar launahækkanir auki stjórnvöld framlög í svo kölluð tilfærslukerfi eins og barna og húsnæðisbætur. „Auðvitað var ekki neitt endanlegt lagt fram á þessum fundi. En okkur gafst aðeins tækifæri til að dýpka samtalið um útfærslur og mögulega aðkomu stjórnvalda. Eins og ég hef ítrekað sagt liggur fyrir algerlega skýr vilji okkar til að greiða fyrir kjarasamningum sem styðja verðbólgumarkmið og sem geta skapað hér forsendur til að lækka vexti. Um það erum við öll sammála inni í þessu herbergi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að fundi loknum. Ragnar Þór var sem fyrr segir ekki sérstaklega bjartsýnn. „Við höldum bara fundarhöldum áfram á morgun. Það hlýtur að draga til tíðinda fljótlega,“ sagði formaður VR í gær. Nú er þeim fundarhöldum lokið í bili. Breiðfylkingin sendi frá sér tilkynningu vegna málsins klukkan 17:54. Hana má sjá í heild að neðan. Breiðfylkingin lýsir viðræður árangurslausar Breiðfylking stærstu landssambanda og stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði lýsti í dag viðræður við Samtök atvinnulífsins árangurslausar. Ásteitingarsteinninn er forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafa hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst. Allir langtíma kjarasamningar á síðustu áratugum hafa verið undirritaðir með forsenduákvæðum sem heimila uppsögn að uppfylltum vissum skilyrðum. Krafa SA um afnám slíkra forsenduákvæða í komandi kjarasamningi er fáheyrð í kjarasamningagerð á Íslandi. Krafan myndi þýða að launafólk eitt ber ábyrgðina og áhættuna af afleiðingum þess ef markmið samnings nást ekki. Furðulegt er að SA séu ekki reiðubúin að festa í langtímasamning þau markmið sem samtökin sjálf hafa margítrekað lýst sem algjöru meginmarkmiði hans: Að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ef meginmarkmið kjarasamnings nást ekki, þá þurfa varnir að vera til staðar fyrir launafólk. Breiðfylkingin lýsir djúpum vonbrigðum með að SA kjósi að sigla viðræðum í strand vegna þessa atriðis. Sérstaklega er það sorglegt í ljósi þess að aðilar hafa lagt mikið á sig til að ná saman um hóflegar launahækkanir og samkomulag varðandi launalið er í meginatriðum í höfn. Undirritun kjarasamnings var í sjónmáli. Breiðfylkinging stendur sameinuð í kröfum sínum og í ákvörðun sinni um að lýsa viðræður árangurslausar. Formenn þeirra sambanda og félaga sem standa að Breiðfylkingunni munu funda saman strax á mánudag og nýta tímann í millitíðinni til upplýsingagjafar og samráðs við sitt bakland. F.h. Breiðfylkingarinnar, Eiður Stefánsson, formaður samninganefndar Landssambands íslenzkra verzlunarmanna Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar – sambands iðnfélaga Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Efling komin að þolmörkum í viðræðum Efling segist hafa mátt mæta virðingarleysi gagnvart samningsrétti, hagsmunum og tilveru. Stéttarfélagið gerir engu að síður ráð fyrir því að hægt verði að ljúka samningsviðræðum á innan við viku en félagið komist ekki lengra. 9. febrúar 2024 10:08 Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Í tilkynningu frá Breiðfylkingunni segir að ásteitingarsteinninn sé forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafi hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst. „Breiðfylkingin lýsir djúpum vonbrigðum með að SA kjósi að sigla viðræðum í strand vegna þessa atriðis. Sérstaklega er það sorglegt í ljósi þess að aðilar hafa lagt mikið á sig til að ná saman um hóflegar launahækkanir og samkomulag varðandi launalið er í meginatriðum í höfn. Undirritun kjarasamnings var í sjónmáli,“ segir í tilkynningunni. Allir langtíma kjarasamningar á síðustu áratugum hafi verið undirritaðir með forsenduákvæðum sem heimili uppsögn að uppfylltum vissum skilyrðum. Krafa SA um afnám slíkra forsenduákvæða í komandi kjarasamningi sé fáheyrð í kjarasamningagerð á Íslandi. „Krafan myndi þýða að launafólk eitt ber ábyrgðina og áhættuna af afleiðingum þess ef markmið samnings nást ekki. Furðulegt er að SA séu ekki reiðubúin að festa í langtímasamning þau markmið sem samtökin sjálf hafa margítrekað lýst sem algjöru meginmarkmiði hans: Að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ef meginmarkmið kjarasamnings nást ekki, þá þurfa varnir að vera til staðar fyrir launafólk.“ Nokkur sátt um tíma og launalið Aðilar í deilunni hafa sætt fjölmiðlabanni undanfarnar tvær vikur á meðan fundað hefur verið stíft. Verkalýðshreyfingin fundaði með fulltrúum ríkisstjórnarinnar í gær og var nokkuð þungt hljóð í Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Þá kom fram í tilkynningu frá Eflingu í dag að félagið væri komið að þolmörkum í viðræðum sínum. Fram kom í fréttum okkar í gær að samkvæmt heimildum hefði náðst nokkur sátt um samningstíma til fjögurra ára og ekki langt á milli samningsaðila varðandi launaliðinn. Hins vegar hefur gengið erfiðlega að ná saman um forsendur samninganna, það er að segja hvað þurfi að ganga upp á samningstímanum til að samningarnir standi, eða verði sagt upp. Sú virðist vera raunin. Fjallað var um stöðuna í fréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fund gærdagsinshafa verið þann fyrsta milli ráðherra og forystufólks allrar verkalýðshreyfingarinnar, bæði á almenna og opinbera markaðnum. „Við höfðum auðvitað hitt fulltrúa breiðfylkingarinnar sameiginlega núna í janúarmánuði. Ég hafði átt fundi með forystufólki opinberu heildarsamtakanna. Þetta er fyrsti sameiginlegi fundurinn þar sem líka komu fleiri ráðherrar,“ sagði Katrín. Samtalið hefði aðeins dýpkað á fundinum. Verkalýðshreyfingin hefur lagt áherslu á að í skiptum fyrir mjög hóflegar launahækkanir auki stjórnvöld framlög í svo kölluð tilfærslukerfi eins og barna og húsnæðisbætur. „Auðvitað var ekki neitt endanlegt lagt fram á þessum fundi. En okkur gafst aðeins tækifæri til að dýpka samtalið um útfærslur og mögulega aðkomu stjórnvalda. Eins og ég hef ítrekað sagt liggur fyrir algerlega skýr vilji okkar til að greiða fyrir kjarasamningum sem styðja verðbólgumarkmið og sem geta skapað hér forsendur til að lækka vexti. Um það erum við öll sammála inni í þessu herbergi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að fundi loknum. Ragnar Þór var sem fyrr segir ekki sérstaklega bjartsýnn. „Við höldum bara fundarhöldum áfram á morgun. Það hlýtur að draga til tíðinda fljótlega,“ sagði formaður VR í gær. Nú er þeim fundarhöldum lokið í bili. Breiðfylkingin sendi frá sér tilkynningu vegna málsins klukkan 17:54. Hana má sjá í heild að neðan. Breiðfylkingin lýsir viðræður árangurslausar Breiðfylking stærstu landssambanda og stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði lýsti í dag viðræður við Samtök atvinnulífsins árangurslausar. Ásteitingarsteinninn er forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafa hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst. Allir langtíma kjarasamningar á síðustu áratugum hafa verið undirritaðir með forsenduákvæðum sem heimila uppsögn að uppfylltum vissum skilyrðum. Krafa SA um afnám slíkra forsenduákvæða í komandi kjarasamningi er fáheyrð í kjarasamningagerð á Íslandi. Krafan myndi þýða að launafólk eitt ber ábyrgðina og áhættuna af afleiðingum þess ef markmið samnings nást ekki. Furðulegt er að SA séu ekki reiðubúin að festa í langtímasamning þau markmið sem samtökin sjálf hafa margítrekað lýst sem algjöru meginmarkmiði hans: Að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ef meginmarkmið kjarasamnings nást ekki, þá þurfa varnir að vera til staðar fyrir launafólk. Breiðfylkingin lýsir djúpum vonbrigðum með að SA kjósi að sigla viðræðum í strand vegna þessa atriðis. Sérstaklega er það sorglegt í ljósi þess að aðilar hafa lagt mikið á sig til að ná saman um hóflegar launahækkanir og samkomulag varðandi launalið er í meginatriðum í höfn. Undirritun kjarasamnings var í sjónmáli. Breiðfylkinging stendur sameinuð í kröfum sínum og í ákvörðun sinni um að lýsa viðræður árangurslausar. Formenn þeirra sambanda og félaga sem standa að Breiðfylkingunni munu funda saman strax á mánudag og nýta tímann í millitíðinni til upplýsingagjafar og samráðs við sitt bakland. F.h. Breiðfylkingarinnar, Eiður Stefánsson, formaður samninganefndar Landssambands íslenzkra verzlunarmanna Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar – sambands iðnfélaga Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands
Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Efling komin að þolmörkum í viðræðum Efling segist hafa mátt mæta virðingarleysi gagnvart samningsrétti, hagsmunum og tilveru. Stéttarfélagið gerir engu að síður ráð fyrir því að hægt verði að ljúka samningsviðræðum á innan við viku en félagið komist ekki lengra. 9. febrúar 2024 10:08 Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Efling komin að þolmörkum í viðræðum Efling segist hafa mátt mæta virðingarleysi gagnvart samningsrétti, hagsmunum og tilveru. Stéttarfélagið gerir engu að síður ráð fyrir því að hægt verði að ljúka samningsviðræðum á innan við viku en félagið komist ekki lengra. 9. febrúar 2024 10:08
Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent