Harðneituðu að spila í Ísrael: „UEFA steig sem betur fer inn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. febrúar 2024 12:00 Ísland og Ísrael mættust í Þjóðadeildinni árið 2022. Vísir/Hulda Margrét Ísraelska knattspyrnusambandið pressaði stíft á KSÍ og UEFA að fá að halda umspilsleik karlalandsliða Íslands og Ísrael í heimalandinu. KSÍ harðneitaði ítrekuðum beiðnum og UEFA ákvað að leikurinn skyldi haldinn á hlutlausum velli. Líkt og fram hefur komið mun leikurinn fara fram í Ungverjalandi þann 21. mars næst komandi. Ákvörðun um leikstað átti að liggja fyrir í desember en sú dróst töluvert á langinn. Ísrael gerði kröfu allt þar til í lok janúar að leikurinn færi fram í heimalandinu. „Þegar dregið var í umspilsleikinn í nóvember var ekki ljóst hvar Ísrael myndi spila vegna ástandsins sem er náttúrulega alveg hræðilegt á þessum slóðum. Okkar krafa var sú að við myndum aldrei spila við Ísrael í Ísrael,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs hjá KSÍ, í samtali við Vísi. Jörundur Áki er yfir knattspyrnusviði hjá KSÍ.Stöð 2 „Það tók smá tíma að fá niðurstöðu í það mál. Ísrael hélt kröfu sinni til streitu en það kom aldrei til greina af okkar hálfu. UEFA steig inn í sem betur fer og niðurstaðan að við spilum í Ungverjalandi.“ Sniðganga ekki komið til umræðu Í ljósi innrásar Ísraela í Palestínu hefur borið á þeirri kröfu meðal almennings að íslenska liðið mæti ekki til leiks gegn Ísraelum. Samskonar krafa hefur verið gerð á sniðgöngu á söngvakeppninni Eurovision vegna þátttöku Ísraela. Jörundur Áki segir ljóst að meðan UEFA reki Ísrael ekki úr keppni þýði sniðganga það sama og að gefa Ísraelum sæti í úrslitaleik umspilsins. Það hafi því ekki komið til umræðu að Ísland mæti ekki til leiks. „Það hefur ekki komið til umræðu að mæta ekki í leikinn. Það er alveg ljóst að meðan UEFA heldur Ísrael inni í þessari keppni sem er enn í gangi og hófst í fyrra þá munum við mæta,“ „Markmiðið er að vinna Ísrael. Við ætlum ekki að gefa þeim auðveldu leiðina í þessu og ætlum okkur í úrslitakeppnina í sumar.“ segir Jörundur Áki. Leikur Íslands og Ísrael er 21. mars næst komandi. Sigurvegari þess leiks mætir annað hvort Bosníu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Landslið karla í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael KSÍ Tengdar fréttir Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Líkt og fram hefur komið mun leikurinn fara fram í Ungverjalandi þann 21. mars næst komandi. Ákvörðun um leikstað átti að liggja fyrir í desember en sú dróst töluvert á langinn. Ísrael gerði kröfu allt þar til í lok janúar að leikurinn færi fram í heimalandinu. „Þegar dregið var í umspilsleikinn í nóvember var ekki ljóst hvar Ísrael myndi spila vegna ástandsins sem er náttúrulega alveg hræðilegt á þessum slóðum. Okkar krafa var sú að við myndum aldrei spila við Ísrael í Ísrael,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs hjá KSÍ, í samtali við Vísi. Jörundur Áki er yfir knattspyrnusviði hjá KSÍ.Stöð 2 „Það tók smá tíma að fá niðurstöðu í það mál. Ísrael hélt kröfu sinni til streitu en það kom aldrei til greina af okkar hálfu. UEFA steig inn í sem betur fer og niðurstaðan að við spilum í Ungverjalandi.“ Sniðganga ekki komið til umræðu Í ljósi innrásar Ísraela í Palestínu hefur borið á þeirri kröfu meðal almennings að íslenska liðið mæti ekki til leiks gegn Ísraelum. Samskonar krafa hefur verið gerð á sniðgöngu á söngvakeppninni Eurovision vegna þátttöku Ísraela. Jörundur Áki segir ljóst að meðan UEFA reki Ísrael ekki úr keppni þýði sniðganga það sama og að gefa Ísraelum sæti í úrslitaleik umspilsins. Það hafi því ekki komið til umræðu að Ísland mæti ekki til leiks. „Það hefur ekki komið til umræðu að mæta ekki í leikinn. Það er alveg ljóst að meðan UEFA heldur Ísrael inni í þessari keppni sem er enn í gangi og hófst í fyrra þá munum við mæta,“ „Markmiðið er að vinna Ísrael. Við ætlum ekki að gefa þeim auðveldu leiðina í þessu og ætlum okkur í úrslitakeppnina í sumar.“ segir Jörundur Áki. Leikur Íslands og Ísrael er 21. mars næst komandi. Sigurvegari þess leiks mætir annað hvort Bosníu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar.
Landslið karla í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael KSÍ Tengdar fréttir Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35