HK leikur í Bestu deildinni og mætir KA í fyrsta leik í apríl. Fjölnir er hins vegar í Lengjudeildinni.
Það var þó ekki að sjá að HK væri deild ofar í leiknum í dag. Kristófer Dagur Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Fjölni í fyrri hálfleik og staðan 2-0 í hálfleik.
Í síðari hálfleik skoraði Daníel Ingvar Ingvarsson þriðja mark Fjölnis en líkt og Kristófer Dagur er Daníel fæddur árið 2004 og því tvítugur á þessu ári.
Lokatölur 3-0 og Fjölnir og KR því bæði með þrjú stig eftir að tveimur leikjum er lokið í riðli liðanna í Lengjubikarnum. HK hefur tapað fyrir báðum þessum liðum og því í neðsta sætinu.