Leiðandi leiðtogar Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 12. febrúar 2024 09:00 Hver leiddi þig þín fyrstu skref á lífsins göngu ? Líklega einhver sem ann þér sama hvað. Einhver sem er þín fyrirmynd og leiðtogi sem skiptir máli fyrir þína framtíð. Einhver sem hlustar, hlúir að og gefur af sér sama hvað. Flest höfum við vonandi átt þannig fyrirmyndir og leiðtoga sem skipta okkur öllu máli, hafa mótað okkar sjálfsmynd og tilveru. Hvert mannsbarn þarf leiðtoga sem leiðir en leyfir um leið einstaklingnum að blómstra á eigin forsendum. Í barnæsku erum við auðtrúa og einlæg. Við lærum af hegðun og orðum þeirra sem eldri eru og leiða okkur. Við trúum á það góða, að fólk vilji okkur vel, ætli ætíð gott að gera. Þá er gott að kunna bænirnar sem amma kenndi og leita að lifandi leiðtoga ef eitthvað bjátar á. Svo líða árin, við eldumst og þannig týnist tíminn. Við áttum okkur á að leiðtogar lífsins vilja ekki allir vel. Sumir vilja jafnvel illt gera og meiða aðra með öllum ràðum. Það er eins og stundum komist fólk í leiðtogastöður sem hafi ekki rétta sýn á sjálfa sig og sitt hlutverk. Það er jafnvel hættulegt að treysta slíkum einstaklingum fyrir leiðtoga störfum. Hvernig stendur á því að leiðtogar sumra ríkja hafa komist til valda jafnvel í nafni lýðræðis en eru nánast einvaldir og valda þjóð sinni og heimsbyggðinni bara skaða? Í ljósi sögunnar er þetta áhugaverð spurning. Nú á 21. öldinni stöndum við Íslendingar frammi fyrir margvíslegum ógnum. Loftslagsmálin, stríð í Evrópu, flóttamenn í eigin landi og erlendis frá, eldsumbrot hérlendis sem ógna byggð og við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Hver hefði túað því að heilt bæjarfélag sé óbyggilegt og að Suðurnes séu heitavatnslaus árið 2024? Við Íslendingar höfum ávallt montað okkur af þeirri auðlind sem heita vatnið er og að húsin okkar séu hituð upp af heitu vatni. Nema núna á frostdögum í febrúar þegar ekkert heitt vatn er að fá og húsin kólna. Nú sem aldrei fyrr þurfum við sterka leiðtoga. Við eigum sem betur fer marga slíka sem nú leggja nótt við dag til að bjarga málum og koma hita á Suðurnesin. Vissulega hafa jarðvísindamenn varað við þessari stöðu sem upp er komin. Kannski hlustuðum við ekki og hugsuðum ekki um aðgerðir sem við gætum gert til að varna því að slík staða sem nú er uppi yrði að veruleika. Hefðum kannski þurft sterkari leiðtoga ? Við veljum nú mikilvæga leiðtoga á þessu ári og þá bera að vanda sig. Við viljum fólk með bein í nefinu sem þorir að segja sína skoðun, fylgja því eftir og láta kné fylgja kviði. Fólk sem er ekki að skara eld að sinni köku heldur að huga að heildinni og þeim sem minna mega sín. Fólk sem vill láta gott af sér leiða og lifir eftir því. Leiðtogar okkar þurfa að leiða okkur í gegnum lífsins hremmingar og huga að heill þjóðar. Leiðandi leiðtogar brosa á móti morgundeginum og taka vindinn í fangið. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Hver leiddi þig þín fyrstu skref á lífsins göngu ? Líklega einhver sem ann þér sama hvað. Einhver sem er þín fyrirmynd og leiðtogi sem skiptir máli fyrir þína framtíð. Einhver sem hlustar, hlúir að og gefur af sér sama hvað. Flest höfum við vonandi átt þannig fyrirmyndir og leiðtoga sem skipta okkur öllu máli, hafa mótað okkar sjálfsmynd og tilveru. Hvert mannsbarn þarf leiðtoga sem leiðir en leyfir um leið einstaklingnum að blómstra á eigin forsendum. Í barnæsku erum við auðtrúa og einlæg. Við lærum af hegðun og orðum þeirra sem eldri eru og leiða okkur. Við trúum á það góða, að fólk vilji okkur vel, ætli ætíð gott að gera. Þá er gott að kunna bænirnar sem amma kenndi og leita að lifandi leiðtoga ef eitthvað bjátar á. Svo líða árin, við eldumst og þannig týnist tíminn. Við áttum okkur á að leiðtogar lífsins vilja ekki allir vel. Sumir vilja jafnvel illt gera og meiða aðra með öllum ràðum. Það er eins og stundum komist fólk í leiðtogastöður sem hafi ekki rétta sýn á sjálfa sig og sitt hlutverk. Það er jafnvel hættulegt að treysta slíkum einstaklingum fyrir leiðtoga störfum. Hvernig stendur á því að leiðtogar sumra ríkja hafa komist til valda jafnvel í nafni lýðræðis en eru nánast einvaldir og valda þjóð sinni og heimsbyggðinni bara skaða? Í ljósi sögunnar er þetta áhugaverð spurning. Nú á 21. öldinni stöndum við Íslendingar frammi fyrir margvíslegum ógnum. Loftslagsmálin, stríð í Evrópu, flóttamenn í eigin landi og erlendis frá, eldsumbrot hérlendis sem ógna byggð og við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Hver hefði túað því að heilt bæjarfélag sé óbyggilegt og að Suðurnes séu heitavatnslaus árið 2024? Við Íslendingar höfum ávallt montað okkur af þeirri auðlind sem heita vatnið er og að húsin okkar séu hituð upp af heitu vatni. Nema núna á frostdögum í febrúar þegar ekkert heitt vatn er að fá og húsin kólna. Nú sem aldrei fyrr þurfum við sterka leiðtoga. Við eigum sem betur fer marga slíka sem nú leggja nótt við dag til að bjarga málum og koma hita á Suðurnesin. Vissulega hafa jarðvísindamenn varað við þessari stöðu sem upp er komin. Kannski hlustuðum við ekki og hugsuðum ekki um aðgerðir sem við gætum gert til að varna því að slík staða sem nú er uppi yrði að veruleika. Hefðum kannski þurft sterkari leiðtoga ? Við veljum nú mikilvæga leiðtoga á þessu ári og þá bera að vanda sig. Við viljum fólk með bein í nefinu sem þorir að segja sína skoðun, fylgja því eftir og láta kné fylgja kviði. Fólk sem er ekki að skara eld að sinni köku heldur að huga að heildinni og þeim sem minna mega sín. Fólk sem vill láta gott af sér leiða og lifir eftir því. Leiðtogar okkar þurfa að leiða okkur í gegnum lífsins hremmingar og huga að heill þjóðar. Leiðandi leiðtogar brosa á móti morgundeginum og taka vindinn í fangið. Höfundur er læknir.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun