Hvers eiga aldraðir að gjalda? Tómas A. Tómasson skrifar 12. febrúar 2024 10:01 Ríkisstjórnin hefur boðað byggingu 394 hjúkrunarrýma á næstu 5 árum. Það þarf að byggja 700 hjúkrunarrými til þess að taka á biðlistanum sem þegar hefur myndast. Ef litið er til næstu fimm ára er ljóst að þörfin eftir hjúkrunarrýmum mun aðeins aukast. Núverandi áætlanir ríkisstjórnarinnar í þessum málum eru vanvirðing gagnvart öldruðum. Stjórnvöld halda vísvitandi til streitu stefnu sem mun leiða til alvarlegs skorts á hjúkrunarrýmum fyrir veikt gamalt fólk sem mun ekki hafa annarra kosta völ en að dvelja á Landspítalanum. Samkvæmt heilbrigðisráðherra mun rekstrakostnaðurinn við þessi 394 hjúkrunarrými verða 6,8 milljarða króna á ári. Þetta fjármagn er ekki í fjármáláætlun ríkisstjórnar. Vonandi verður það leiðrétt strax í vor. Síðastliðin tíu ár höfum við hlustað á stjórnmálamenn tala um það hvernig hægt er að efla heimahjúkrun til þess að taka á skorti á hjúkrunarrýmum. Ef litið er til hlutfalls landframleiðslu hefur fjármagn til heimahjúkrunar staðið í stað allan þann tíma. Þá er ljóst að heimahjúkrun ein og sér leysir ekki vandan, enda mun fjöldi fólks yfir áttrætt tvöfaldast á næstu fimmtán árum. Við þurfum að spýta í lófana í þessum málflokki. Það þarf þjóðarátak í byggingu hjúkrunarrýma og við þurfum að hefjast handa strax í dag. Með því að fjárfesta í málefnum eldra fólks, komum við í veg fyrir óviðráðanlegan útgjaldavöxt til lengri tíma ásamt þeim óútreiknalegum þjáningum sem aðgerðarleysi í þessum efnum myndi orsaka. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Alþingi Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur boðað byggingu 394 hjúkrunarrýma á næstu 5 árum. Það þarf að byggja 700 hjúkrunarrými til þess að taka á biðlistanum sem þegar hefur myndast. Ef litið er til næstu fimm ára er ljóst að þörfin eftir hjúkrunarrýmum mun aðeins aukast. Núverandi áætlanir ríkisstjórnarinnar í þessum málum eru vanvirðing gagnvart öldruðum. Stjórnvöld halda vísvitandi til streitu stefnu sem mun leiða til alvarlegs skorts á hjúkrunarrýmum fyrir veikt gamalt fólk sem mun ekki hafa annarra kosta völ en að dvelja á Landspítalanum. Samkvæmt heilbrigðisráðherra mun rekstrakostnaðurinn við þessi 394 hjúkrunarrými verða 6,8 milljarða króna á ári. Þetta fjármagn er ekki í fjármáláætlun ríkisstjórnar. Vonandi verður það leiðrétt strax í vor. Síðastliðin tíu ár höfum við hlustað á stjórnmálamenn tala um það hvernig hægt er að efla heimahjúkrun til þess að taka á skorti á hjúkrunarrýmum. Ef litið er til hlutfalls landframleiðslu hefur fjármagn til heimahjúkrunar staðið í stað allan þann tíma. Þá er ljóst að heimahjúkrun ein og sér leysir ekki vandan, enda mun fjöldi fólks yfir áttrætt tvöfaldast á næstu fimmtán árum. Við þurfum að spýta í lófana í þessum málflokki. Það þarf þjóðarátak í byggingu hjúkrunarrýma og við þurfum að hefjast handa strax í dag. Með því að fjárfesta í málefnum eldra fólks, komum við í veg fyrir óviðráðanlegan útgjaldavöxt til lengri tíma ásamt þeim óútreiknalegum þjáningum sem aðgerðarleysi í þessum efnum myndi orsaka. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun