Innlent

Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum

Samúel Karl Ólason skrifar
Notast var við tíu bíla og í morgun höfðu verið farnar 134 ferðir frá Hafnarfirði til Reykjaness.
Notast var við tíu bíla og í morgun höfðu verið farnar 134 ferðir frá Hafnarfirði til Reykjaness. Veitur

Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins.

Í tilkynningu á vef Veitna segir að notast hafi verið við tíu trukka og í mörgun hafi verið búið að fara 134 ferðir milli Hafnarfjarðar og Suðurnesja. Þá hafi verið búið að flytja um 1.800 tonn af heitu vatni.

Þetta mun hafa verið gert í samstarfi við HS Veitur og Almannavarnir og heffur verkefnið gengið undiri nöfnunum Trukkaveitan eða Tankveitan.

Tilkynnt var í morgun að viðgerð á hitaveituæðinni frá Svartsengi væri lokið og heitt vatn farið að streyma í tanka á Fitjum.

Sjá einnig: Hús­eig­endur hvattir til að vitja eigna sinna

„Eftir að ljóst var að íbúar á Suðurnesjum stæðu frammi fyrir heitavatnsleysi bjuggum við til Trukkaveituna eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti um hvernig við gætum aðstoðað á skilvirkan hátt. Um kvöldmatarleytið í gær vorum við afhenda um 25-30 l á sekúndu sem er á pari við það sem Hvolsvöllur er að nota. Vatnið var um 70 gráður en það var um 80 gráður í Hafnarfirði sem sýnir að Trukkaveitan virkar betur en við þorðum að vona. Trukkaveitan er dæmi um nýsköpun og frumkvæði sem við í Veitum viljum temja okkur. Ég er þakklát öllu starfsfólkinu okkar sem hefur undanfarna daga unnið sleitulaust við að aðstoða við að koma heitu vatni til Suðurnesja í þessu stóra verkefni sem við stöndum frammi fyrir,“er haft eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur, forstöðumaður hitaveitu Veitna á vef fyrirtækisins.


Tengdar fréttir

Stoltur af starfsfólki og íbúum Suðurnesja eftir strembna nótt

Tugir starfsmanna HS Orku og verktaka unnu í alla nótt að því að tengja nýja hjáveitulögn til að sjá íbúum Suðurnesja fyrir heitu vatni. Forstjóri HS Veitna segir mögulegt að lögnin komist í gagnið síðdegis en lengri tíma tekur að koma þrýstingi inn á kerfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×