Halda í vonina um loðnuvertíð í vetur Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2024 23:23 Heimaey VE-1, eitt af skipum Ísfélagsins, tekur þátt í loðnuleitinni. Vestmannaeyjar eru stærsti loðnubær landsins. Vilhelm Gunnarsson Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn dvínuðu í dag þegar Hafrannsóknastofnun tilkynnti að sáralítið hefði fundist af loðnu í þeirri loðnuleit sem núna stendur yfir. Útgerðarmenn halda þó enn í vonina um að loðnan finnist og að hægt verði að hefja veiðar. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um loðnuleitina sem hófst í síðustu viku en hún er sú önnur frá áramótum. Þrjú fiskiskip eru í leitinni að þessu sinni en kort Hafrannsóknastofnunar sýnir leitarferla skipanna. Eitt þeirra, Ásgrímur Halldórsson, leitaði undan Norðausturlandi og er núna komið inn til Hornafjarðar. Tvö skipanna, Heimaey og Polar Ammassak, leituðu undan Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum en þurftu frá að hverfa vegna óveðurs og bíða núna átekta inni á Ísafirði. Leitarferlar skipanna í loðnuleitinni. Tvö þeirra, Heimaey og Polar Ammassak, bíða núna inni á Ísafirði en þriðja skipið, Ásgrímur Halldórsson, er í heimahöfn á Hornafirði.Hafrannsóknastofnun Á leitarferlunum sést að Polar Ammassak virðist hafa verið að kanna eitthvað sérstaklega undan hafísröndinni djúpt norður af Horni. En var áhöfnin að sjá eitthvað spennandi þar? „Það er rétt að Polar Ammassak var að kanna vestur með landgrunnsbrúninni og eins langt út og hafís leyfði norður af Horni. Þar var blönduð loðna, það er bæði ungloðna og kynþroska loðna,“ svaraði Birkir Bárðarson fiskifræðingur, sem er leiðangursstjóri. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri.Sigurjón Ólason Þótt leitinni sé ekki lokið gaf Hafrannsóknastofnun það út í dag að mjög lítið hefði mælst af loðnu. Stofnunin tók jafnframt fram að fyrirhugað væri að leita betur undan Vestfjörðum þegar veður lægir en einnig á Suðausturmiðum. Fréttastofan heyrði hljóðið í forystumönnum þriggja sjávarútvegsfyrirtækja núna síðdegis, þeim Gunnþóri Ingvasyni frá Síldarvinnslunni, Binna í Vinnslustöðinni og Stefáni Friðrikssyni frá Ísfélaginu. Þeir sögðust allir enn hafa trú á því að loðnan fyndist. Þeir bentu á að hún væri duttlungafull og það hefði stundum gerst að hún hefði ekki fundist fyrr en eftir miðjan febrúar. Framundan er langverðmætasti tíminn, þegar loðnan nálgast hrygningu, venjulega frá miðjum febrúar og fram í miðjan marsmánuð. Þannig að ef hún finnst á næstu dögum, og hægt verður að gefa út kvóta, þá eru íslensku útgerðirnar með það öflugan flota veiðiskipa að þau gætu hæglega náð að landa þetta tuttugu til þrjátíu milljarða króna verðmætum í þessum örstutta glugga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Fjarðabyggð Sveitarfélagið Hornafjörður Vestmannaeyjar Akranes Ísfélagið Síldarvinnslan Brim Tengdar fréttir Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. 12. febrúar 2024 15:44 Ágæt von um að loðnan sem upp á vantar finnist Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hefst í kvöld. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. 5. febrúar 2024 22:34 Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. 24. janúar 2024 19:48 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um loðnuleitina sem hófst í síðustu viku en hún er sú önnur frá áramótum. Þrjú fiskiskip eru í leitinni að þessu sinni en kort Hafrannsóknastofnunar sýnir leitarferla skipanna. Eitt þeirra, Ásgrímur Halldórsson, leitaði undan Norðausturlandi og er núna komið inn til Hornafjarðar. Tvö skipanna, Heimaey og Polar Ammassak, leituðu undan Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum en þurftu frá að hverfa vegna óveðurs og bíða núna átekta inni á Ísafirði. Leitarferlar skipanna í loðnuleitinni. Tvö þeirra, Heimaey og Polar Ammassak, bíða núna inni á Ísafirði en þriðja skipið, Ásgrímur Halldórsson, er í heimahöfn á Hornafirði.Hafrannsóknastofnun Á leitarferlunum sést að Polar Ammassak virðist hafa verið að kanna eitthvað sérstaklega undan hafísröndinni djúpt norður af Horni. En var áhöfnin að sjá eitthvað spennandi þar? „Það er rétt að Polar Ammassak var að kanna vestur með landgrunnsbrúninni og eins langt út og hafís leyfði norður af Horni. Þar var blönduð loðna, það er bæði ungloðna og kynþroska loðna,“ svaraði Birkir Bárðarson fiskifræðingur, sem er leiðangursstjóri. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri.Sigurjón Ólason Þótt leitinni sé ekki lokið gaf Hafrannsóknastofnun það út í dag að mjög lítið hefði mælst af loðnu. Stofnunin tók jafnframt fram að fyrirhugað væri að leita betur undan Vestfjörðum þegar veður lægir en einnig á Suðausturmiðum. Fréttastofan heyrði hljóðið í forystumönnum þriggja sjávarútvegsfyrirtækja núna síðdegis, þeim Gunnþóri Ingvasyni frá Síldarvinnslunni, Binna í Vinnslustöðinni og Stefáni Friðrikssyni frá Ísfélaginu. Þeir sögðust allir enn hafa trú á því að loðnan fyndist. Þeir bentu á að hún væri duttlungafull og það hefði stundum gerst að hún hefði ekki fundist fyrr en eftir miðjan febrúar. Framundan er langverðmætasti tíminn, þegar loðnan nálgast hrygningu, venjulega frá miðjum febrúar og fram í miðjan marsmánuð. Þannig að ef hún finnst á næstu dögum, og hægt verður að gefa út kvóta, þá eru íslensku útgerðirnar með það öflugan flota veiðiskipa að þau gætu hæglega náð að landa þetta tuttugu til þrjátíu milljarða króna verðmætum í þessum örstutta glugga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Fjarðabyggð Sveitarfélagið Hornafjörður Vestmannaeyjar Akranes Ísfélagið Síldarvinnslan Brim Tengdar fréttir Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. 12. febrúar 2024 15:44 Ágæt von um að loðnan sem upp á vantar finnist Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hefst í kvöld. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. 5. febrúar 2024 22:34 Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. 24. janúar 2024 19:48 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. 12. febrúar 2024 15:44
Ágæt von um að loðnan sem upp á vantar finnist Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hefst í kvöld. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. 5. febrúar 2024 22:34
Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. 24. janúar 2024 19:48