Halda í vonina um loðnuvertíð í vetur Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2024 23:23 Heimaey VE-1, eitt af skipum Ísfélagsins, tekur þátt í loðnuleitinni. Vestmannaeyjar eru stærsti loðnubær landsins. Vilhelm Gunnarsson Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn dvínuðu í dag þegar Hafrannsóknastofnun tilkynnti að sáralítið hefði fundist af loðnu í þeirri loðnuleit sem núna stendur yfir. Útgerðarmenn halda þó enn í vonina um að loðnan finnist og að hægt verði að hefja veiðar. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um loðnuleitina sem hófst í síðustu viku en hún er sú önnur frá áramótum. Þrjú fiskiskip eru í leitinni að þessu sinni en kort Hafrannsóknastofnunar sýnir leitarferla skipanna. Eitt þeirra, Ásgrímur Halldórsson, leitaði undan Norðausturlandi og er núna komið inn til Hornafjarðar. Tvö skipanna, Heimaey og Polar Ammassak, leituðu undan Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum en þurftu frá að hverfa vegna óveðurs og bíða núna átekta inni á Ísafirði. Leitarferlar skipanna í loðnuleitinni. Tvö þeirra, Heimaey og Polar Ammassak, bíða núna inni á Ísafirði en þriðja skipið, Ásgrímur Halldórsson, er í heimahöfn á Hornafirði.Hafrannsóknastofnun Á leitarferlunum sést að Polar Ammassak virðist hafa verið að kanna eitthvað sérstaklega undan hafísröndinni djúpt norður af Horni. En var áhöfnin að sjá eitthvað spennandi þar? „Það er rétt að Polar Ammassak var að kanna vestur með landgrunnsbrúninni og eins langt út og hafís leyfði norður af Horni. Þar var blönduð loðna, það er bæði ungloðna og kynþroska loðna,“ svaraði Birkir Bárðarson fiskifræðingur, sem er leiðangursstjóri. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri.Sigurjón Ólason Þótt leitinni sé ekki lokið gaf Hafrannsóknastofnun það út í dag að mjög lítið hefði mælst af loðnu. Stofnunin tók jafnframt fram að fyrirhugað væri að leita betur undan Vestfjörðum þegar veður lægir en einnig á Suðausturmiðum. Fréttastofan heyrði hljóðið í forystumönnum þriggja sjávarútvegsfyrirtækja núna síðdegis, þeim Gunnþóri Ingvasyni frá Síldarvinnslunni, Binna í Vinnslustöðinni og Stefáni Friðrikssyni frá Ísfélaginu. Þeir sögðust allir enn hafa trú á því að loðnan fyndist. Þeir bentu á að hún væri duttlungafull og það hefði stundum gerst að hún hefði ekki fundist fyrr en eftir miðjan febrúar. Framundan er langverðmætasti tíminn, þegar loðnan nálgast hrygningu, venjulega frá miðjum febrúar og fram í miðjan marsmánuð. Þannig að ef hún finnst á næstu dögum, og hægt verður að gefa út kvóta, þá eru íslensku útgerðirnar með það öflugan flota veiðiskipa að þau gætu hæglega náð að landa þetta tuttugu til þrjátíu milljarða króna verðmætum í þessum örstutta glugga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Fjarðabyggð Sveitarfélagið Hornafjörður Vestmannaeyjar Akranes Ísfélagið Síldarvinnslan Brim Tengdar fréttir Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. 12. febrúar 2024 15:44 Ágæt von um að loðnan sem upp á vantar finnist Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hefst í kvöld. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. 5. febrúar 2024 22:34 Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. 24. janúar 2024 19:48 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um loðnuleitina sem hófst í síðustu viku en hún er sú önnur frá áramótum. Þrjú fiskiskip eru í leitinni að þessu sinni en kort Hafrannsóknastofnunar sýnir leitarferla skipanna. Eitt þeirra, Ásgrímur Halldórsson, leitaði undan Norðausturlandi og er núna komið inn til Hornafjarðar. Tvö skipanna, Heimaey og Polar Ammassak, leituðu undan Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum en þurftu frá að hverfa vegna óveðurs og bíða núna átekta inni á Ísafirði. Leitarferlar skipanna í loðnuleitinni. Tvö þeirra, Heimaey og Polar Ammassak, bíða núna inni á Ísafirði en þriðja skipið, Ásgrímur Halldórsson, er í heimahöfn á Hornafirði.Hafrannsóknastofnun Á leitarferlunum sést að Polar Ammassak virðist hafa verið að kanna eitthvað sérstaklega undan hafísröndinni djúpt norður af Horni. En var áhöfnin að sjá eitthvað spennandi þar? „Það er rétt að Polar Ammassak var að kanna vestur með landgrunnsbrúninni og eins langt út og hafís leyfði norður af Horni. Þar var blönduð loðna, það er bæði ungloðna og kynþroska loðna,“ svaraði Birkir Bárðarson fiskifræðingur, sem er leiðangursstjóri. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri.Sigurjón Ólason Þótt leitinni sé ekki lokið gaf Hafrannsóknastofnun það út í dag að mjög lítið hefði mælst af loðnu. Stofnunin tók jafnframt fram að fyrirhugað væri að leita betur undan Vestfjörðum þegar veður lægir en einnig á Suðausturmiðum. Fréttastofan heyrði hljóðið í forystumönnum þriggja sjávarútvegsfyrirtækja núna síðdegis, þeim Gunnþóri Ingvasyni frá Síldarvinnslunni, Binna í Vinnslustöðinni og Stefáni Friðrikssyni frá Ísfélaginu. Þeir sögðust allir enn hafa trú á því að loðnan fyndist. Þeir bentu á að hún væri duttlungafull og það hefði stundum gerst að hún hefði ekki fundist fyrr en eftir miðjan febrúar. Framundan er langverðmætasti tíminn, þegar loðnan nálgast hrygningu, venjulega frá miðjum febrúar og fram í miðjan marsmánuð. Þannig að ef hún finnst á næstu dögum, og hægt verður að gefa út kvóta, þá eru íslensku útgerðirnar með það öflugan flota veiðiskipa að þau gætu hæglega náð að landa þetta tuttugu til þrjátíu milljarða króna verðmætum í þessum örstutta glugga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Fjarðabyggð Sveitarfélagið Hornafjörður Vestmannaeyjar Akranes Ísfélagið Síldarvinnslan Brim Tengdar fréttir Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. 12. febrúar 2024 15:44 Ágæt von um að loðnan sem upp á vantar finnist Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hefst í kvöld. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. 5. febrúar 2024 22:34 Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. 24. janúar 2024 19:48 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. 12. febrúar 2024 15:44
Ágæt von um að loðnan sem upp á vantar finnist Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hefst í kvöld. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. 5. febrúar 2024 22:34
Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. 24. janúar 2024 19:48
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent