Segir ummæli Helga Pé um fangabúðir í besta falli ósmekkleg Árni Sæberg skrifar 13. febrúar 2024 13:34 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogs. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Kópavogsbæjar segir gagnrýni formanns Landssambands eldri borgara og minnihlutans í bæjarstjórn, um áform um uppbyggingu í Gunnarshólma, ómálefnalega og ósmekklega. Boðuð uppbygging „lífsgæðakjarna“ fyrir fólk eldra en sextugt hefur mætt töluverðri gagnrýni síðan hún var tilkynnt. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir til að mynda að uppbyggingu húsnæðis fyrir eldra fólk í Gunnarshólma sé vond hugmynd sem gangi þvert gegn öllum ríkjandi áherslum í málaflokknum. Hann efast um að velferð eldra fólks hafi ráðið för við ákvörðunina. „Við höfum ekki farið yfir þetta í stjórn sambandsins en okkur hugnast ekki þessi hugmyndafræði að eldra fólk eigi að safnast saman á einum stað,“ segir Helgi og spyr hvort ekki ætti að girða svæðið af með háum girðingum og hafa hlið á einum stað með áletrun fyrir ofan. Þessi ummæli segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, í besta falli ósmekkleg. Fagnar skoðanaskiptum Í samtali við Vísi segir Ásdís að hún fagni allri umræðu um þjónustu og búsetu eldra fólks, enda sé mikil þörf á. „En ég verð samt að viðurkenna að viðbrögð formanns LEB, sem er auðvitað í hagsmunagæslu fyrir eldri borgara, koma mér verulega á óvart og finnst undarlegt að hann skuli útiloka verkefnið strax frá upphafi og án þess að hafa kynnt sér málið og koma með aðrar lausnir. Af því að staðan er auðvitað grafalvarleg.“ Enginn neyddur í úrræðið Ásdís segir að með áformunum séu settar fram lausnir og heildstæð nálgun til þess að bæta þjónustu við aldraða. Allt verkefnið snúi að því að bæta lífskjör sívaxandi samfélagshóps og stuðla að sjálfstæðri búsetu í heilsusamlegu umhverfi, með áherslu á útivist, félagsleg tengsl og afþreyingu. Byggja á hverfið á jörðinni Gunnarshólma, sem er norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn.Kópavogsbær „Það er auðvitað enginn að neyða einn né neinn til þess að velja sér þessa búsetu. Heldur er einfaldlega verið að bjóða upp á valkost fyrir þennan örtstækkandi hóp. Það að formaður LEB skuli setja svona metnaðarfullar hugmyndir í samhengi við fangabúðir er, að mínu mati, í besta falli ósmekklegt. Þá segir Ásdís ljóst að ef fram heldur sem horfir stefni í úrræðaleysi í málefnum eldri borgara. Nauðsynlegt sé að fara í stórkostlega uppbyggingu á bæði hjúkrunarrýmum og íbúðum fyrir eldri borgara. Þannig sé hægt að takast á við þann húsnæðisvanda sem blasir við á höfuðborgarsvæðinu. Málflutningur minnihlutans alrangur Helgi Pé er ekki einn um að viðra óánægju sína með áform meirihluta bæjarstjórnar í Kópavogi. Fulltrúar minnihlutans hafa gagnrýnt áformin harðlega. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, sagði til að mynda í aðsendri grein um helgina að málið afhjúpaði ófaglegheit, skammsýni og sérhagsmunagæslu meirihlutans. „Það er bara alrangt. Það er mikilvægt að hafa í huga að hér talar minnihlutinn, það er að segja fulltrúar Viðreisnar og Pírata, með þeim hætti að við séum að fara í einhverja neyðarflutninga upp í sveit, að við séum að neyða eldri bæjarbúa til að búa á þessu svæði,“ segir Ásdís. Þá verði að hafa í huga að Gunnarshólmi sé svo sannarlega á höfuðborgarsvæðinu, þó að hann sé ekki innan núgildandi vaxtarmarka þess. Það sé til að mynda í fimm mínútna akstursfjarlægð frá Hólmsheiði, þar sem Reykjavíkurborg stefni á mikla uppbyggingu. „Svæðið er í raun í miðja vegu þegar horft er til sveitarfélaganna Reykjavíkur, Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar. Síðast en ekki síst þá er áhugavert að sjá, ef maður horfir út frá staðsetningu svæðisins, að það mun taka styttri tíma fyrir flesta ættingja og vini að heimsækja íbúa á Gunnarshólma en til dæmis fólk sem býr á Grund eða Hrafnistu.“ Loks vísar Ásdís ummælum um sérhagsmunagæslu til föðurhúsanna. „Hlutverk okkar kjörinna fulltrúa er fyrst og fremst að standa vörð um hagsmuni Kópavogs og íbúa hans. Við teljum að þetta verkefni sé til þess fallið að skapa heilbrigðari húsnæðismarkað og fjölbreyttari búsetukosti fyrir eldri íbúa, bæði Kópavogsbúa og aðra íbúa höfuðborgarsvæðisins.“ Hefur þegar rætt við kollega sína Bæjarstjórn Kópavogs greiðir atkvæði um heimild til undirritunar viljayfirlýsingar um uppbygginguna í Gunnarshólma á fundi sínum í dag. Ásdís segir að mikilvægt sé að hafa huga að hér sé um að ræða tillögu um að skoða hvort uppbyggingin sé á annað borð möguleg. „Þá þurfum við að fara í náið samráð við nærliggjandi sveitarfélög, vegna þess að þetta er utan vaxtarmarka. Sem og líka að huga að vatnsverndinni, það er auðvitað forsenda þess að við förum í þessa uppbyggingu að við séum ekki að ógna vatnsverndinni. Þetta er sú vinna sem er framundan og við ætlum ekki að gefa neinn afslátt af þessari vinnu.“ Þá segir Ásdís að hún hafi þegar átt óformleg samtöl við borgar- og bæjarstjóra nærliggjandi sveitarfélaga. Hún sé auðvitað vongóð um að þeir muni samþykkja breytingu á vaxtarmörkum, annars hefðu áformin ekki verið kynnt. „Það sjá það allir að forsendur vaxtarmarka eru brostnar. Fólksfjölgunin hefur verið langt umfram það sem gert var ráð fyrir þegar vaxtarmörkin voru sett árið 2015.“ Kópavogur Eldri borgarar Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Segir áform um eldriborgarabyggð úr takti við öll framtíðarplön bæjarins Bæjarfulltrúi Píarata í Kópavogi segist hafa rekið upp stór augu þegar fréttir birtust af því fyrir helgi að bærinn hefði áform um að reisa byggð fyrir aldraða í Gunnarshólma. Mikið hafi verið deilt um málið í bæjarráði og enn eigi eftir að afgreiða það hjá bæjarstjórn. 30. janúar 2024 13:25 Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 25. janúar 2024 16:10 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Boðuð uppbygging „lífsgæðakjarna“ fyrir fólk eldra en sextugt hefur mætt töluverðri gagnrýni síðan hún var tilkynnt. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir til að mynda að uppbyggingu húsnæðis fyrir eldra fólk í Gunnarshólma sé vond hugmynd sem gangi þvert gegn öllum ríkjandi áherslum í málaflokknum. Hann efast um að velferð eldra fólks hafi ráðið för við ákvörðunina. „Við höfum ekki farið yfir þetta í stjórn sambandsins en okkur hugnast ekki þessi hugmyndafræði að eldra fólk eigi að safnast saman á einum stað,“ segir Helgi og spyr hvort ekki ætti að girða svæðið af með háum girðingum og hafa hlið á einum stað með áletrun fyrir ofan. Þessi ummæli segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, í besta falli ósmekkleg. Fagnar skoðanaskiptum Í samtali við Vísi segir Ásdís að hún fagni allri umræðu um þjónustu og búsetu eldra fólks, enda sé mikil þörf á. „En ég verð samt að viðurkenna að viðbrögð formanns LEB, sem er auðvitað í hagsmunagæslu fyrir eldri borgara, koma mér verulega á óvart og finnst undarlegt að hann skuli útiloka verkefnið strax frá upphafi og án þess að hafa kynnt sér málið og koma með aðrar lausnir. Af því að staðan er auðvitað grafalvarleg.“ Enginn neyddur í úrræðið Ásdís segir að með áformunum séu settar fram lausnir og heildstæð nálgun til þess að bæta þjónustu við aldraða. Allt verkefnið snúi að því að bæta lífskjör sívaxandi samfélagshóps og stuðla að sjálfstæðri búsetu í heilsusamlegu umhverfi, með áherslu á útivist, félagsleg tengsl og afþreyingu. Byggja á hverfið á jörðinni Gunnarshólma, sem er norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn.Kópavogsbær „Það er auðvitað enginn að neyða einn né neinn til þess að velja sér þessa búsetu. Heldur er einfaldlega verið að bjóða upp á valkost fyrir þennan örtstækkandi hóp. Það að formaður LEB skuli setja svona metnaðarfullar hugmyndir í samhengi við fangabúðir er, að mínu mati, í besta falli ósmekklegt. Þá segir Ásdís ljóst að ef fram heldur sem horfir stefni í úrræðaleysi í málefnum eldri borgara. Nauðsynlegt sé að fara í stórkostlega uppbyggingu á bæði hjúkrunarrýmum og íbúðum fyrir eldri borgara. Þannig sé hægt að takast á við þann húsnæðisvanda sem blasir við á höfuðborgarsvæðinu. Málflutningur minnihlutans alrangur Helgi Pé er ekki einn um að viðra óánægju sína með áform meirihluta bæjarstjórnar í Kópavogi. Fulltrúar minnihlutans hafa gagnrýnt áformin harðlega. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, sagði til að mynda í aðsendri grein um helgina að málið afhjúpaði ófaglegheit, skammsýni og sérhagsmunagæslu meirihlutans. „Það er bara alrangt. Það er mikilvægt að hafa í huga að hér talar minnihlutinn, það er að segja fulltrúar Viðreisnar og Pírata, með þeim hætti að við séum að fara í einhverja neyðarflutninga upp í sveit, að við séum að neyða eldri bæjarbúa til að búa á þessu svæði,“ segir Ásdís. Þá verði að hafa í huga að Gunnarshólmi sé svo sannarlega á höfuðborgarsvæðinu, þó að hann sé ekki innan núgildandi vaxtarmarka þess. Það sé til að mynda í fimm mínútna akstursfjarlægð frá Hólmsheiði, þar sem Reykjavíkurborg stefni á mikla uppbyggingu. „Svæðið er í raun í miðja vegu þegar horft er til sveitarfélaganna Reykjavíkur, Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar. Síðast en ekki síst þá er áhugavert að sjá, ef maður horfir út frá staðsetningu svæðisins, að það mun taka styttri tíma fyrir flesta ættingja og vini að heimsækja íbúa á Gunnarshólma en til dæmis fólk sem býr á Grund eða Hrafnistu.“ Loks vísar Ásdís ummælum um sérhagsmunagæslu til föðurhúsanna. „Hlutverk okkar kjörinna fulltrúa er fyrst og fremst að standa vörð um hagsmuni Kópavogs og íbúa hans. Við teljum að þetta verkefni sé til þess fallið að skapa heilbrigðari húsnæðismarkað og fjölbreyttari búsetukosti fyrir eldri íbúa, bæði Kópavogsbúa og aðra íbúa höfuðborgarsvæðisins.“ Hefur þegar rætt við kollega sína Bæjarstjórn Kópavogs greiðir atkvæði um heimild til undirritunar viljayfirlýsingar um uppbygginguna í Gunnarshólma á fundi sínum í dag. Ásdís segir að mikilvægt sé að hafa huga að hér sé um að ræða tillögu um að skoða hvort uppbyggingin sé á annað borð möguleg. „Þá þurfum við að fara í náið samráð við nærliggjandi sveitarfélög, vegna þess að þetta er utan vaxtarmarka. Sem og líka að huga að vatnsverndinni, það er auðvitað forsenda þess að við förum í þessa uppbyggingu að við séum ekki að ógna vatnsverndinni. Þetta er sú vinna sem er framundan og við ætlum ekki að gefa neinn afslátt af þessari vinnu.“ Þá segir Ásdís að hún hafi þegar átt óformleg samtöl við borgar- og bæjarstjóra nærliggjandi sveitarfélaga. Hún sé auðvitað vongóð um að þeir muni samþykkja breytingu á vaxtarmörkum, annars hefðu áformin ekki verið kynnt. „Það sjá það allir að forsendur vaxtarmarka eru brostnar. Fólksfjölgunin hefur verið langt umfram það sem gert var ráð fyrir þegar vaxtarmörkin voru sett árið 2015.“
Kópavogur Eldri borgarar Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Segir áform um eldriborgarabyggð úr takti við öll framtíðarplön bæjarins Bæjarfulltrúi Píarata í Kópavogi segist hafa rekið upp stór augu þegar fréttir birtust af því fyrir helgi að bærinn hefði áform um að reisa byggð fyrir aldraða í Gunnarshólma. Mikið hafi verið deilt um málið í bæjarráði og enn eigi eftir að afgreiða það hjá bæjarstjórn. 30. janúar 2024 13:25 Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 25. janúar 2024 16:10 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Segir áform um eldriborgarabyggð úr takti við öll framtíðarplön bæjarins Bæjarfulltrúi Píarata í Kópavogi segist hafa rekið upp stór augu þegar fréttir birtust af því fyrir helgi að bærinn hefði áform um að reisa byggð fyrir aldraða í Gunnarshólma. Mikið hafi verið deilt um málið í bæjarráði og enn eigi eftir að afgreiða það hjá bæjarstjórn. 30. janúar 2024 13:25
Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 25. janúar 2024 16:10