Enginn annar greinst með mislinga Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2024 16:31 Mislingasmitum hefur fjölgað í Evrópu og því ekki útilokað að þeim muni fjölga á Íslandi líka. Vísir/Arnar Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir það mikið gleðiefni að enginn annar hafi greinst með mislinga eftir að erlendur ferðamaður greindist hér þann 3. febrúar. „Þetta er eina smitið sem hefur greinst. Sem betur fer. En við bíðum enn átekta,“ segir Guðrún Það gera þau vegna þess að meðgöngutími sýkingarinnar getur verið allt að þrjár vikur. Þau andi því ekki léttar fyrr en að þeim tíma liðnum. Það er þá við lok þessarar viku. „Við viljum ekki útiloka neitt fyrr en að þeim tíma liðnum.“ Guðrún segir að allir sem hafi mögulega verið útsettir hafi verið látnir vita. Útsetningin sé þó ekki þannig að fólk hafi verið í miklu návígi, eins og á heimili, heldur voru flestir aðeins á sama stað og sá smitaði. „Þetta var ferðamaður sem kom hingað og því margir sem eru hugsanlega útsettir. En maður veit ekki nákvæmlega hver nándin var,“ segir Guðrún og að þau hafi sérstaklega einbeitt sér að þeim sem voru óbólusettir. Hún segir að flestir séu annað hvort bólusettir eða hafi fengið mislinga. Það hafi verið byrjað að bólusetja 1976 og það sé gert ráð fyrir því að fólk fætt fyrir þann tíma, eða um 1970, hafi fengið mislinga. „Þetta gekk reglulega yfir og er mjög smitandi. Við erum því að fókusera á þá sem hafa ekki fengið bólusetningu eða mislinga.“ Einhverjir sem mættu í bólusetningu Hún segir að á mánudeginum eftir að maðurinn greindist, þann 5. febrúar, hafi þau sem óbólusett voru verið boðuð í bólusetningu. Það hafi einhverjir mætt en að heilsugæslan hafi séð um skipulagninguna. „Því það er smá gluggi þar sem bólusetningin getur líka minnkað veikindin ef fólk hefur veikst,“ segir Guðrún. Útsettir þurftu ekki að fara í einangrun en voru hvött til þess að fylgjast vel með einkennum. Sem geta verið týpísk kvefeinkenni áður en fólk fær svo útbrot um tveimur dögum síðar. „Fólk er smitandi í byrjun, áður en einkennin koma. Það er talað um fjóra daga áður en útbrotin koma og fjóra daga eftir.“ Hún segir að eftir að útsettir hafi verið bólusettir hafi einnig aðrir nánir fjölskyldumeðlimir og einhverjir nánir þeir sem útsettir voru verið boðin bólusetning. Eiga nóg af bóluefni „Við eigum bóluefni og það er mjög gott og veitir góða vörn. Við mælum með tveimur sprautum. Það er 97 prósent vörn af því. Þetta er mjög öruggt bóluefni sem er búið að nota lengi. Það er góð reynsla af því og fólk getur því verið í góðri trú.“ Hún segir ekki alla geta þegið bólusetninguna og heilbrigðisyfirvöld hafi sérstakar áhyggjur af þeim. Það séu til dæmis börn undir sex mánaða, barnshafandi konur og ónæmisbældir. Þetta séu einnig hópar sem væru mjög viðkvæmir fyrir því að fá mislinga. Það sé best fyrir þetta fólk að sem flestir í kringum þau séu bólusettir. Guðrún segir að þótt svo að það líti út fyrir að enginn hafi smitast núna af ferðamanninum sé hættan ekki úti. Mislingasmitum hafi farið fjölgandi í Evrópu í fyrra og í ár. „Það er í löndum nálægt okkur. Fólk er á ferðinni og það er gott að fólk sé meðvitað um það. Það gerðist þarna og það getur gerst aftur.“ Guðrún segir að fólk geti séð í Heilsuveru hvort það sé bólusett fyrir mislingum en það nái ekki lengra aftur en til um síðustu aldamóta. Ef fólk var bólusett fyrir það verði það að leita til heilsugæslunnar. Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Fólk með mislinga beðið um að taka upp símann Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið. 5. febrúar 2024 11:44 Verra að fá sýkinguna en bólusetninguna Sóttvarnalæknir, Guðrún Aspelund, segir börn í miklu meiri hættu ef þau eru ekki bólusett við mislingum. Mislingar eru veirusjúkdómur sem var algengur á Íslandi áður en hefur ekki verið það lengi vegna bólusetninga. 26. janúar 2024 10:25 Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. 23. janúar 2024 16:06 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
„Þetta er eina smitið sem hefur greinst. Sem betur fer. En við bíðum enn átekta,“ segir Guðrún Það gera þau vegna þess að meðgöngutími sýkingarinnar getur verið allt að þrjár vikur. Þau andi því ekki léttar fyrr en að þeim tíma liðnum. Það er þá við lok þessarar viku. „Við viljum ekki útiloka neitt fyrr en að þeim tíma liðnum.“ Guðrún segir að allir sem hafi mögulega verið útsettir hafi verið látnir vita. Útsetningin sé þó ekki þannig að fólk hafi verið í miklu návígi, eins og á heimili, heldur voru flestir aðeins á sama stað og sá smitaði. „Þetta var ferðamaður sem kom hingað og því margir sem eru hugsanlega útsettir. En maður veit ekki nákvæmlega hver nándin var,“ segir Guðrún og að þau hafi sérstaklega einbeitt sér að þeim sem voru óbólusettir. Hún segir að flestir séu annað hvort bólusettir eða hafi fengið mislinga. Það hafi verið byrjað að bólusetja 1976 og það sé gert ráð fyrir því að fólk fætt fyrir þann tíma, eða um 1970, hafi fengið mislinga. „Þetta gekk reglulega yfir og er mjög smitandi. Við erum því að fókusera á þá sem hafa ekki fengið bólusetningu eða mislinga.“ Einhverjir sem mættu í bólusetningu Hún segir að á mánudeginum eftir að maðurinn greindist, þann 5. febrúar, hafi þau sem óbólusett voru verið boðuð í bólusetningu. Það hafi einhverjir mætt en að heilsugæslan hafi séð um skipulagninguna. „Því það er smá gluggi þar sem bólusetningin getur líka minnkað veikindin ef fólk hefur veikst,“ segir Guðrún. Útsettir þurftu ekki að fara í einangrun en voru hvött til þess að fylgjast vel með einkennum. Sem geta verið týpísk kvefeinkenni áður en fólk fær svo útbrot um tveimur dögum síðar. „Fólk er smitandi í byrjun, áður en einkennin koma. Það er talað um fjóra daga áður en útbrotin koma og fjóra daga eftir.“ Hún segir að eftir að útsettir hafi verið bólusettir hafi einnig aðrir nánir fjölskyldumeðlimir og einhverjir nánir þeir sem útsettir voru verið boðin bólusetning. Eiga nóg af bóluefni „Við eigum bóluefni og það er mjög gott og veitir góða vörn. Við mælum með tveimur sprautum. Það er 97 prósent vörn af því. Þetta er mjög öruggt bóluefni sem er búið að nota lengi. Það er góð reynsla af því og fólk getur því verið í góðri trú.“ Hún segir ekki alla geta þegið bólusetninguna og heilbrigðisyfirvöld hafi sérstakar áhyggjur af þeim. Það séu til dæmis börn undir sex mánaða, barnshafandi konur og ónæmisbældir. Þetta séu einnig hópar sem væru mjög viðkvæmir fyrir því að fá mislinga. Það sé best fyrir þetta fólk að sem flestir í kringum þau séu bólusettir. Guðrún segir að þótt svo að það líti út fyrir að enginn hafi smitast núna af ferðamanninum sé hættan ekki úti. Mislingasmitum hafi farið fjölgandi í Evrópu í fyrra og í ár. „Það er í löndum nálægt okkur. Fólk er á ferðinni og það er gott að fólk sé meðvitað um það. Það gerðist þarna og það getur gerst aftur.“ Guðrún segir að fólk geti séð í Heilsuveru hvort það sé bólusett fyrir mislingum en það nái ekki lengra aftur en til um síðustu aldamóta. Ef fólk var bólusett fyrir það verði það að leita til heilsugæslunnar.
Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Fólk með mislinga beðið um að taka upp símann Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið. 5. febrúar 2024 11:44 Verra að fá sýkinguna en bólusetninguna Sóttvarnalæknir, Guðrún Aspelund, segir börn í miklu meiri hættu ef þau eru ekki bólusett við mislingum. Mislingar eru veirusjúkdómur sem var algengur á Íslandi áður en hefur ekki verið það lengi vegna bólusetninga. 26. janúar 2024 10:25 Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. 23. janúar 2024 16:06 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Fólk með mislinga beðið um að taka upp símann Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið. 5. febrúar 2024 11:44
Verra að fá sýkinguna en bólusetninguna Sóttvarnalæknir, Guðrún Aspelund, segir börn í miklu meiri hættu ef þau eru ekki bólusett við mislingum. Mislingar eru veirusjúkdómur sem var algengur á Íslandi áður en hefur ekki verið það lengi vegna bólusetninga. 26. janúar 2024 10:25
Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. 23. janúar 2024 16:06
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent