Það voru heimamenn í Breiðablik sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Eyþór Aron Wöhler kom boltanum í netið á 21. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.
Björn Daníel Sverrisson jafnaði hins vegar metin fyrir FH-inga á 70. mínútu áður en Dusan Brkovic kom liðinu yfir sjö mínútum síðar.
Baldur Kári Helgasin innsiglaði svo sigur FH-inga með marki á 87. mínútu og þar við sat. Niðurstaðan því 1-3 sigur FH sem nú er með þrjú stig eftir fyrstu umferð riðlakeppninnar, líkt og Grindavík sem einnig hefur leikið einn leik. Blikar eru hins vegar án stig á botni riðilsins ásamt Gróttu.