Sagan af Jóa heimska Jón Ingi Hákonarson skrifar 14. febrúar 2024 09:01 Hagvöxtur er þrenns konar, sá fyrsti byggir á aukinni innlendri neyslu, annar byggir á útflutningi vöru og þjónustu og sá þriðji byggir á fjárfestingu. Hagkerfi heimsins eru ólík og hagvöxtur þeirra byggir á mismunandi þáttum en þessir þrír þættir þurfa að vera í einhverju jafnvægi. Íslenska hagkerfið er svo sannarlega að glíma við miklar áskoranir þrátt fyrir mikinn vöxt undanfarin ár. Vöxtinn má að mestu rekja til ákaflega hraðrar uppbyggingar ferðaþjónustunnar sem er útflutningsgrein þó svo að við séum að flytja inn ferðamenn. Þenslan hefur leitt til þess að uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur hlutfallslega dregist saman í of langan tíma og hefur þrýst á íbúðamarkaðinn með tilheyrandi skorti og verðhækkunum og verðbólgu. Þessi vandi ásamt innfluttri verðbólgu sem varð vegna aðflutnings og framleiðsluvanda í Covid ásamt vanhugsaðri almennri peningaprentun íslenskra stjórnvalda í stað sértækari og markvissari efnahagsaðgerðum í Covid, gerir það að verkum að við glímum nú við flókinn efnahagslegan vanda. Efnahagsaðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka hafa miðað að því að hægja á innlendri neyslu og fjárfestingu. Áskorunin er aftur á móti að skapa jafnvægi vegna fyrrgreinds útflutnings. Þessi viðbrögð minnir mig á söguna af Jóa heimska sem týndi hundraðkalli kvöld eitt við bilaðan ljósastaur. Þar sem ekkert gekk að finna hundraðkallin ákvað að Jói að leita að honum við næsta ljósastaur því þar voru aðstæður miklu betri til leitar. Áskorun næstu ára er að byggja upp mikinn fjölda íbúða án þess að setja allt á hliðina. Bleiki fíllinn er vaxtastigið. Á meðan vextir og verðlag verða hér í hæstu hæðum verður lítið byggt sem mun auka á vandann. Holan verður bara dýpri. Spurningin sem við verðum að ræða er sú hvort sjálfstæð peningastefna hafi nú endanlega gengið sér til þurrðar og upptaka nýs gjaldmiðils sé ekki lengur bara áhugaverð pæling, heldur nauðsynleg forsenda þess að ná hér aftur jafnvægi. Í hagfræðinni er til fyrirbæri sem kallast á ensku „the impossible trinity“ sem þýtt hefur verið þrílemman sem segir að ekki sé hægt að brúka á sama tíma sjálfstæða peningastefnu, hafa frjálst flæði fjármagns og stöðugt gengi. Kenningin segir að einungis sé hægt að velja sér tvo af þessum þremur þáttum. Við höfum yfirleitt valið að hindra frjálst flæði fjármagns með fjármagnshöftum með tilheyrandi ógagnsæi, samkeppnisbresti og sóun. Einnig höfum við reynt að festa gengið með misjöfnum árangri. Það eina sem eftir er að reyna er að kasta krónunni og taka upp stöðuga alþjóðlega mynt, gefa í raun sjálfstæða peningastefnu upp á bátinn. Hagvöxtur okkar og hagsæld byggist á því að búa við opið og frjálst hagkerfi. Við höfum þurft að flytja inn vinnandi hendur í vaxandi mæli síðan eftir Hrun. Hagvöxtur okkar er mannaflsfrekur og krefst mikilla fjárfestinga í innviðum. Eitt af því sem gerist þegar lítið hagkerfi með sjálfstæða mynt ákveður að taka upp stærri mynt er að vaxtamunurinn við útlönd minnkar. Hér á landi er enn stærsti kostnaðarliður einstaklinga, fyrirtækja sem gera upp í krónum og hins opinbera þegar kemur að fjárfestingu, fjármagnskostnaður. En fjármagnskostnaður er sá liður sem hefur mest áhrif á byggingarkostnað og í raun alla nauðsynlega innviðauppbyggingu. Einfaldasta leiðin út úr þessum erfiða efnahagsvanda er að taka upp stóra alþjóðlega mynt. Þannig getum við best nýtt okkur þá miklu krafta sem frjáls alþjóðaviðskipti geta fært okkur, aukin hagsæld, meiri samkeppni, aukinn stöðugleika og bætt lífskjör handa öllum. Hin leiðin er að taka upp haftabúskap eins reglulega hefur ráðið hér ríkjum með allri sinni spillingu, sóun og ósanngirni sem slíku fyrirkomulagi fylgir. Hvað sem öllu líður þá erum við komin að þeim krossgötum þar sem við neyðumst til að velja á milli nýs gjaldmiðils eða hafta. Ég vel nýjan gjaldmiðil, en þú? Ég vil læra af Jóa heimska, ég vil ekki vera hann. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hagvöxtur er þrenns konar, sá fyrsti byggir á aukinni innlendri neyslu, annar byggir á útflutningi vöru og þjónustu og sá þriðji byggir á fjárfestingu. Hagkerfi heimsins eru ólík og hagvöxtur þeirra byggir á mismunandi þáttum en þessir þrír þættir þurfa að vera í einhverju jafnvægi. Íslenska hagkerfið er svo sannarlega að glíma við miklar áskoranir þrátt fyrir mikinn vöxt undanfarin ár. Vöxtinn má að mestu rekja til ákaflega hraðrar uppbyggingar ferðaþjónustunnar sem er útflutningsgrein þó svo að við séum að flytja inn ferðamenn. Þenslan hefur leitt til þess að uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur hlutfallslega dregist saman í of langan tíma og hefur þrýst á íbúðamarkaðinn með tilheyrandi skorti og verðhækkunum og verðbólgu. Þessi vandi ásamt innfluttri verðbólgu sem varð vegna aðflutnings og framleiðsluvanda í Covid ásamt vanhugsaðri almennri peningaprentun íslenskra stjórnvalda í stað sértækari og markvissari efnahagsaðgerðum í Covid, gerir það að verkum að við glímum nú við flókinn efnahagslegan vanda. Efnahagsaðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka hafa miðað að því að hægja á innlendri neyslu og fjárfestingu. Áskorunin er aftur á móti að skapa jafnvægi vegna fyrrgreinds útflutnings. Þessi viðbrögð minnir mig á söguna af Jóa heimska sem týndi hundraðkalli kvöld eitt við bilaðan ljósastaur. Þar sem ekkert gekk að finna hundraðkallin ákvað að Jói að leita að honum við næsta ljósastaur því þar voru aðstæður miklu betri til leitar. Áskorun næstu ára er að byggja upp mikinn fjölda íbúða án þess að setja allt á hliðina. Bleiki fíllinn er vaxtastigið. Á meðan vextir og verðlag verða hér í hæstu hæðum verður lítið byggt sem mun auka á vandann. Holan verður bara dýpri. Spurningin sem við verðum að ræða er sú hvort sjálfstæð peningastefna hafi nú endanlega gengið sér til þurrðar og upptaka nýs gjaldmiðils sé ekki lengur bara áhugaverð pæling, heldur nauðsynleg forsenda þess að ná hér aftur jafnvægi. Í hagfræðinni er til fyrirbæri sem kallast á ensku „the impossible trinity“ sem þýtt hefur verið þrílemman sem segir að ekki sé hægt að brúka á sama tíma sjálfstæða peningastefnu, hafa frjálst flæði fjármagns og stöðugt gengi. Kenningin segir að einungis sé hægt að velja sér tvo af þessum þremur þáttum. Við höfum yfirleitt valið að hindra frjálst flæði fjármagns með fjármagnshöftum með tilheyrandi ógagnsæi, samkeppnisbresti og sóun. Einnig höfum við reynt að festa gengið með misjöfnum árangri. Það eina sem eftir er að reyna er að kasta krónunni og taka upp stöðuga alþjóðlega mynt, gefa í raun sjálfstæða peningastefnu upp á bátinn. Hagvöxtur okkar og hagsæld byggist á því að búa við opið og frjálst hagkerfi. Við höfum þurft að flytja inn vinnandi hendur í vaxandi mæli síðan eftir Hrun. Hagvöxtur okkar er mannaflsfrekur og krefst mikilla fjárfestinga í innviðum. Eitt af því sem gerist þegar lítið hagkerfi með sjálfstæða mynt ákveður að taka upp stærri mynt er að vaxtamunurinn við útlönd minnkar. Hér á landi er enn stærsti kostnaðarliður einstaklinga, fyrirtækja sem gera upp í krónum og hins opinbera þegar kemur að fjárfestingu, fjármagnskostnaður. En fjármagnskostnaður er sá liður sem hefur mest áhrif á byggingarkostnað og í raun alla nauðsynlega innviðauppbyggingu. Einfaldasta leiðin út úr þessum erfiða efnahagsvanda er að taka upp stóra alþjóðlega mynt. Þannig getum við best nýtt okkur þá miklu krafta sem frjáls alþjóðaviðskipti geta fært okkur, aukin hagsæld, meiri samkeppni, aukinn stöðugleika og bætt lífskjör handa öllum. Hin leiðin er að taka upp haftabúskap eins reglulega hefur ráðið hér ríkjum með allri sinni spillingu, sóun og ósanngirni sem slíku fyrirkomulagi fylgir. Hvað sem öllu líður þá erum við komin að þeim krossgötum þar sem við neyðumst til að velja á milli nýs gjaldmiðils eða hafta. Ég vel nýjan gjaldmiðil, en þú? Ég vil læra af Jóa heimska, ég vil ekki vera hann. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun