Leið yfir gest á Kannibalen Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2024 11:30 Fjölnir Gíslason og Jökull Smári Jakobsson í hlutverkum sínum. Víst er að efni verksins er ekki fyrir viðkvæmar sálir. Sandijs Ruluks „Við vitum að textinn er afar grófur. Þó að það sjáist aldrei neitt blóð eru lýsingarnar grafískar,“ segir Fjölnir Gíslason, einn aðalleikari sýningarinnar Kannibalen í Tjarnarbíói. Stöðva þurfti sýningar eftir að gestur féll í yfirlið. Atvikið átti sér stað sunnudagskvöldið 11. febrúar en um er að ræða danska verðlaunasýningu sem byggir á sannsögulegu og afar ógeðfelldu mannátsmáli sem átti sér stað í Þýskalandi í kringum aldamótin. Í Kannibalen segir af því þegar Armin Meiwes drap, bútaði niður og át ungan mann að nafni Bernd-Jürgen Brandes. Það sem gerði morðmálið svo einstakt er að fórnarlambið gaf fullt leyfi fyrir verknaðinum. Leiktextinn segir frá kynnum þessara manna, aðdraganda ofbeldisverknaðarins ásamt ítarlegum lýsingum á verknaðinum sjálfum. Og svo grófar og myndrænar eru lýsingarnar að gestur féll í yfirlið á hápunkti sýningarinnar, eins og áður segir. Fjölnir leikur mannætuna og segir hann leikara hafa verið við því búnir að annað eins og þetta gæti gerst. „Við höfðum frétt frá leikskáldinu að á frumsýningu dönsku uppfærslunnar hafi liðið yfir tvo gesti, á mismunandi tíma. Leikstjórinn þurfti að fara upp á svið til að minna gesti á það að þeir væru bara staddir í leikhúsi. Þegar sýningarstjórinn í Tjarnarbíó sá hvað var að gerast tók hann húsljósin upp, við hættum að leika og svo tók starfsfólk á móti gestinum í forsalnum með djús og kex.“ Fjölnir segir jafnframt að gestinum hafi ekki orðið meint af og kom hann aftur inn í sal undir lokin til að fylgjast með endalokunum. Leikhús Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sjá meira
Stöðva þurfti sýningar eftir að gestur féll í yfirlið. Atvikið átti sér stað sunnudagskvöldið 11. febrúar en um er að ræða danska verðlaunasýningu sem byggir á sannsögulegu og afar ógeðfelldu mannátsmáli sem átti sér stað í Þýskalandi í kringum aldamótin. Í Kannibalen segir af því þegar Armin Meiwes drap, bútaði niður og át ungan mann að nafni Bernd-Jürgen Brandes. Það sem gerði morðmálið svo einstakt er að fórnarlambið gaf fullt leyfi fyrir verknaðinum. Leiktextinn segir frá kynnum þessara manna, aðdraganda ofbeldisverknaðarins ásamt ítarlegum lýsingum á verknaðinum sjálfum. Og svo grófar og myndrænar eru lýsingarnar að gestur féll í yfirlið á hápunkti sýningarinnar, eins og áður segir. Fjölnir leikur mannætuna og segir hann leikara hafa verið við því búnir að annað eins og þetta gæti gerst. „Við höfðum frétt frá leikskáldinu að á frumsýningu dönsku uppfærslunnar hafi liðið yfir tvo gesti, á mismunandi tíma. Leikstjórinn þurfti að fara upp á svið til að minna gesti á það að þeir væru bara staddir í leikhúsi. Þegar sýningarstjórinn í Tjarnarbíó sá hvað var að gerast tók hann húsljósin upp, við hættum að leika og svo tók starfsfólk á móti gestinum í forsalnum með djús og kex.“ Fjölnir segir jafnframt að gestinum hafi ekki orðið meint af og kom hann aftur inn í sal undir lokin til að fylgjast með endalokunum.
Leikhús Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sjá meira