Fær sínu framgengt í stóra aparólumálinu á Ísafirði Bjarki Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2024 15:30 Aparólan verður reist á öðrum stað á túninu. Vísir/Vilhelm/Getty Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt fram ný hönnunargögn vegna leikvallar á Eyrartúni. Í nýjum drögum er umdeild aparóla fjær íbúðarhúsum, þvert gegn afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar sveitarfélagsins. Íbúi við hliðina á túninu hafði kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Íbúinn hafði gert athugasemdir við það að samþykkt staðsetning leikvallarins gerði ráð fyrir aparólu sem væri í ósamræmi við gildandi deiliskipulag. Rólan næði einnig yfir á svæði sem er skilgreint sem þjónustusvæði, en ekki leiksvæði eða almenningsgarður. Hann taldi að leikvöllurinn myndi hafa veruleg grenndaráhrif á íbúa hússins, sérstaklega hvað varði hljóðvist og innsýn. Maðurinn hafði nokkru áður einnig staðið í deilum við sveitarfélagið vegna ærslabelgs sem reistur var á sama túni, en það mál endaði þannig að ærslabelgurinn var færður. Eftir að skipulags- og mannvirkjanefnd sveitarfélagsins tilkynnti manninum að framkvæmdin væri í samræmi við skipulagsáætlanir vísaði hann málinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sú nefnd tók málið til skoðunar en vísaði því að lokum frá þar sem sá sem vísaði deilunni þangað var hvorki umsækjandi um framkvæmdaleyfi né í hlutaðeigandi sveitarstjórn. Eftir frávísunina fól bæjarráð Ísafjarðarbæjar Önnu Láru Jónsdóttur bæjarstjóra að skoða hvort hægt væri að koma betur til móts við sjónarmið íbúa. Sú vinna var kynnt á fundi bæjarráðs nú 5. febrúar. Í bókun kemur fram að lögð hafi verið fram ný hönnunargögn til að koma til móts við kröfurnar og aparólan færð fjær íbúðabyggð. Nú er málið komið aftur á borð Önnu bæjarstjóra og vinnur hún að formlegri samþykkt málsins. Þá er erindinu einnig vísað aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar til lokaafgreiðslu. Staðsetning aparólunnar samkvæmt nýjum hönnunargögnum. Ísafjarðarbær Skipulag Sveitarstjórnarmál Nágrannadeilur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Íbúinn hafði gert athugasemdir við það að samþykkt staðsetning leikvallarins gerði ráð fyrir aparólu sem væri í ósamræmi við gildandi deiliskipulag. Rólan næði einnig yfir á svæði sem er skilgreint sem þjónustusvæði, en ekki leiksvæði eða almenningsgarður. Hann taldi að leikvöllurinn myndi hafa veruleg grenndaráhrif á íbúa hússins, sérstaklega hvað varði hljóðvist og innsýn. Maðurinn hafði nokkru áður einnig staðið í deilum við sveitarfélagið vegna ærslabelgs sem reistur var á sama túni, en það mál endaði þannig að ærslabelgurinn var færður. Eftir að skipulags- og mannvirkjanefnd sveitarfélagsins tilkynnti manninum að framkvæmdin væri í samræmi við skipulagsáætlanir vísaði hann málinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sú nefnd tók málið til skoðunar en vísaði því að lokum frá þar sem sá sem vísaði deilunni þangað var hvorki umsækjandi um framkvæmdaleyfi né í hlutaðeigandi sveitarstjórn. Eftir frávísunina fól bæjarráð Ísafjarðarbæjar Önnu Láru Jónsdóttur bæjarstjóra að skoða hvort hægt væri að koma betur til móts við sjónarmið íbúa. Sú vinna var kynnt á fundi bæjarráðs nú 5. febrúar. Í bókun kemur fram að lögð hafi verið fram ný hönnunargögn til að koma til móts við kröfurnar og aparólan færð fjær íbúðabyggð. Nú er málið komið aftur á borð Önnu bæjarstjóra og vinnur hún að formlegri samþykkt málsins. Þá er erindinu einnig vísað aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar til lokaafgreiðslu. Staðsetning aparólunnar samkvæmt nýjum hönnunargögnum.
Ísafjarðarbær Skipulag Sveitarstjórnarmál Nágrannadeilur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira