Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að í dag verði breytileg átt, yfirleitt 3 til 8 metrar á sekúndu. Dálítil snjókoma á suðvesturhorninu og stöku él við norðurströndina en annars bjart veður. Létti til suðvestantil þegar líður á daginn en áfram stöku él nyrst á landinu.
Þá segir að hæg breytileg átt verði víða um land á morgun. Bjart veður í flestum landshlutum. Síðdegis sé svo hægtvaxandi austanátt og þykkni upp, einkum sunnanlands. Suðaustan 8 til 15 metrar og hlýni með dálítilli vætu um sunnanvert landið um kvöldið.
Hlýtt loft komi til landsins á laugardag. Suðaustan 13 til 18 metrar og rigning eða slydda en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 4 til 9 stig síðdegis.
Á sunnudag sé útlit fyrir breytilega átt, bjart með köflum og frost, en þykkni upp og hlýni sunnan- og vestanlands síðdegis með rigningu um kvöldið.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðaustan 3-8 m/s og bjartviðri, frost 1 til 10 stig. Vaxandi austanátt sunnanlands með dálitlum éljum eða skúrum, 10-15 m/s og bætir í úrkomu um kvöldið, hiti í kringum frostmark.
Á laugardag:
Suðaustan 13-20 og súld eða rigning, hiti 2 til 7 stig. Hægari vindur norðanlands, þurrt veður og frost, en hlánar þar seinnipartinn.
Á sunnudag:
Suðlæg átt 3-10. Léttskýjað norðan- og austanlands. Smáskúrir á Suður- og Vesturlandi, en bætir í vind með rigningu þar seinnipartinn. Hiti 2 til 7 stig.
Á mánudag:
Gengur í hvassa sunnanátt með rigningu, en þurrt á norðaustanverðu landinu. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir breytilegar áttir með snjókomu eða rigningu, einkum seinnipartinn. Hiti í kringum frostmark.
Á miðvikudag:
Vestlæg átt og dregur úr úrkomu en snýst í suðlæga átt og þykknar upp seinnipartinn. Fer að snjóa sunnanlands um kvöldið. Frost um mest allt land.