Essin Trausti Hjálmarsson skrifar 15. febrúar 2024 09:01 Bændur voru í essinu sínu þegar þeir komu saman á nýlegum deildafundi búgreinanna á Hilton í Reykjavík. Í þeim er mikill sóknarhugur enda augljós meðbyr úr ýmsum áttum á öllum vígstöðvum. Stemningin leyndi sér ekki á fundum deildanna og hún sveif ekki síður yfir vötnum „utan dagskrár“ þegar talið barst að formanns- og stjórnarkjörinu sem framundan er hjá Bændasamtökunum. Í öllu því spjalli finnst mér ég skynja skýr skilaboð. Þau eru krafa um hreinskiptið samtal, aukið samstarf og órofa samstöðu innan Bændahreyfingarinnar. Sem sagt „essin þrjú“. Þetta eru einföld aðalatriði. Langt í frá flókin en samt svo augljós forsenda þess að við náum árangri. Það var afar þýðingarmikill áfangi þegar það tókst að sameina allar hinar ólíku búgreinar undir merkjum Bændasamtakanna. Verkefnið hér eftir sem hingað til er að efla samstöðu hinna ólíku búgreina um sameiginleg samtök okkar bænda. Það er langstærsta áskorun þeirrar forystu sem tekur við í framhaldi stjórnarkjörsins. Það er brýnt að valdið yfir hagsmunamálum landbúnaðarins sé hjá bændum sjálfum. Grasrótin heima í héraði hefur skýra sýn á mikilvægustu málefni sín og forystumönnum bænda ber að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess hrinda áherslumálum þeirra i framkvæmd. Ég treysti engu betur en lýðræðislegum ákvörðunum bænda til þess að leggja línurnar fyrir formann og stjórn Bændasamtaka Íslands. Í þeim efnum er hægt að gera betur og það vil ég gera. Formaður Bændasamtaka Íslands á að upplifa sig, hugsa og haga sér eins og starfsmaður bænda. Stjórn samtakanna á að ganga sömu erinda. Essin þrjú eru jafn mikilvæg innan veggja stjórnarherbergisins eins og utan þeirra: Samtal, samstarf og samstaða. Höfundur er frambjóðandi til formennsku í Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Bændur voru í essinu sínu þegar þeir komu saman á nýlegum deildafundi búgreinanna á Hilton í Reykjavík. Í þeim er mikill sóknarhugur enda augljós meðbyr úr ýmsum áttum á öllum vígstöðvum. Stemningin leyndi sér ekki á fundum deildanna og hún sveif ekki síður yfir vötnum „utan dagskrár“ þegar talið barst að formanns- og stjórnarkjörinu sem framundan er hjá Bændasamtökunum. Í öllu því spjalli finnst mér ég skynja skýr skilaboð. Þau eru krafa um hreinskiptið samtal, aukið samstarf og órofa samstöðu innan Bændahreyfingarinnar. Sem sagt „essin þrjú“. Þetta eru einföld aðalatriði. Langt í frá flókin en samt svo augljós forsenda þess að við náum árangri. Það var afar þýðingarmikill áfangi þegar það tókst að sameina allar hinar ólíku búgreinar undir merkjum Bændasamtakanna. Verkefnið hér eftir sem hingað til er að efla samstöðu hinna ólíku búgreina um sameiginleg samtök okkar bænda. Það er langstærsta áskorun þeirrar forystu sem tekur við í framhaldi stjórnarkjörsins. Það er brýnt að valdið yfir hagsmunamálum landbúnaðarins sé hjá bændum sjálfum. Grasrótin heima í héraði hefur skýra sýn á mikilvægustu málefni sín og forystumönnum bænda ber að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess hrinda áherslumálum þeirra i framkvæmd. Ég treysti engu betur en lýðræðislegum ákvörðunum bænda til þess að leggja línurnar fyrir formann og stjórn Bændasamtaka Íslands. Í þeim efnum er hægt að gera betur og það vil ég gera. Formaður Bændasamtaka Íslands á að upplifa sig, hugsa og haga sér eins og starfsmaður bænda. Stjórn samtakanna á að ganga sömu erinda. Essin þrjú eru jafn mikilvæg innan veggja stjórnarherbergisins eins og utan þeirra: Samtal, samstarf og samstaða. Höfundur er frambjóðandi til formennsku í Bændasamtökum Íslands.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar