Íslenskur háskólastúdent gefur íslensku séns Einar Geir Jónasson skrifar 16. febrúar 2024 08:01 Frá því að ég var lítill hef ég alltaf haft áhuga á landafræði, þá fyrst og fremst fjölbreytileika þjóðanna. Einn mikilvægasti þáttur fjölbreytileikans er tungumál hverrar þjóðar. Íslensk tunga er eitthvað sem við getum verið stolt af vegna þess að hún er gömul, falleg og stundum erfið og þar með skemmtilegri. Ef allir í heiminum töluðu sama tungumálið og önnur svæðisbundin mál myndu deyja út væri minna gaman. Enginn fjölbreytileiki og margt minna til umræðu. Sjálfur hef ég ferðast mikið utanlands og kynnst á þeim ferðum mörgum sem tala mismunandi mál. Fátt finnst mér skemmtilegra en að bera saman mál mitt og annarra og kenna mitt eigið mál. Sjálfur hef ég lagt stund á nám í þýsku og rússnesku og eykur það áhuga og kunnáttu á eigin máli. Á Íslandi eru margir ferðamenn sem skilja íslensku að engu leyti en til þess að þeir geti fengið nauðsynlegar leiðbeiningar þarf að hafa leiðbeiningar, skilti, matseðla o.s.frv. á ensku eða öðrum málum. Þessi hefð hefur aukist og hafa of margir alfarið hætt að hafa leiðbeiningar á íslensku og sumir haft hana með en þá sem annað mál og í minna letri. Það hlýtur að teljast til almennra mannréttinda að hafa aðgengi að nauðsynlegum upplýsingum á opinbera tungumálinu í sínu í eigin landi. Sjálfum finnst mér ekki gaman að koma á staði sem eru eingöngu ætlaðir ferðamönnum og allt á ensku, sama hvort það sé hér eða erlendis. Það gerir staðinn að einhverju sem er eins hannað fyrir ferðamenn og er þá ekkert menningarlegt gildi í staðnum lengur. Ferðamennirnir gætu allt eins verið staddir í heimalandi sínu. Þetta finnst mér ekki gaman og vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að auka veg íslenskunnar og gefa henni séns. Til allrar hamingju er verkefnið Gefum íslensku séns búið að taka málin í eigin hendur og hefur staðið fyrir fjölda viðburða sem gefa Íslendingum og útlendingum tækifæri á að læra betur á málið. Þar má nefna hraðíslensku þar sem móðurmálshafi talar við nemanda eða áhugamann á íslensku og kynnist honum þannig á íslensku. Fyrir utan það að kynnast fólki gefur Gefum íslensku séns manni mikið þar sem maður eykur eigin kunnáttu með því að kenna hana. Það hjálpar til við að auka íslenskunotkun þar sem hún lýtur í lægra haldi og af fenginni reynslu eru allir jákvæðir fyrir því. Ég veit um marga sem hafa áhuga á að læra íslensku en hafa ekki tök á að sækja námskeið en Gefum íslensku séns hefur einmitt staðið fyrir ókeypis íslenskunámskeiðum og með örfáum námskeiðum bætist kunnáttan mikið. Sjálfur hef ég reynslu af tungumálanámskeiðum sem gefa manni mikið á stuttum tíma. Gefum íslensku séns hefur því stórbætt samfélagið með því að auka notkun og kunnáttu á máli okkar auk þess að koma fólki með ólíkan bakgrunni saman. Höfundur er háskólanemi. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því að ég var lítill hef ég alltaf haft áhuga á landafræði, þá fyrst og fremst fjölbreytileika þjóðanna. Einn mikilvægasti þáttur fjölbreytileikans er tungumál hverrar þjóðar. Íslensk tunga er eitthvað sem við getum verið stolt af vegna þess að hún er gömul, falleg og stundum erfið og þar með skemmtilegri. Ef allir í heiminum töluðu sama tungumálið og önnur svæðisbundin mál myndu deyja út væri minna gaman. Enginn fjölbreytileiki og margt minna til umræðu. Sjálfur hef ég ferðast mikið utanlands og kynnst á þeim ferðum mörgum sem tala mismunandi mál. Fátt finnst mér skemmtilegra en að bera saman mál mitt og annarra og kenna mitt eigið mál. Sjálfur hef ég lagt stund á nám í þýsku og rússnesku og eykur það áhuga og kunnáttu á eigin máli. Á Íslandi eru margir ferðamenn sem skilja íslensku að engu leyti en til þess að þeir geti fengið nauðsynlegar leiðbeiningar þarf að hafa leiðbeiningar, skilti, matseðla o.s.frv. á ensku eða öðrum málum. Þessi hefð hefur aukist og hafa of margir alfarið hætt að hafa leiðbeiningar á íslensku og sumir haft hana með en þá sem annað mál og í minna letri. Það hlýtur að teljast til almennra mannréttinda að hafa aðgengi að nauðsynlegum upplýsingum á opinbera tungumálinu í sínu í eigin landi. Sjálfum finnst mér ekki gaman að koma á staði sem eru eingöngu ætlaðir ferðamönnum og allt á ensku, sama hvort það sé hér eða erlendis. Það gerir staðinn að einhverju sem er eins hannað fyrir ferðamenn og er þá ekkert menningarlegt gildi í staðnum lengur. Ferðamennirnir gætu allt eins verið staddir í heimalandi sínu. Þetta finnst mér ekki gaman og vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að auka veg íslenskunnar og gefa henni séns. Til allrar hamingju er verkefnið Gefum íslensku séns búið að taka málin í eigin hendur og hefur staðið fyrir fjölda viðburða sem gefa Íslendingum og útlendingum tækifæri á að læra betur á málið. Þar má nefna hraðíslensku þar sem móðurmálshafi talar við nemanda eða áhugamann á íslensku og kynnist honum þannig á íslensku. Fyrir utan það að kynnast fólki gefur Gefum íslensku séns manni mikið þar sem maður eykur eigin kunnáttu með því að kenna hana. Það hjálpar til við að auka íslenskunotkun þar sem hún lýtur í lægra haldi og af fenginni reynslu eru allir jákvæðir fyrir því. Ég veit um marga sem hafa áhuga á að læra íslensku en hafa ekki tök á að sækja námskeið en Gefum íslensku séns hefur einmitt staðið fyrir ókeypis íslenskunámskeiðum og með örfáum námskeiðum bætist kunnáttan mikið. Sjálfur hef ég reynslu af tungumálanámskeiðum sem gefa manni mikið á stuttum tíma. Gefum íslensku séns hefur því stórbætt samfélagið með því að auka notkun og kunnáttu á máli okkar auk þess að koma fólki með ólíkan bakgrunni saman. Höfundur er háskólanemi. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni.
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun