Nýr Landspítali tekur á sig mynd Bjarki Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2024 16:53 Vegfarendur á ferð í kringum meðferðarkjarna Nýja Landspítalans hafa líklegast tekið eftir því að útveggjum sem settir hafa verið á sinn stað fjölgar ört. Vísir/Vilhelm Vinna við það að reisa nýja Landspítalann er í fullum gangi, líkt og hún hefur verið síðustu misseri. Unnið er að því að setja útveggina utan á húsnæði meðferðarkjarna og fljótlega verður hafist handa við setja niður lagnir í gólfum inni í húsinu og frágang á þaki. „Það er verið að ljúka á þessu ári uppsteypu og frágangi á bílastæði og tæknihúsinu. Svo erum við byrjaðir uppsteypu á rannsóknarhúsinu og erum að fara að bjóða út uppsteypu á húsi heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands,“ segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri verkefnisins um nýja Landspítalann. Uppsteypu meðferðarkjarnans er nærri lokið og þá stendur jarðvinna yfir við uppbyggingu við Grensásspítala en þar verður reist 4.400 fermetra hús. Einnig er í gangi útboð vegna legudeildar á Akureyri. Frá framkvæmdum í dag.Vísir/Vilhelm „Það gengur allt samkvæmt tímaáætlun og við vonumst til að halda því áfram. Þar samt alltaf fyrirvari um heimildir og þátttöku í útboðum,“ segir Gunnar. Litháenska verktakafyrirtækið Staticus vinnur við að raða útveggjaeiningunum utan um burðarvirki meðferðarkjarnans en hversu hratt hægt er að vinna verkið fer alfarið eftir veðri. „Þegar uppsetningin verður komin á fullan skrið má búast við að allt að því hundrað útveggjaeiningar fari upp í hverri viku. Í síðustu viku voru settar upp áttatíu einingar og hver eining er 1,3 metrar á breidd og rúmlega fjórir metrar á hæð,” er haft eftir Ásbirni Jónssyni, sviðsstjóra framkvæmdasviðs Nýja Landspítalans, í tilkynningu á vef þeirra. Landspítalinn Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Það er verið að ljúka á þessu ári uppsteypu og frágangi á bílastæði og tæknihúsinu. Svo erum við byrjaðir uppsteypu á rannsóknarhúsinu og erum að fara að bjóða út uppsteypu á húsi heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands,“ segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri verkefnisins um nýja Landspítalann. Uppsteypu meðferðarkjarnans er nærri lokið og þá stendur jarðvinna yfir við uppbyggingu við Grensásspítala en þar verður reist 4.400 fermetra hús. Einnig er í gangi útboð vegna legudeildar á Akureyri. Frá framkvæmdum í dag.Vísir/Vilhelm „Það gengur allt samkvæmt tímaáætlun og við vonumst til að halda því áfram. Þar samt alltaf fyrirvari um heimildir og þátttöku í útboðum,“ segir Gunnar. Litháenska verktakafyrirtækið Staticus vinnur við að raða útveggjaeiningunum utan um burðarvirki meðferðarkjarnans en hversu hratt hægt er að vinna verkið fer alfarið eftir veðri. „Þegar uppsetningin verður komin á fullan skrið má búast við að allt að því hundrað útveggjaeiningar fari upp í hverri viku. Í síðustu viku voru settar upp áttatíu einingar og hver eining er 1,3 metrar á breidd og rúmlega fjórir metrar á hæð,” er haft eftir Ásbirni Jónssyni, sviðsstjóra framkvæmdasviðs Nýja Landspítalans, í tilkynningu á vef þeirra.
Landspítalinn Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira