Stórbruni í húsi á horni Fellsmúla og Grensásvegar Jón Þór Stefánsson skrifar 15. febrúar 2024 17:54 Mynd frá vettvangi sem sýnir eldinn vel. Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. „Eins og staðan er núna erum við aðeins að ná að slá þessu niður, og við skulum vona að við getum haldið því þannig. Í þessu húsi er mikill eldsmatur, en við erum að vonast til að ráða við þetta áður en eitthvað verra gerist,“segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, um eldsvoðann við Fellsmúla og Grensásveg sem hófst síðdegis í dag.Allt tiltækt lið vinnur við að slökkva eldinn. Slökkviliðið hefur lokað Fellsmúla og Grensásvegi. Stefán segist ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn með áframhaldið. Mynd frá vettvangi.Vísir/Sigurjón „Hann jókst bara. Það hefur kviknað í einhverju sem var ekki gott. Þetta er bara orðinn mikill eldur núna.“ sagði Stefán við fréttastofu fyrr í kvöld. Þegar eldurinn blossaði skyndilega upp og jókst umtalsvert. „Þetta er bara verra en þetta var,“ sagði hann. „Við ætlum bara að berjast við eldinn og slökkva þetta sem fyrst. Það er okkar aðalmál.“ Eldurinn er í iðnaðarhúsnæði, en í húsinu er til að mynda að finna hjólbarðaverkstæði N1 og Slippfélagið. Símaver Hreyfils er líka í húsinu, en starfsemi þess liggur niðir. Fólki er bent á að nota frekar appið til að panta leigubíl. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að samkvæmt vitneskju sinni hefðu allir komist óhultir úr byggingunni. „Okkur gengur bærilega. Við höldum að við séum búin að einangra hann við tvö bil hérna. Við höldum að það sé lítil eða engin hætta að þetta fari í stóra húsið og ekki heldur í tengibyggingar til norðurs.“ Hann sagði ekki liggja fyrir að svo stöddu hvaðan eldurinn kviknaði. „Það er svolítið erfitt að átta sig á því. Eins og þú sérð er mikill reykur. Og við erum ekki að senda mennina djúpt inn heldur reynum við að slökkva þetta aðeins úr fjarlægð.“ Fólk hefur verið hvatt til að loka gluggum í nágrenni við eldinn.Slökkviliðið hefur kallað út auka mannafla sem var á frívakt vegna eldsins og berst enn hörðum höndum við að ráða niðurlögum hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Beinu streymi Vísis af vettvangi er lokið. Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Slökkvilið Reykjavík Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Eins og staðan er núna erum við aðeins að ná að slá þessu niður, og við skulum vona að við getum haldið því þannig. Í þessu húsi er mikill eldsmatur, en við erum að vonast til að ráða við þetta áður en eitthvað verra gerist,“segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, um eldsvoðann við Fellsmúla og Grensásveg sem hófst síðdegis í dag.Allt tiltækt lið vinnur við að slökkva eldinn. Slökkviliðið hefur lokað Fellsmúla og Grensásvegi. Stefán segist ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn með áframhaldið. Mynd frá vettvangi.Vísir/Sigurjón „Hann jókst bara. Það hefur kviknað í einhverju sem var ekki gott. Þetta er bara orðinn mikill eldur núna.“ sagði Stefán við fréttastofu fyrr í kvöld. Þegar eldurinn blossaði skyndilega upp og jókst umtalsvert. „Þetta er bara verra en þetta var,“ sagði hann. „Við ætlum bara að berjast við eldinn og slökkva þetta sem fyrst. Það er okkar aðalmál.“ Eldurinn er í iðnaðarhúsnæði, en í húsinu er til að mynda að finna hjólbarðaverkstæði N1 og Slippfélagið. Símaver Hreyfils er líka í húsinu, en starfsemi þess liggur niðir. Fólki er bent á að nota frekar appið til að panta leigubíl. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að samkvæmt vitneskju sinni hefðu allir komist óhultir úr byggingunni. „Okkur gengur bærilega. Við höldum að við séum búin að einangra hann við tvö bil hérna. Við höldum að það sé lítil eða engin hætta að þetta fari í stóra húsið og ekki heldur í tengibyggingar til norðurs.“ Hann sagði ekki liggja fyrir að svo stöddu hvaðan eldurinn kviknaði. „Það er svolítið erfitt að átta sig á því. Eins og þú sérð er mikill reykur. Og við erum ekki að senda mennina djúpt inn heldur reynum við að slökkva þetta aðeins úr fjarlægð.“ Fólk hefur verið hvatt til að loka gluggum í nágrenni við eldinn.Slökkviliðið hefur kallað út auka mannafla sem var á frívakt vegna eldsins og berst enn hörðum höndum við að ráða niðurlögum hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Beinu streymi Vísis af vettvangi er lokið. Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira