Harðneitaði að ræða um Mbappé Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2024 13:46 Kylian Mbappé ætlar að kveðja PSG í sumar og ekkert virðist geta breytt því. Getty/Christian Liewig Luis Enrique, knattspyrnustjóri Paris Saint-Germain, neitaði að tjá sig um yfirvofandi brottför sinnar helstu stórstjörnu, Kylian Mbappé, næsta sumar. Mbappé hefur tilkynnt PSG að hann muni yfirgefa félagið í sumar, eftir að samningur hans rennur út, og búist er við því að hann gangi í raðir Real Madrid. „Nei, ég get ekkert sagt. Aðilarnir sem um ræðir hafa ekkert sagt opinberla. Kylian Mbappé hefur ekkert sagt opinberlega. Þegar báðir aðilar hafa tjáð sig þá mun ég segja mína skoðun,“ sagði Enrique á blaðamannafundi í dag. Blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano segir að Mbappé vilji ekki einu sinni sjá tilboð frá PSG því hann sé staðráðinn í að fara frá félaginu. Franska félagið hafi undirbúið sig fyrir brottför hans síðan í desember og ætli í staðinn að kaupa toppframherja, toppmiðjumann og toppmiðvörð í sumar. Arteta vill að Arsenal sé með í umræðunni Þó að flest virðist benda til þess að Mbappé fari til Real Madrid þá hefur hann einnig verið sagður opinn fyrir því að fara til Arsenal. Would you be interested in Kylian Mbappé even if we already know where he s going?Arteta: You know?! . When there is a player of that calibre, we always have to be in that conversation, but as you said, it looks in a different way . pic.twitter.com/531UmNpoVa— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 16, 2024 Mikel Arteta, stjóri Arsenal, fékk þá spurningu á blaðamannafundi í dag hvort að hann hefði áhuga á að fá Mbappé, jafnvel þó að allir vissu hvert hann væri að fara: „Vitið þið það?“ spurði Arteta léttur. „Þegar um er að ræða leikmann í þessum gæðaflokki þá eigum við alltaf að vera í umræðunni, en eins og þið segið þá virðist þetta stefna í aðra átt,“ sagði Arteta sem var svo spurður frekar út í það hvort Arsenal gæti verið með í umræðunni um Mbappé. „Af hverju ekki? Ef við viljum verða besta liðið þá þurfum við mestu hæfileikabúntin og bestu leikmennina. Ég kem ekki að þessu. Kannski Edu og eigendurnir en ég er ekki með í samtölunum fyrr en í lokin,“ sagði Arteta. Franski boltinn Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Mbappé hefur tilkynnt PSG að hann muni yfirgefa félagið í sumar, eftir að samningur hans rennur út, og búist er við því að hann gangi í raðir Real Madrid. „Nei, ég get ekkert sagt. Aðilarnir sem um ræðir hafa ekkert sagt opinberla. Kylian Mbappé hefur ekkert sagt opinberlega. Þegar báðir aðilar hafa tjáð sig þá mun ég segja mína skoðun,“ sagði Enrique á blaðamannafundi í dag. Blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano segir að Mbappé vilji ekki einu sinni sjá tilboð frá PSG því hann sé staðráðinn í að fara frá félaginu. Franska félagið hafi undirbúið sig fyrir brottför hans síðan í desember og ætli í staðinn að kaupa toppframherja, toppmiðjumann og toppmiðvörð í sumar. Arteta vill að Arsenal sé með í umræðunni Þó að flest virðist benda til þess að Mbappé fari til Real Madrid þá hefur hann einnig verið sagður opinn fyrir því að fara til Arsenal. Would you be interested in Kylian Mbappé even if we already know where he s going?Arteta: You know?! . When there is a player of that calibre, we always have to be in that conversation, but as you said, it looks in a different way . pic.twitter.com/531UmNpoVa— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 16, 2024 Mikel Arteta, stjóri Arsenal, fékk þá spurningu á blaðamannafundi í dag hvort að hann hefði áhuga á að fá Mbappé, jafnvel þó að allir vissu hvert hann væri að fara: „Vitið þið það?“ spurði Arteta léttur. „Þegar um er að ræða leikmann í þessum gæðaflokki þá eigum við alltaf að vera í umræðunni, en eins og þið segið þá virðist þetta stefna í aðra átt,“ sagði Arteta sem var svo spurður frekar út í það hvort Arsenal gæti verið með í umræðunni um Mbappé. „Af hverju ekki? Ef við viljum verða besta liðið þá þurfum við mestu hæfileikabúntin og bestu leikmennina. Ég kem ekki að þessu. Kannski Edu og eigendurnir en ég er ekki með í samtölunum fyrr en í lokin,“ sagði Arteta.
Franski boltinn Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira