Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og verðum í beinni frá minningarstund við rússneska sendiráðið.
Enn er talið of hættulegt að fara inn á smurstöð N1 í Fellsmúla, sem brann í gær, og því ómögulegt að segja til um upptök eldsins. Í kvöldfréttum sjáum við myndir frá vettvangi og heyrum í fyrirtækjaeigendum sem segja það hafa verið mikið áfall að fylgjast með eldinum gleypa hluta hússins í gær.
Þá verður rætt við formann bæjarráðs Grindavíkur sem segir það skjóta skökku við að Bláa lónið fái að taka á móti gestum meðan íbúar og fyrirtæki í Grindavík fái takmarkað aðgengi að heimabæ sínum. Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, kemur einnig í myndver og fer yfir stöðu flugfélagsins Play, við heyrum í umhverfisráðherra í beinni um nýtt samkomulag við Bandaríkjamenn í orkumálum og verðum í beinni frá Hafnarfirði þar sem tíundu bekkingar úr Víðistaðaskóla eru að frumsýna leikritið Mary Poppins í kvöld.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.