Afturelding átti ekki í miklum vandræðum er liðið tók á móti Fram í fyrstu umferð B-deildar Lengjubikars kvenna í kvöld og Hildur Karítas lék á als oddi fyrir liðið.
Hún gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö af níu mörkum liðsins í öruggum sigri, en þær Elfa Sif Hlynsdóttir og Sigrún Eva Sigurðardóttir bættu sínu markinu hvor við.
Hildur Karítas kom Aftureldingu yfir strax á tíundu mínútu leiksins og sjöunda markið skoraði hún þegar um tíu mínútur voru til leiksloka.