Leverkusen hafði töluverða yfirburði í leiknum í dag en fyrsta markið kom þó ekki fyrr en í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hinn hollenski Jeremie Frimpong kom gestunum yfir. Frimpong, sem leikur í stöðu hægri bakvarðar, hefur heldur betur fundið fjölina sína undir stjórn Xabi Alonso og raðar inn mörkunum þessa dagana.
Xabi Alonso s Bayer Leverkusen keep going as undefeated with 95 goals scored (!) in 32 games all competitions, one more win today
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 17, 2024
and Jeremie Frimpong scores again.
9 goals, 10 assists playing as RWB. pic.twitter.com/AcPW9C0eSX
Amine Adli gekk svo nokkurn veginn frá leiknum með marki á 81. mínútu eftir laglegan undirbúning frá Florian Wirtz. Heimamenn náðu þó inn einu huggunarmarki á 86. mínútu, lokatölur 1-2.
Leverkusen er því áfram tryggilega í efsta sæti deildinnar, með 58 stig eftir 22 umferðir. Bayern Munchen er í 2. sæti með 50 stig og eiga leik til góða, en alls eru leiknar 36 umferðir í þýsku úrvalsdeildinni.