Eftirfarandi myndband er tekið í Grænumörk:
„Það eru átta manns í þessu húsi, allt aldraðir einstaklingar. Það er engin vakt um helgar og enginn sem hægt er að hringja í um helgar þegar eitthvað kemur upp á. Það er bara Öryggismiðstöðin, sem bregst ekki við einhverju svona. Við vorum þarna að heimsækja tengdamóður mína, og hér er ekkert hægt að gera nema setja fötur þarna undir,“ segir Ingheiður.
Hún náði sambandi við bæjarstjóra Árborg sem hafði samband við húsnæðisfulltrúa. „Hann kom á endanum sjálfur til að berja klakann ofan af þakinu. En hann var víst búinn að panta einhverja viðgerð fyrir fimm mánuðum síðan, en þeir komu aldrei til þess að gera við þetta,“ bætir hún við.
„Það sem maður vildi benda á er bara að þetta fólk hefur í raun engan til að hringja í um helgar eða seinni partinn ef að eitthvað kemur upp á. Þær prófuðu að hafa samband við Björgunarsveitirnar og þau sögðust ekki taka svona að sér, ekki nema þakið væri að fjúka af eða eitthvað svoleiðis. Þetta gengur auðvitað ekki, að það sé ekki húsvörður á svæðinu.“