„Ég skil að fólki sé misboðið“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 07:01 Uppreist æru málið skók þjóðina, stjórnmálin og umræðuna. Samsett Sú var tíðin að dæmdir kynferðisbrotamenn áttu auðsótta leið að uppreist æru hjá forseta Íslands. Á uppreisnarárinu 2017 ofbauð landsmönnum þessi möguleiki og áður en árið var úti hafði lögunum verið breytt. Ríkisstjórnin var sömuleiðis sprungin eftir að í ljós kom að faðir forsætisráðherra hafði mælt með uppreist æru fyrir mann sem braut kynferðislega á stjúpdóttur sinni yfir tólf ára tímabil. Líklega óraði engan fyrir því að barátta þolenda kynferðisbrotamannsins Roberts Downey fyrir upplýsingum um uppreista æru myndi verða til þess að sprengja ríkisstjórn Íslands haustið 2017, en svo fór. Uppreist æru málið hristi hressilega upp í þjóðinni og tók óvænta stefnu þegar þegar meðmælabréf með dæmdum barnaníðingum voru gerð opinber. Málið skók þjóðina, stjórnmálin og umræðuna. Sigríður Á. Andersen, sem þá var dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir sína hlið af þessum atburðum í Eftirmálum. „Ég skil að fólki sé misboðið, að einhverjir glæpamenn hafi fengið viðhafnarafgreiðslu, ekki bara í ráðuneytinu, heldur á ríkistjórnarborði og af forseta Íslands,“ segir Sigríður. Hún segist skilja sjónarmið þeirra sem vilja koma brotamönnum til aðstoðar og á beinu brautina. Þá hafi Björt framtíð verið smáflokkur sem hafi farið á taugum vegna málsins. Jafnvel þótt flokkurinn hefði haft allar upplýsingar um málið hefði eitthvað annað mál orðið til þess að Björt framtíð hlypi frá borði ríkisstjórnarskútunnar. Klippa: Mál Roberts Downey og uppreist æru Um er að ræða fjórða þáttinn af sex í nýrri seríu af þessum vinsælu hlaðvarpsþáttum en þættirnir eru í umsjón fyrrum fréttakvennanna Nadine Guðrúnar Yaghi og Þórhildar Þorkelsdóttur. Samfélagið fór á hliðina Óhætt er að segja að uppreist æru málið svokallaða sé eitt stærsta fréttamál síðari ára, enda setti það samfélagið gjörsamlega á hliðina á sínum tíma. Ríkisstjórn landsins sprakk eftir að í ljós kom að faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra hefði skrifað undir meðmæli með umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru hjá forseta Íslands. Meðmæli þurfti til að geta sóst eftir uppreist æru. Lög um uppreist æru voru afnumin árið 2017 eftir að málið kom upp. Upphaf málsins má rekja til þess að í september árið 2016 veitti Guðni Th. Jóhannesson, þá nýtekinn við embætti forseta Íslands, Robert Downey, lögmanni og dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru, eftir tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Robert Downey, sem hét áður Róbert Árni Hreiðarsson, var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að brjóta gegn fjórum stúlkum, einni fjórtán ára og þremur fimmtán ára. Mörgum mánuðum síðar þegar í ljós kom að Robert væri farinn að starfa aftur sem lögmaður árið 2017 fóru fórnarlömb hans og aðstandendur þeirra að kalla eftir upplýsingum um hvernig þetta gæti gerst. Málið vatt síðan upp á sig dag frá degi. Fórnarlömb Roberts Downey, og fjölskyldur þeirra börðust fyrir því að fá afhent gögn frá dómsmálaráðuneytinu og að ákvæði um uppreist æru yrði fellt úr almennum hegningarlögum. Þann 13. júlí árið 2017 birtu feður tveggja þolenda, leikararnir Bergur Þór Ingólfsson og Þröstur Leó Gunnarsson, aðsenda grein í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni: „Getum ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel.“ Þar kröfðust þeir þess að stjórnvöld myndu hætta að færa ábyrgðina yfir á þolendur kynferðisofbeldis og öxluðu sjálf ábyrgð. Sögðu þeir lítið gert úr sársauka og raunum þeirra sem orðið hefðu fyrir slíku ofbeldi þegar tekin væri ákvörðun um að veita dæmdum kynferðisbrotamönnum uppreist æru. Í kjölfarið byrjuðu fjölmiðlar að ganga á stjórnvöld. „Fjörugt sumar“ „Maður kannski áttaði sig ekki alveg á því í upphafi hvort að geðshræringin sem varð í kringum þetta allt saman var út af því að hann hefði fengið uppreist æru, eða út af því að hann hefði fengið lögmannsréttindin. Auðvitað var hvort tveggja, en það að hann hefði fengið lögmannsréttindin, sú umræða einhvern veginn dó út. Þá tók yfir umræðan um það hvaða skilyrði það væru sem fólk þyrfti að uppfylla til að fá uppreist æru; hvort það væri eðlilegt að menn fengu almennt uppreist æru, hvað það þýddi og annað. Þetta sumar sem fór í hönd var ágætis raunverkefni í þessum lagalega kafla,“ segir Sigríður Á. Andersen í samtali við Eftirmál. Sigríður Á. Andersen, fyrrum dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir sína hlið af þessum atburðum í Eftirmálum.Vísir/Vilhelm Í þættinum er rifjað upp hvernig stemningin var í þjóðfélaginu sumarið 2017, en ljóst var að mikið mæddi á Sigríði. „Á þessum tíma var metoo byltingin svokallaða byrjuð. Þannig að það spilaði líka inn í þetta. Það bara greip um sig ofboðsleg geðshræring í þessum málum öllum saman,“ segir Sigríður og bætir við á öðrum stað að hún hafi séð þarna að það stefndi í eitthvað meira. „Þetta var fjörugt sumar frá mínum bæjardyrum séð.“ Allir vildu sjá gögnin Þann 16. júní 2017 mætti Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í viðtal hjá Stöð 2 og kvaðst vera miður sín vegna máls Roberts Downey. Þá undirstrikaði hann að ákvörðunin væri ekki tekin af honum sjálfum - heldur í ráðuneytinu. Hann bað ekki um vorkunn en óskaði þess að fólk sýndi sanngirni, þá að teknu tilliti til málsmeðferðarinnar. Á þessum tíma var viðtekin venja að fólk gæti sótt um uppreist æru, fengi meðmælendur til að skrifa umsögn, skiluðu til ráðuneytisins sem virðist heilt yfir hafa samþykkt slíkar umsóknir. Forseti Íslands kvittaði að lokum upp á. Á þessum tíma var stjórnskipunar og eftirlitsnefnd farin að skipta sér af málinu og hafði á þessum tímapunkti kallað eftir upplýsingum, meðal annars upplýsingum um hverjir hefðu mælt með því að Róbert fengi uppreist æru. Staðan var sú að hvorki nefndin né fjölmiðlar höfðu fengið þær upplýsingar. Fjölmiðlar höfðu á þessum tímapunkti leitað leiða til að fá meðmælabréfin, en það var ekki hægt þar sem að þau voru skilgreind sem trúnaðargögn. Ljóst var að ef meðmælabréf Róberts væru birt lægi fyrir að meðmælabréf annarra sem höfðu sótt um uppreist æru yrði líka að gera opinber. Í ágúst 2017 kom Bergur Þór Ingólfsson, fyrrnefndur faðir stúlku sem Robert Downey braut á, fyrir allsherjar-og menntamálanefnd þar sem fjallað var um uppreist æru. „Ég hef verið í sambandi við fleiri brotaþola en dóttur mín og í því máli hefur Robert aldrei játað brotin svo vitað sér. Okkur órar við því að þannig maður skuli starfa sem lögmaður. Af því að hann hefur ekki breytt um viðhorf. Okkur þykir eins og hann hafi með því að hljóta uppreist æru sannað sakleysi sitt. Þannig lítur þetta út fyrir okkur,“ sagði Bergur Þór meðal annars. „Það fór kannski fyrirsjáanleg atburðarás í gang. Fólk var oft að spyrja: Af hverju fékk þessi lögmaður uppreist æru í fyrsta lagi? Svo var verið að reyna að útskýra reglurnar sem eiga við um það og þær forsendur sem eiga við. En þá vildu menn auðvitað fá að vita hverjir hefðu mælt með að þessi lögmaður fengi uppreist æru,“ segir Sigríður. „Menn vildu fá öll gögn í þessu tiltekna máli. Ég er talsmaður gagnsæis og finnst að menn eigi að hafa allt uppi á borðum eins og hægt er. En þó þannig að menn eigi að varast það að opinbera upplýsingar sem ekki verður aftur tekið. Embættismenn ráðuneytisins skoðuðu þetta og komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki eðlilegt að opna bara öll gögn og afhenda þau, eins og einhverjir vildu, og í sjálfu sér ég vildi líka, að teknu tilliti til viðkvæmra upplýsinga,“ segir Sigríður. Ráðuneytið vildi ekki gefa upp þessar upplýsingar með tilliti til persónuverndar og það endaði þannig að þessum þætti málsins var skotið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Kom af fjöllum Í þættinum rifjar Sigríður einnig upp þegar hún upplýsti Bjarna Benediktsson um að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði veitt öðrum manni, Hjalta Sigurjóni Haukssyni, meðmæli vegna umsóknar hans um uppreist æru. Hjalti hafði fengið uppreist æru á sama tíma og Róbert Downey, en Hjalti var á sínum tíma dæmdur fyrir að hafa brotið gegn stjúpdóttur sinni nærri daglega í tólf ár. „Ég get sagt það að hann kom algjörlega af fjöllum, það var alveg ótvírætt. Og hvorugu okkar fannst þetta gott mál, eða betra í stöðunni. En hann hvatti mig til að skoða málið og upplýsa á hvaða tímapunkti þetta hefði komið inn í ríkisstjórn og þar fram eftir götunum. Enda kom ekkert annað til greina en að gera það,“ segir Sigríður. „Það kom ekki til greina að ég eða Bjarni færum að opinbera eitt eða neitt í þessum efnum. Vegna þess að þetta varðaði þriðja aðila, það er að segja föður hans. En það hefði faðir hans hins vegar kannski átt að gera, að opinbera þetta. En menn bara horfðu á hvernig reglurnar voru á þessum tíma, og það var bara hans ákvörðun að gera það ekki. En hann gerði það á endanum og gaf út yfirlýsingu.“ Á öðrum stað í þættinum segir Sigríður: „Meðmælendur í þessum málum hafa ekki gert neitt af sér, það er bara þannig. Það er mikilvægt að hafa það í huga.“ Hröð atburðarás Það var síðan þann 14. september 2017 sem að Vísir birti frétt undir fyrirsögninni: „Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón.“ Það var fyrst eftir að sú frétt birtist sem Benedikt, faðir Bjarna sendi frá sér yfirlýsingu. Á þessum tímapunkti vissi enginn að Bjarni hefði sjálfur vitað af málinu. Að kvöldi þennan sama dag mætti Sigríður Andersen í viðtal hjá kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hún var spurð út í málið. Á þessum tíma mynduðu Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð ríkisstjórnina. Einungis nokkrum klukkustundum eftir að Sigríður mætti í viðtalið hjá Stöð 2 greindi Vísir síðan frá því að Björt framtíð hefði slitið ríkisstjórnarsamstarfinu vegna „alvarlegs trúnaðarbrests.“ Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Í þætti Eftirmála rifjar Sigríður upp þá stund þegar hún heyrði fyrst af þessari ákvörðun Bjartrar Framtíðar, sem hafði ekki verið tilkynnt henni með formlegum hætti, heldur heyrði hún fyrst af því í gegnum fjölmiðla. Aðspurð um viðbrögð sín svarar Sigríður: „Furða. Ég var gjörsamlega hissa. Maður bara las fréttina og sá ljósmyndir af stigagangi þar sem lykilmenn Bjartrar Framtíðar höfðu hist og farið úr skónum og setið á sokkaleistunum inni í einhverri íbúð og tekið tilfinningahring og ákveðið að þetta væri bara málið sem myndi sprengja ríkisstjórnina!“ Aðspurð um hvað henni hafi fundist um þessa ákvörðun segir Sigríður að þetta séu „dæmigerð einkenni og hegðun smáflokks.“ „Svona hegða smáflokkar sér. Ég held að það sé alveg sama á hvaða pólitíska litrófi þeir eru, en þeir taka eitthvað svona mál, það þarf ekki nema bara eitt mál til að menn fari algjörlega á taugum, bara nánast missi vitið.“ Sigríður bætir við að enginn ábyrgur stjórnmálaflokkur geti leyft sér að „hlaupa frá borði“ með þessum hætti. „Þetta er eru eins og frekir krakkar í einhverju afmælisboði sem fá ekki uppáhaldskökuna sína. Menn verða að jarðtengja sig og ýta tilfinningasemi til hliðar í þessu. Einhverjum kann að finnast ömurlegt af mér að segja það. En það þýðir ekki þótt maður ýti tilfinningasemi til hliðar, að maður hafi ekki tilfinningar eða samúð með fólki eða málstað. En menn geta ekki látið tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. En það lýsir þessu kannski best, að þau létu tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur af einhverjum ástæðum. Menn bara urðu ofboðslega hræddir við umræðuna, sem var auðvitað líka orðin svolítið óvægin.“ Daginn eftir að Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hélt Bjarni Benediktsson blaðamannafund. Í yfirlýsingu sinni á fundinum tók hann fram að það hefði verið honum sjálfum áfall að heyra af því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir meðmælendabréf fyrir Hjalta Sigurjón. Þá sagði hann að hann hefði aldrei sjálfur skrifað undir slíkt bréf og að hann myndi aldrei verja slíka gjörð. Jafnframt sagði Bjarni að það hefði komið sér mjög á óvart að stjórnarsamstarfinu hefði verið slitið vegna þessa. Þá sagðist hann ekki geta tekið undir að það hefði orðið trúnaðarbrestur. Óboðlegar aðferðir Þann 27. september árið 2017 samþykkti Alþingi að ákvæðin um uppreist æru yrðu felld brott úr almennum hegningarlögum. Í þætti Eftirmála bendir Sigríður á að í umræðunni á þessum tíma hafi menn litið fram hjá því að það væru lög og reglur í gildi á Íslandi, og að umgangast þyrfti persónuupplýsingar varlega. „Ef að ráðuneytið hefði farið strax í það að birta allt saman, og úrskurðarnefndin hefði komist að annarri niðurstöðu þá er það ekki aftur tekið. En menn bara hafa ekki þolinmæði fyrir þessu. En stjórnmálamenn verða að gera það,“ segir hún. Hún telur að það hafi þó ekki gefið Bjartri Framtíð tilefni til að slíta stjórnarsamstarfinu. „Og sérstaklega ekki án þess að heyra sjónarmið mín, eða Bjarna eða umboðsmanns Alþingis til dæmis, sem skoðaði þetta mál. Það að slíta ríkisstjórn og boða til kosninga er eitthvað sem ég tel að kjósendur eiga ekki að þurfa að sitja undir. Menn verða að axla ábyrgð í svona stjórnarsamstarfi. Mér fannst þetta mál ekki þannig vaxið, og aðferðirnar sem þau notuðu gjörsamlega óboðlegar. Og um það eru kjósendur sammála.“ Aðspurð segist Sigríður engu að síður skilja vel þá reiði sem ríkti í samfélaginu vegna málsins, óháð pólitíkinni. „Það er þessi upphafning í uppreist æru sem mönnum misbauð.“ Segir fjölskyldur stjórnmálamanna í erfiðri stöðu Sigríður kveðst efins um að hlutirnir hefðu endað öðruvísi ef að Björt Framtíð hefði verið upplýst um staðreyndir á sínum tíma. Hún bendir á Björt Framtíð hafi verið smáflokkur, og ekki með nógu sterkar rætur til að geta setið í ríkisstjórn. „Og ég held hreinlega, af því að þetta mál fór svona, þá hefði bara eitthvað annað mál geta komið stuttu seinna sem menn hefðu farið á límingunum yfir. Jafnvel þótt að þau hefðu fengið upplýsingar um samtal okkar Bjarna í lok júlí, hvað hefðu menn gert með það? Hefðu þau tekið ákvörðun um að upplýsa um það opinberlega, og brjóta mögulega lög? Ég get ekki séð fyrir mér að þau hefðu gert eitthvað með það. Ég hefði haldið að þau ættu að vera þakklát fyrir að hafa ekki verið upplýst um þetta á þessum tímapunkti.“ En er eitthvað sem Sigríður hefði viljað gera öðruvísi þegar litið er til baka á þetta mál? „Nei, ég get ekki sagt það, bara alls ekki.“ Á öðrum stað í þættinum bendir Sigríður á að fjölskyldur stjórnmálamanna þurfa að sætta sig við ýmislegt sem aðrar fjölskyldur þurfa ekki að gera. „En ég erfi það heldur ekki við fólk; menn þurfa að finna sinn takt og menn hafa auðvitað sterka sannfæringu. Ég hef ákveðna sterka sannfæringu í ýmsum málum og aðrir hafa jafn sterka sannfæringu í einhverju öðru. Og meðal annars kannski þessu; menn eigi bara rétt á því að fá uppreist æru og menn vilja bara hjálpa,“ segir hún. „Ég myndi agnúast útí milljón aðra hluti áður en ég fer að agnúast út í það einhver fullorðinn maður vill leggja sig fram við að hjálpa öðrum að koma sér á rétta braut í lífinu eftir afplánun dóms.“ Fleiri dæmi voru um að dæmdir kynferðisbrotamenn fengu uppreist æru á sínum tíma. Með afnámi laganna heyrir uppreist æru sögunni til. Eftirmál Uppreist æru Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Oddný klökk í ræðustól þegar hún ræddi um uppreist æru "Í huga fólksins í landinu stóðu konurnar eftir varnarlausar. Unglingsstúlkur og fimm ára stúlkubarn sem urðu fyrir hræðilegum glæp sem aldrei fyrnist í þeirra huga.“ 26. september 2017 18:58 Ekki lausn að útskúfa kynferðisbrotamönnum Mikilvægt er að kynferðisbrotamenn, sem og aðrir brotamenn, eigi möguleika á því að stíga út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun refsingar. 22. september 2017 19:47 64 prósent telja BF hafa haft gilda ástæðu 20. september 2017 10:00 Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Líklega óraði engan fyrir því að barátta þolenda kynferðisbrotamannsins Roberts Downey fyrir upplýsingum um uppreista æru myndi verða til þess að sprengja ríkisstjórn Íslands haustið 2017, en svo fór. Uppreist æru málið hristi hressilega upp í þjóðinni og tók óvænta stefnu þegar þegar meðmælabréf með dæmdum barnaníðingum voru gerð opinber. Málið skók þjóðina, stjórnmálin og umræðuna. Sigríður Á. Andersen, sem þá var dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir sína hlið af þessum atburðum í Eftirmálum. „Ég skil að fólki sé misboðið, að einhverjir glæpamenn hafi fengið viðhafnarafgreiðslu, ekki bara í ráðuneytinu, heldur á ríkistjórnarborði og af forseta Íslands,“ segir Sigríður. Hún segist skilja sjónarmið þeirra sem vilja koma brotamönnum til aðstoðar og á beinu brautina. Þá hafi Björt framtíð verið smáflokkur sem hafi farið á taugum vegna málsins. Jafnvel þótt flokkurinn hefði haft allar upplýsingar um málið hefði eitthvað annað mál orðið til þess að Björt framtíð hlypi frá borði ríkisstjórnarskútunnar. Klippa: Mál Roberts Downey og uppreist æru Um er að ræða fjórða þáttinn af sex í nýrri seríu af þessum vinsælu hlaðvarpsþáttum en þættirnir eru í umsjón fyrrum fréttakvennanna Nadine Guðrúnar Yaghi og Þórhildar Þorkelsdóttur. Samfélagið fór á hliðina Óhætt er að segja að uppreist æru málið svokallaða sé eitt stærsta fréttamál síðari ára, enda setti það samfélagið gjörsamlega á hliðina á sínum tíma. Ríkisstjórn landsins sprakk eftir að í ljós kom að faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra hefði skrifað undir meðmæli með umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru hjá forseta Íslands. Meðmæli þurfti til að geta sóst eftir uppreist æru. Lög um uppreist æru voru afnumin árið 2017 eftir að málið kom upp. Upphaf málsins má rekja til þess að í september árið 2016 veitti Guðni Th. Jóhannesson, þá nýtekinn við embætti forseta Íslands, Robert Downey, lögmanni og dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru, eftir tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Robert Downey, sem hét áður Róbert Árni Hreiðarsson, var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að brjóta gegn fjórum stúlkum, einni fjórtán ára og þremur fimmtán ára. Mörgum mánuðum síðar þegar í ljós kom að Robert væri farinn að starfa aftur sem lögmaður árið 2017 fóru fórnarlömb hans og aðstandendur þeirra að kalla eftir upplýsingum um hvernig þetta gæti gerst. Málið vatt síðan upp á sig dag frá degi. Fórnarlömb Roberts Downey, og fjölskyldur þeirra börðust fyrir því að fá afhent gögn frá dómsmálaráðuneytinu og að ákvæði um uppreist æru yrði fellt úr almennum hegningarlögum. Þann 13. júlí árið 2017 birtu feður tveggja þolenda, leikararnir Bergur Þór Ingólfsson og Þröstur Leó Gunnarsson, aðsenda grein í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni: „Getum ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel.“ Þar kröfðust þeir þess að stjórnvöld myndu hætta að færa ábyrgðina yfir á þolendur kynferðisofbeldis og öxluðu sjálf ábyrgð. Sögðu þeir lítið gert úr sársauka og raunum þeirra sem orðið hefðu fyrir slíku ofbeldi þegar tekin væri ákvörðun um að veita dæmdum kynferðisbrotamönnum uppreist æru. Í kjölfarið byrjuðu fjölmiðlar að ganga á stjórnvöld. „Fjörugt sumar“ „Maður kannski áttaði sig ekki alveg á því í upphafi hvort að geðshræringin sem varð í kringum þetta allt saman var út af því að hann hefði fengið uppreist æru, eða út af því að hann hefði fengið lögmannsréttindin. Auðvitað var hvort tveggja, en það að hann hefði fengið lögmannsréttindin, sú umræða einhvern veginn dó út. Þá tók yfir umræðan um það hvaða skilyrði það væru sem fólk þyrfti að uppfylla til að fá uppreist æru; hvort það væri eðlilegt að menn fengu almennt uppreist æru, hvað það þýddi og annað. Þetta sumar sem fór í hönd var ágætis raunverkefni í þessum lagalega kafla,“ segir Sigríður Á. Andersen í samtali við Eftirmál. Sigríður Á. Andersen, fyrrum dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir sína hlið af þessum atburðum í Eftirmálum.Vísir/Vilhelm Í þættinum er rifjað upp hvernig stemningin var í þjóðfélaginu sumarið 2017, en ljóst var að mikið mæddi á Sigríði. „Á þessum tíma var metoo byltingin svokallaða byrjuð. Þannig að það spilaði líka inn í þetta. Það bara greip um sig ofboðsleg geðshræring í þessum málum öllum saman,“ segir Sigríður og bætir við á öðrum stað að hún hafi séð þarna að það stefndi í eitthvað meira. „Þetta var fjörugt sumar frá mínum bæjardyrum séð.“ Allir vildu sjá gögnin Þann 16. júní 2017 mætti Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í viðtal hjá Stöð 2 og kvaðst vera miður sín vegna máls Roberts Downey. Þá undirstrikaði hann að ákvörðunin væri ekki tekin af honum sjálfum - heldur í ráðuneytinu. Hann bað ekki um vorkunn en óskaði þess að fólk sýndi sanngirni, þá að teknu tilliti til málsmeðferðarinnar. Á þessum tíma var viðtekin venja að fólk gæti sótt um uppreist æru, fengi meðmælendur til að skrifa umsögn, skiluðu til ráðuneytisins sem virðist heilt yfir hafa samþykkt slíkar umsóknir. Forseti Íslands kvittaði að lokum upp á. Á þessum tíma var stjórnskipunar og eftirlitsnefnd farin að skipta sér af málinu og hafði á þessum tímapunkti kallað eftir upplýsingum, meðal annars upplýsingum um hverjir hefðu mælt með því að Róbert fengi uppreist æru. Staðan var sú að hvorki nefndin né fjölmiðlar höfðu fengið þær upplýsingar. Fjölmiðlar höfðu á þessum tímapunkti leitað leiða til að fá meðmælabréfin, en það var ekki hægt þar sem að þau voru skilgreind sem trúnaðargögn. Ljóst var að ef meðmælabréf Róberts væru birt lægi fyrir að meðmælabréf annarra sem höfðu sótt um uppreist æru yrði líka að gera opinber. Í ágúst 2017 kom Bergur Þór Ingólfsson, fyrrnefndur faðir stúlku sem Robert Downey braut á, fyrir allsherjar-og menntamálanefnd þar sem fjallað var um uppreist æru. „Ég hef verið í sambandi við fleiri brotaþola en dóttur mín og í því máli hefur Robert aldrei játað brotin svo vitað sér. Okkur órar við því að þannig maður skuli starfa sem lögmaður. Af því að hann hefur ekki breytt um viðhorf. Okkur þykir eins og hann hafi með því að hljóta uppreist æru sannað sakleysi sitt. Þannig lítur þetta út fyrir okkur,“ sagði Bergur Þór meðal annars. „Það fór kannski fyrirsjáanleg atburðarás í gang. Fólk var oft að spyrja: Af hverju fékk þessi lögmaður uppreist æru í fyrsta lagi? Svo var verið að reyna að útskýra reglurnar sem eiga við um það og þær forsendur sem eiga við. En þá vildu menn auðvitað fá að vita hverjir hefðu mælt með að þessi lögmaður fengi uppreist æru,“ segir Sigríður. „Menn vildu fá öll gögn í þessu tiltekna máli. Ég er talsmaður gagnsæis og finnst að menn eigi að hafa allt uppi á borðum eins og hægt er. En þó þannig að menn eigi að varast það að opinbera upplýsingar sem ekki verður aftur tekið. Embættismenn ráðuneytisins skoðuðu þetta og komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki eðlilegt að opna bara öll gögn og afhenda þau, eins og einhverjir vildu, og í sjálfu sér ég vildi líka, að teknu tilliti til viðkvæmra upplýsinga,“ segir Sigríður. Ráðuneytið vildi ekki gefa upp þessar upplýsingar með tilliti til persónuverndar og það endaði þannig að þessum þætti málsins var skotið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Kom af fjöllum Í þættinum rifjar Sigríður einnig upp þegar hún upplýsti Bjarna Benediktsson um að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði veitt öðrum manni, Hjalta Sigurjóni Haukssyni, meðmæli vegna umsóknar hans um uppreist æru. Hjalti hafði fengið uppreist æru á sama tíma og Róbert Downey, en Hjalti var á sínum tíma dæmdur fyrir að hafa brotið gegn stjúpdóttur sinni nærri daglega í tólf ár. „Ég get sagt það að hann kom algjörlega af fjöllum, það var alveg ótvírætt. Og hvorugu okkar fannst þetta gott mál, eða betra í stöðunni. En hann hvatti mig til að skoða málið og upplýsa á hvaða tímapunkti þetta hefði komið inn í ríkisstjórn og þar fram eftir götunum. Enda kom ekkert annað til greina en að gera það,“ segir Sigríður. „Það kom ekki til greina að ég eða Bjarni færum að opinbera eitt eða neitt í þessum efnum. Vegna þess að þetta varðaði þriðja aðila, það er að segja föður hans. En það hefði faðir hans hins vegar kannski átt að gera, að opinbera þetta. En menn bara horfðu á hvernig reglurnar voru á þessum tíma, og það var bara hans ákvörðun að gera það ekki. En hann gerði það á endanum og gaf út yfirlýsingu.“ Á öðrum stað í þættinum segir Sigríður: „Meðmælendur í þessum málum hafa ekki gert neitt af sér, það er bara þannig. Það er mikilvægt að hafa það í huga.“ Hröð atburðarás Það var síðan þann 14. september 2017 sem að Vísir birti frétt undir fyrirsögninni: „Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón.“ Það var fyrst eftir að sú frétt birtist sem Benedikt, faðir Bjarna sendi frá sér yfirlýsingu. Á þessum tímapunkti vissi enginn að Bjarni hefði sjálfur vitað af málinu. Að kvöldi þennan sama dag mætti Sigríður Andersen í viðtal hjá kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hún var spurð út í málið. Á þessum tíma mynduðu Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð ríkisstjórnina. Einungis nokkrum klukkustundum eftir að Sigríður mætti í viðtalið hjá Stöð 2 greindi Vísir síðan frá því að Björt framtíð hefði slitið ríkisstjórnarsamstarfinu vegna „alvarlegs trúnaðarbrests.“ Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Í þætti Eftirmála rifjar Sigríður upp þá stund þegar hún heyrði fyrst af þessari ákvörðun Bjartrar Framtíðar, sem hafði ekki verið tilkynnt henni með formlegum hætti, heldur heyrði hún fyrst af því í gegnum fjölmiðla. Aðspurð um viðbrögð sín svarar Sigríður: „Furða. Ég var gjörsamlega hissa. Maður bara las fréttina og sá ljósmyndir af stigagangi þar sem lykilmenn Bjartrar Framtíðar höfðu hist og farið úr skónum og setið á sokkaleistunum inni í einhverri íbúð og tekið tilfinningahring og ákveðið að þetta væri bara málið sem myndi sprengja ríkisstjórnina!“ Aðspurð um hvað henni hafi fundist um þessa ákvörðun segir Sigríður að þetta séu „dæmigerð einkenni og hegðun smáflokks.“ „Svona hegða smáflokkar sér. Ég held að það sé alveg sama á hvaða pólitíska litrófi þeir eru, en þeir taka eitthvað svona mál, það þarf ekki nema bara eitt mál til að menn fari algjörlega á taugum, bara nánast missi vitið.“ Sigríður bætir við að enginn ábyrgur stjórnmálaflokkur geti leyft sér að „hlaupa frá borði“ með þessum hætti. „Þetta er eru eins og frekir krakkar í einhverju afmælisboði sem fá ekki uppáhaldskökuna sína. Menn verða að jarðtengja sig og ýta tilfinningasemi til hliðar í þessu. Einhverjum kann að finnast ömurlegt af mér að segja það. En það þýðir ekki þótt maður ýti tilfinningasemi til hliðar, að maður hafi ekki tilfinningar eða samúð með fólki eða málstað. En menn geta ekki látið tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. En það lýsir þessu kannski best, að þau létu tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur af einhverjum ástæðum. Menn bara urðu ofboðslega hræddir við umræðuna, sem var auðvitað líka orðin svolítið óvægin.“ Daginn eftir að Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hélt Bjarni Benediktsson blaðamannafund. Í yfirlýsingu sinni á fundinum tók hann fram að það hefði verið honum sjálfum áfall að heyra af því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir meðmælendabréf fyrir Hjalta Sigurjón. Þá sagði hann að hann hefði aldrei sjálfur skrifað undir slíkt bréf og að hann myndi aldrei verja slíka gjörð. Jafnframt sagði Bjarni að það hefði komið sér mjög á óvart að stjórnarsamstarfinu hefði verið slitið vegna þessa. Þá sagðist hann ekki geta tekið undir að það hefði orðið trúnaðarbrestur. Óboðlegar aðferðir Þann 27. september árið 2017 samþykkti Alþingi að ákvæðin um uppreist æru yrðu felld brott úr almennum hegningarlögum. Í þætti Eftirmála bendir Sigríður á að í umræðunni á þessum tíma hafi menn litið fram hjá því að það væru lög og reglur í gildi á Íslandi, og að umgangast þyrfti persónuupplýsingar varlega. „Ef að ráðuneytið hefði farið strax í það að birta allt saman, og úrskurðarnefndin hefði komist að annarri niðurstöðu þá er það ekki aftur tekið. En menn bara hafa ekki þolinmæði fyrir þessu. En stjórnmálamenn verða að gera það,“ segir hún. Hún telur að það hafi þó ekki gefið Bjartri Framtíð tilefni til að slíta stjórnarsamstarfinu. „Og sérstaklega ekki án þess að heyra sjónarmið mín, eða Bjarna eða umboðsmanns Alþingis til dæmis, sem skoðaði þetta mál. Það að slíta ríkisstjórn og boða til kosninga er eitthvað sem ég tel að kjósendur eiga ekki að þurfa að sitja undir. Menn verða að axla ábyrgð í svona stjórnarsamstarfi. Mér fannst þetta mál ekki þannig vaxið, og aðferðirnar sem þau notuðu gjörsamlega óboðlegar. Og um það eru kjósendur sammála.“ Aðspurð segist Sigríður engu að síður skilja vel þá reiði sem ríkti í samfélaginu vegna málsins, óháð pólitíkinni. „Það er þessi upphafning í uppreist æru sem mönnum misbauð.“ Segir fjölskyldur stjórnmálamanna í erfiðri stöðu Sigríður kveðst efins um að hlutirnir hefðu endað öðruvísi ef að Björt Framtíð hefði verið upplýst um staðreyndir á sínum tíma. Hún bendir á Björt Framtíð hafi verið smáflokkur, og ekki með nógu sterkar rætur til að geta setið í ríkisstjórn. „Og ég held hreinlega, af því að þetta mál fór svona, þá hefði bara eitthvað annað mál geta komið stuttu seinna sem menn hefðu farið á límingunum yfir. Jafnvel þótt að þau hefðu fengið upplýsingar um samtal okkar Bjarna í lok júlí, hvað hefðu menn gert með það? Hefðu þau tekið ákvörðun um að upplýsa um það opinberlega, og brjóta mögulega lög? Ég get ekki séð fyrir mér að þau hefðu gert eitthvað með það. Ég hefði haldið að þau ættu að vera þakklát fyrir að hafa ekki verið upplýst um þetta á þessum tímapunkti.“ En er eitthvað sem Sigríður hefði viljað gera öðruvísi þegar litið er til baka á þetta mál? „Nei, ég get ekki sagt það, bara alls ekki.“ Á öðrum stað í þættinum bendir Sigríður á að fjölskyldur stjórnmálamanna þurfa að sætta sig við ýmislegt sem aðrar fjölskyldur þurfa ekki að gera. „En ég erfi það heldur ekki við fólk; menn þurfa að finna sinn takt og menn hafa auðvitað sterka sannfæringu. Ég hef ákveðna sterka sannfæringu í ýmsum málum og aðrir hafa jafn sterka sannfæringu í einhverju öðru. Og meðal annars kannski þessu; menn eigi bara rétt á því að fá uppreist æru og menn vilja bara hjálpa,“ segir hún. „Ég myndi agnúast útí milljón aðra hluti áður en ég fer að agnúast út í það einhver fullorðinn maður vill leggja sig fram við að hjálpa öðrum að koma sér á rétta braut í lífinu eftir afplánun dóms.“ Fleiri dæmi voru um að dæmdir kynferðisbrotamenn fengu uppreist æru á sínum tíma. Með afnámi laganna heyrir uppreist æru sögunni til.
Eftirmál Uppreist æru Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Oddný klökk í ræðustól þegar hún ræddi um uppreist æru "Í huga fólksins í landinu stóðu konurnar eftir varnarlausar. Unglingsstúlkur og fimm ára stúlkubarn sem urðu fyrir hræðilegum glæp sem aldrei fyrnist í þeirra huga.“ 26. september 2017 18:58 Ekki lausn að útskúfa kynferðisbrotamönnum Mikilvægt er að kynferðisbrotamenn, sem og aðrir brotamenn, eigi möguleika á því að stíga út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun refsingar. 22. september 2017 19:47 64 prósent telja BF hafa haft gilda ástæðu 20. september 2017 10:00 Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Oddný klökk í ræðustól þegar hún ræddi um uppreist æru "Í huga fólksins í landinu stóðu konurnar eftir varnarlausar. Unglingsstúlkur og fimm ára stúlkubarn sem urðu fyrir hræðilegum glæp sem aldrei fyrnist í þeirra huga.“ 26. september 2017 18:58
Ekki lausn að útskúfa kynferðisbrotamönnum Mikilvægt er að kynferðisbrotamenn, sem og aðrir brotamenn, eigi möguleika á því að stíga út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun refsingar. 22. september 2017 19:47
Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49