Heitir hin nýja Katrín Kristrún? Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2024 11:01 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar varpaði svo sannarlega bombu inn í íslenska stjórnmálaumræðu í vikunni sem leið í spjalli á einhverju hlaðvarpi. Þar hagaði hún orðum sínum með þeim hætti að auðveldlega mátti halda að flokkurinn væri að kúvenda í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Meðal annars gaf hún hugmyndum núverandi dómsmálaráðherra um fangabúðir fyrir ákveðinn hóp hælisleitenda undir fótinn. Ég segi og skrifa fangabúðir því ef það gengur eins og önd, gaggar eins og önd og flýgur eins og önd þá er það önd en ekki lóa. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Allstór hópur hennar eigin flokksmanna brást hart við og leist greinilega ekki á blikuna. Á hægri vængnum túlkuðu svo allnokkrir pótentátar úr Sjálfstæðis- og Miðflokki orð formannsins með þeim hætti að hún væri að senda út þreifara til þeirra með hundablístri. Viðbrögðin urðu síðan til þess að nokkrir úr náhirð formannsins, með fyrrum blaðamanninn Jóhann Pál í broddi fylkingar, hlupu upp til handa og fóta formanninum til varnar. Kváðu þau formanninn einungis vera að benda á nýjan veruleika í þessum málaflokki og því þurfi að ræða þessa stöðu í samræmi við það og bregðast við. Þetta síðastnefnda er auðvitað alveg hárrétt svo langt sem það nær. Staðan í málefnum innflytjenda hefur gjörbreyst á undanförnum misserum og þessa stöðu og viðbrögðin við henni þarf að ræða. Staðreyndin er sú að margt fólk óttast aukinn straum innflytjenda og undir þennan ótta hafa ósvífnir stjórnmálamenn og lýðskrumarar kynnt. Það breytir því hins vegar ekki að óttinn er raunverulegur og við honum þarf að bregðast jafnvel þótt forsendurnar séu rangar og byggðar á hálfsannleik, lygum og blekkingum. Ábyrgir stjórnmálamenn bregðast hins vegar ekki við þessari stöðu með því að haga orðum sínum með þeim hætti að jafnvel fólk úr forystusveit þeirra eigin flokks veit ekki sitt rjúkandi ráð og óttast að viðkomandi sé að stökkva á skítadreifarann sem helstu lýðskrumara Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins þeysa um á þessi misserin. Það var því full ástæða fyrir flokksmenn Samfylkingarinnar að hrökkva illilega við. Ekki bætti viðtal við formanninn í Ríkisútvarpinu úr skák, það var jafn hulduhrútslegt og spjallið í hlaðvarpinu. Ef formaðurinn skýrir ekki rækilegar á næstu dögum hvað hún nákvæmlega á við er ekki nokkur leið að túlka málflutning hennar öðru vísi en sem hundablístur til Sjálfstæðisflokksins um að hér sé kominn heppilegur samstarfsaðili eftir næstu kosningar þegar Vinstri græn verða væntanlega horfin af sjónarsviðinu. Áhugamenn um stjórnmál geta því farið að velta fyrir sér hvenær á næsta kjörtímabili Samfylkingin fari að nálgast sex prósentin og þannig er titill greinarinnar til orðinn. Höfundur er á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Innflytjendamál Vinstri græn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar varpaði svo sannarlega bombu inn í íslenska stjórnmálaumræðu í vikunni sem leið í spjalli á einhverju hlaðvarpi. Þar hagaði hún orðum sínum með þeim hætti að auðveldlega mátti halda að flokkurinn væri að kúvenda í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Meðal annars gaf hún hugmyndum núverandi dómsmálaráðherra um fangabúðir fyrir ákveðinn hóp hælisleitenda undir fótinn. Ég segi og skrifa fangabúðir því ef það gengur eins og önd, gaggar eins og önd og flýgur eins og önd þá er það önd en ekki lóa. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Allstór hópur hennar eigin flokksmanna brást hart við og leist greinilega ekki á blikuna. Á hægri vængnum túlkuðu svo allnokkrir pótentátar úr Sjálfstæðis- og Miðflokki orð formannsins með þeim hætti að hún væri að senda út þreifara til þeirra með hundablístri. Viðbrögðin urðu síðan til þess að nokkrir úr náhirð formannsins, með fyrrum blaðamanninn Jóhann Pál í broddi fylkingar, hlupu upp til handa og fóta formanninum til varnar. Kváðu þau formanninn einungis vera að benda á nýjan veruleika í þessum málaflokki og því þurfi að ræða þessa stöðu í samræmi við það og bregðast við. Þetta síðastnefnda er auðvitað alveg hárrétt svo langt sem það nær. Staðan í málefnum innflytjenda hefur gjörbreyst á undanförnum misserum og þessa stöðu og viðbrögðin við henni þarf að ræða. Staðreyndin er sú að margt fólk óttast aukinn straum innflytjenda og undir þennan ótta hafa ósvífnir stjórnmálamenn og lýðskrumarar kynnt. Það breytir því hins vegar ekki að óttinn er raunverulegur og við honum þarf að bregðast jafnvel þótt forsendurnar séu rangar og byggðar á hálfsannleik, lygum og blekkingum. Ábyrgir stjórnmálamenn bregðast hins vegar ekki við þessari stöðu með því að haga orðum sínum með þeim hætti að jafnvel fólk úr forystusveit þeirra eigin flokks veit ekki sitt rjúkandi ráð og óttast að viðkomandi sé að stökkva á skítadreifarann sem helstu lýðskrumara Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins þeysa um á þessi misserin. Það var því full ástæða fyrir flokksmenn Samfylkingarinnar að hrökkva illilega við. Ekki bætti viðtal við formanninn í Ríkisútvarpinu úr skák, það var jafn hulduhrútslegt og spjallið í hlaðvarpinu. Ef formaðurinn skýrir ekki rækilegar á næstu dögum hvað hún nákvæmlega á við er ekki nokkur leið að túlka málflutning hennar öðru vísi en sem hundablístur til Sjálfstæðisflokksins um að hér sé kominn heppilegur samstarfsaðili eftir næstu kosningar þegar Vinstri græn verða væntanlega horfin af sjónarsviðinu. Áhugamenn um stjórnmál geta því farið að velta fyrir sér hvenær á næsta kjörtímabili Samfylkingin fari að nálgast sex prósentin og þannig er titill greinarinnar til orðinn. Höfundur er á eftirlaunum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun