Sparar yfirlýsingar á ögurstundu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 12:08 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Stöð 2/Einar Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins að mati formanns VR. Það skýrist á allra næstu dögum hvort viðræðum verði haldið áfram eða ekki. Tíu dagar ERU síðan breiðfylkingin lýsti viðræðunum við Samtök atvinnulífsins árangurslausum en þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára. Viðræðurnar strönduðu á kröfum breiðfylkingarinnar um forsendur samninganna, það er að segja um áhrif þróunar verðbólgu og vaxta. Forysta Samtaka atvinnulífsins sagði forsenduákvæðin binda hendur Seðlabankans og hefta sjálfstæði hans en seðlabankastjóri hefur hins vegar síðar sagt að slík ákvæði skerði ekki sjálfstæði bankans. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist enn bíða eftir viðbrögðum Samtaka atvinnulífsins. „Bæði varðandi forsenduákvæðin og aðra huti og þetta ætti að skýrast á allra næstu dögum. Mögulega í dag eða á morgun, hvort viðræðum verði haldið áfram eða ekki.“ Þurfi góðar varnir Um ögurstund sé að ræða og kominn tími á svör. Hann gerir ekki ráð fyrir að farið verði aftur að samningsborðinu án hugarfarsbreytingar hjá Samtökum atvinnulífsins „Við þurfum að hafa góðar varnir í okkar samningi. Ef við ætlum okkur að fara í þessa vegferð að ná niður vöxtum og verðbólgu hratt og vel er alveg ljóst að það þarf að vera einhver hvati í okkar samningi og þá í gegnum foresenduákvæðin að fyrirtæki taki raunverulega þátt í þessu með okkur en skilji okkur bara eftir um leið og það er skrifað undir. Þannig það er forsendan fyrir því að það sé hægt að fara í þessa hugmyndafræði sem við höfum verið að teikna upp.“ Hverjir eru valkostirnir núna, þú segir að það verði farið að borðinu eða ekki. Hvað þá? „Eigum við ekki að sjá hvað dagurinn ber með sér, og mögulega morgundagurinn. Svo sjáum við hvernig það fer. Ég held að það sé best að vera spar á yfirlýsingar á þessu stigi,“ segir Ragnar Þór. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Tíu dagar ERU síðan breiðfylkingin lýsti viðræðunum við Samtök atvinnulífsins árangurslausum en þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára. Viðræðurnar strönduðu á kröfum breiðfylkingarinnar um forsendur samninganna, það er að segja um áhrif þróunar verðbólgu og vaxta. Forysta Samtaka atvinnulífsins sagði forsenduákvæðin binda hendur Seðlabankans og hefta sjálfstæði hans en seðlabankastjóri hefur hins vegar síðar sagt að slík ákvæði skerði ekki sjálfstæði bankans. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist enn bíða eftir viðbrögðum Samtaka atvinnulífsins. „Bæði varðandi forsenduákvæðin og aðra huti og þetta ætti að skýrast á allra næstu dögum. Mögulega í dag eða á morgun, hvort viðræðum verði haldið áfram eða ekki.“ Þurfi góðar varnir Um ögurstund sé að ræða og kominn tími á svör. Hann gerir ekki ráð fyrir að farið verði aftur að samningsborðinu án hugarfarsbreytingar hjá Samtökum atvinnulífsins „Við þurfum að hafa góðar varnir í okkar samningi. Ef við ætlum okkur að fara í þessa vegferð að ná niður vöxtum og verðbólgu hratt og vel er alveg ljóst að það þarf að vera einhver hvati í okkar samningi og þá í gegnum foresenduákvæðin að fyrirtæki taki raunverulega þátt í þessu með okkur en skilji okkur bara eftir um leið og það er skrifað undir. Þannig það er forsendan fyrir því að það sé hægt að fara í þessa hugmyndafræði sem við höfum verið að teikna upp.“ Hverjir eru valkostirnir núna, þú segir að það verði farið að borðinu eða ekki. Hvað þá? „Eigum við ekki að sjá hvað dagurinn ber með sér, og mögulega morgundagurinn. Svo sjáum við hvernig það fer. Ég held að það sé best að vera spar á yfirlýsingar á þessu stigi,“ segir Ragnar Þór.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira