Fosshótel, Berjaya og Icelandair sitja uppi með Covid-skuldir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2024 16:30 Berjaya hótel við Reykjavíkurflugvöll. Hótelið hét Hótel Loftleiðir til margra ára. Í bakgrunni má sjá flugvél Icelandair. Vísir/vilhelm Fosshótel Reykjavíkur, Icelandair Group og Berjaya Hotels Iceland þurfa að greiða húsaleigu þrátt fyrir að hafa lokað sjoppunni í marga mánuði á meðan kórónuveirufaraldrinum stóð. Um er að ræða greiðslur sem nema á annað hundrað milljóna króna. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar í tveimur aðskildum en áþekkum málum. Dómur var kveðinn upp í réttinum í dag. Í öðru málinu stefndi fasteignafélagið Suðurhús ehf. Flugleiðahótelum og Icelandair Group til að greiða tæplega 138 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum vegna vangoldinnar leigu árið 2020 eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Um var að ræða húsnæði við Hafnarstræti 17-19 í Reykjavík sem hýsir Konsúlat hótel. Icelandair Group tók þá einhliða ákvörðun að greiða einungis tuttugu prósent húsaleigu vegna faraldursins sem þó bárust með reglulegum hætti. Taldi hótelið að forsendur leigusamnings til tuttugu ára við Suðurhús frá árinu 2014 hefðu brostið. Í hinu málinu stefndi Fosshótel Reykjavíkur fasteignafélaginu Íþöku og krafðist breytinga á leigusamningi til að þurfa ekki að greiða leigu samkvæmt tuttugu ára samningi fyrirtækjanna varðandi húsnæði í Þórunnartúni frá 2013 vegna kórónuveirufaraldursins frá 1. apríl 2020. Hótelið sagði upp öllu starfsfólki sínu, hætti starfsemi tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og hætti að borga leigu. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu komist að þeirri niðurstöðu að lækka greiðslu Fosshótels um þriðjung. Fosshótel leitaði til Hæstaréttar með það fyrir augum að fá alla skuldina fellda niður. Á það féllst Hæstiréttur ekki. Voru Fosshótel dæmd til að greiða Íþöku leiguskuld upp á tæplega 111 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum frá maí 2021. Dóminn má lesa hér. Þá var Icelandair Group dæmt til að greiða Suðurhúsum 138 milljónir króna í vangoldna leigu en þar af ætti Berjaya Hotels Iceland, sem keypti hótelið af Icelandair Group á þeim tíma sem umræddur vandi varð, að greiða hluta af upphæðinni. Dóminn má lesa hér. Hótel á Íslandi Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ófyrirséð skakkaföll Berjaya og Icelandair Group fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Berjaya Hotels og Icelandair Group gegn fasteignafélaginu Suðurhúsum vegna húsaleigu sem fyrirtækin greiddu ekki í kórónuveirufaraldurinn. Málið er sagt hafa fordæmisgildi fyrir áhrif ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika á samninga. 12. apríl 2023 21:36 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Sjá meira
Þetta er niðurstaða Hæstaréttar í tveimur aðskildum en áþekkum málum. Dómur var kveðinn upp í réttinum í dag. Í öðru málinu stefndi fasteignafélagið Suðurhús ehf. Flugleiðahótelum og Icelandair Group til að greiða tæplega 138 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum vegna vangoldinnar leigu árið 2020 eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Um var að ræða húsnæði við Hafnarstræti 17-19 í Reykjavík sem hýsir Konsúlat hótel. Icelandair Group tók þá einhliða ákvörðun að greiða einungis tuttugu prósent húsaleigu vegna faraldursins sem þó bárust með reglulegum hætti. Taldi hótelið að forsendur leigusamnings til tuttugu ára við Suðurhús frá árinu 2014 hefðu brostið. Í hinu málinu stefndi Fosshótel Reykjavíkur fasteignafélaginu Íþöku og krafðist breytinga á leigusamningi til að þurfa ekki að greiða leigu samkvæmt tuttugu ára samningi fyrirtækjanna varðandi húsnæði í Þórunnartúni frá 2013 vegna kórónuveirufaraldursins frá 1. apríl 2020. Hótelið sagði upp öllu starfsfólki sínu, hætti starfsemi tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og hætti að borga leigu. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu komist að þeirri niðurstöðu að lækka greiðslu Fosshótels um þriðjung. Fosshótel leitaði til Hæstaréttar með það fyrir augum að fá alla skuldina fellda niður. Á það féllst Hæstiréttur ekki. Voru Fosshótel dæmd til að greiða Íþöku leiguskuld upp á tæplega 111 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum frá maí 2021. Dóminn má lesa hér. Þá var Icelandair Group dæmt til að greiða Suðurhúsum 138 milljónir króna í vangoldna leigu en þar af ætti Berjaya Hotels Iceland, sem keypti hótelið af Icelandair Group á þeim tíma sem umræddur vandi varð, að greiða hluta af upphæðinni. Dóminn má lesa hér.
Hótel á Íslandi Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ófyrirséð skakkaföll Berjaya og Icelandair Group fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Berjaya Hotels og Icelandair Group gegn fasteignafélaginu Suðurhúsum vegna húsaleigu sem fyrirtækin greiddu ekki í kórónuveirufaraldurinn. Málið er sagt hafa fordæmisgildi fyrir áhrif ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika á samninga. 12. apríl 2023 21:36 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Sjá meira
Ófyrirséð skakkaföll Berjaya og Icelandair Group fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Berjaya Hotels og Icelandair Group gegn fasteignafélaginu Suðurhúsum vegna húsaleigu sem fyrirtækin greiddu ekki í kórónuveirufaraldurinn. Málið er sagt hafa fordæmisgildi fyrir áhrif ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika á samninga. 12. apríl 2023 21:36