Látum ekki hræða okkur Daníel E. Arnarsson skrifar 20. febrúar 2024 05:00 „Andaðu með nefinu” var vanalega setningin sem ég fékk að heyra þegar ég tjáði mig um útlendingamál á sínum tíma. Nú langar mig að segja „spegill“ við þetta sama fólk, sem keppist við gera málaflokkinn tortryggilegan, tala um að hér sé ófremdarástand og allt á niðurleið – út af þessum útlendingum. Þess háttar málflutningur mun koma til með að auka útlendingaandúð og rasisma. Eins óþolandi afmanneskjuvæðandi og það er að tala um tölur, peninga og annað þegar kemur að fólki þá skulum við samt ræða þetta - fyrst þið hafið fært þetta á þennan stað. Tökum umræðuna sem svo mörg eru að kalla á eftir. Íslenska ríkið ákvað að veita fólki frá Venesúela sjálfkrafa viðbótarvernd. Sömu stjórnmálamenn og lýsa nú yfir „ófremdarástandi“. Þetta var ákvörðun þeirra. Að sjálfsögðu hefur þessi ákvörðun leitt af sér aukningu umsókna fólks frá Venesúela – og því ber að fagna. Skv. gögnum frá félagsmálaráðuneytinu síðan í maí 2023 þá sýna þau að atvinnuþátttaka þeirra er meiri en Íslendinga. Samtök atvinnulífsins hafa einmitt sagt að við þurfum fleira fólk til þess að halda innviðum gangandi og byggja þá upp. Þessir sömu innviðir og sumt stjórnmálafólk vill segja að séu „í molum“. Er fólkið frá Venesúela mögulega að halda þeim gangandi? Íslenska ríkið ákvað líka að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu. Að sjálfsögðu. Það þarf ekki að rökstyðja það að neinu leyti hvers vegna sú ákvörðun var tekin. Við eigum að aðstoða stríðshrjáð lönd. Er þetta fólkið sem er að sliga okkur? Eru þessar manneskjur vandamálið? Þýddi úkraínski fáninn sem þið settuð upp á Facebook ekki neitt? Ef íslenska ríkið tekur ákvörðun um að taka á móti fólki á fjöldaflótta þá þarf að vera plan, auðvitað. Það þarf að gera vel og af virðingu. Vandamál innviða á Íslandi er mun eldri og víðtækari heldur en svo að það sé hægt að kenna þessu „ófremdarástandi“ í útlendingamálum um. Það er hrollvekjandi að horfa upp á stjórnmálafólk á Íslandi færa umræðuna á þennan stað, hræða fólk og nota til þess tölur sem eru samhengislausar. Ef við tökum fjöldaflóttafólkið (sem ríkið bauð hingað og tók ákvörðun um að þeim yrði boðið) til hliðar við opinberar tölur þá fáum við eftirfarandi skv. vef Útlendingastofnunar: 2021: 875 umsóknir. 2022: 964 umsóknir 2023(jan-nóv): 892 umsóknir Hvar er ófremdarástandið? Af hverju er verið að hræða okkur svona? Mér finnst lítilmannlegt að gera svo lítið úr lífi manneskja að þau eru ekkert annað en vandamál og baggi á innviðum. Innviðauppbygging á Íslandi er miklu flóknara fyrirbrigði heldur en að kenna litlum hópi samfélagsins um. Við buðum hingað fólki í neyð og núna látum við eins og þau séu stórvandamál? Þetta elur á rasisma og fordómum, með tilheyrandi samfélagslegum vandamálum í framtíðinni. Höfundur er fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daníel E. Arnarsson Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
„Andaðu með nefinu” var vanalega setningin sem ég fékk að heyra þegar ég tjáði mig um útlendingamál á sínum tíma. Nú langar mig að segja „spegill“ við þetta sama fólk, sem keppist við gera málaflokkinn tortryggilegan, tala um að hér sé ófremdarástand og allt á niðurleið – út af þessum útlendingum. Þess háttar málflutningur mun koma til með að auka útlendingaandúð og rasisma. Eins óþolandi afmanneskjuvæðandi og það er að tala um tölur, peninga og annað þegar kemur að fólki þá skulum við samt ræða þetta - fyrst þið hafið fært þetta á þennan stað. Tökum umræðuna sem svo mörg eru að kalla á eftir. Íslenska ríkið ákvað að veita fólki frá Venesúela sjálfkrafa viðbótarvernd. Sömu stjórnmálamenn og lýsa nú yfir „ófremdarástandi“. Þetta var ákvörðun þeirra. Að sjálfsögðu hefur þessi ákvörðun leitt af sér aukningu umsókna fólks frá Venesúela – og því ber að fagna. Skv. gögnum frá félagsmálaráðuneytinu síðan í maí 2023 þá sýna þau að atvinnuþátttaka þeirra er meiri en Íslendinga. Samtök atvinnulífsins hafa einmitt sagt að við þurfum fleira fólk til þess að halda innviðum gangandi og byggja þá upp. Þessir sömu innviðir og sumt stjórnmálafólk vill segja að séu „í molum“. Er fólkið frá Venesúela mögulega að halda þeim gangandi? Íslenska ríkið ákvað líka að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu. Að sjálfsögðu. Það þarf ekki að rökstyðja það að neinu leyti hvers vegna sú ákvörðun var tekin. Við eigum að aðstoða stríðshrjáð lönd. Er þetta fólkið sem er að sliga okkur? Eru þessar manneskjur vandamálið? Þýddi úkraínski fáninn sem þið settuð upp á Facebook ekki neitt? Ef íslenska ríkið tekur ákvörðun um að taka á móti fólki á fjöldaflótta þá þarf að vera plan, auðvitað. Það þarf að gera vel og af virðingu. Vandamál innviða á Íslandi er mun eldri og víðtækari heldur en svo að það sé hægt að kenna þessu „ófremdarástandi“ í útlendingamálum um. Það er hrollvekjandi að horfa upp á stjórnmálafólk á Íslandi færa umræðuna á þennan stað, hræða fólk og nota til þess tölur sem eru samhengislausar. Ef við tökum fjöldaflóttafólkið (sem ríkið bauð hingað og tók ákvörðun um að þeim yrði boðið) til hliðar við opinberar tölur þá fáum við eftirfarandi skv. vef Útlendingastofnunar: 2021: 875 umsóknir. 2022: 964 umsóknir 2023(jan-nóv): 892 umsóknir Hvar er ófremdarástandið? Af hverju er verið að hræða okkur svona? Mér finnst lítilmannlegt að gera svo lítið úr lífi manneskja að þau eru ekkert annað en vandamál og baggi á innviðum. Innviðauppbygging á Íslandi er miklu flóknara fyrirbrigði heldur en að kenna litlum hópi samfélagsins um. Við buðum hingað fólki í neyð og núna látum við eins og þau séu stórvandamál? Þetta elur á rasisma og fordómum, með tilheyrandi samfélagslegum vandamálum í framtíðinni. Höfundur er fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar