„Þetta skiptist í tvo holl,“ segir Úlfar.
Hann segir að einhverjir hafi reynt að fara inn í bæinn um Grindavíkurveg en að það sé ekki fært. Það verði að fara Nesveg.
Spurður hvernig verði að því staðið ef fólk ákveður að gista í bænum segir Úlfar að ávallt séu lögreglumenn í bænum og að búið sé að setja upp almannavarnalúðra sem láti fólk vita ef eitthvað kemur upp.
„Jörðin er til friðs þessa daga þannig í sjálfu sér á maður ekki von á því að hún fari að hreyfa sig akkúrat næsta sólarhringinn en við erum með okkar viðbragð.“
Hann segir enn vatnslaust í bænum en að það sé enn unnið að viðgerð.