Samfylkingin hafi áður barist harðast gegn hertari innflytjendalöggjöf Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 23:08 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Einar Prófessor í stjórnmálafræði segir verulega stefnubreytingu hafa átt sér stað í Samfylkingunni eftir að formaður flokksins viðraði skoðanir sínar á innflytjendamálum í síðustu viku. Mikil umræða um innflytjendamál á Íslandi hefur skapast eftir að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ræddi hælisleitendakerfið í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þar sagðist hún ekki vilja að Ísland skeri sig úr hinum Norðurlöndunum í innflytjendamálum og að hún hafi skilning á lögun dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. Í kjölfarið hefur hún sætt gagnrýni flokkssystkina sinna og orð hennar verið sögð ganga gegn jafnaðarstefnunni. Þá hafa Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formenn flokksins komið henni til varnar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði rýndi í stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Menningarátök okkar tíðar hverfast eiginlega um fólk á ferð, hverjir mega fara hvert og hverjum skuli meinuð för. Nú eru þau átök komin hingað af fullum þunga og kannski svona krafa sem hafði verið á jaðri stjórnmálanna um að herða verulega aðstreymi fólks til landsins, er núna komin inn í meginstrauminn,“ segir Eiríkur og vísar til útspils Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í hælisleitendamálum og nú sömuleiðis útspils Kristrúnar. Áður fyrr hafi átökin snúist um bæði sjónarmið, um hvort ætti að hleypa fleirum eða færrum til landsins. „En núna er eiginlega keppnin orðin um hver vilji loka mestu.“ „Veruleg stefnubreyting“ Eiríkur segir mjög augljósa breytingu á stefnu Samfylkingarinnar í innflytjendamálum hafa orðið. Að stefnan birtist meðal annars í málflutningi forystumannanna. Og núverandi formaður flokksins tali með allt öðrum hætti heldur en fyrrverandi formenn og forystumenn gerðu. „Samfylkingin var sá flokkur sem barðist hvað harðast gegn ítrekaðri herðingu innflytjendalöggjafarinnar, sem hefur verið hert í allnokkrum skrefum undanfarin ár. En nú snýr formaður samfylkingarinnar blaðinu við og segir efnislega að ekki hafi verið nægjanlega hert. Og það er í öllum skilningi málsins veruleg stefnubreyting,“ segir Eiríkur. Heldurðu að þetta muni búa til óeiningu innan Samfylkingarinnar? „Ég hugsa að þetta búi til ákveðið flot. Það eru auðvitað margir innan Samfylkingarinnar sem vilja halda aðstreyminu opnara heldur en formaðurinn er að boða og hugnast ekki þessi breyting. Það eru auðvitað aðrir flokkar sem það fólk getur kosið, en á móti kemur eru þá líka aðrir kjósendur sem vilja herða hér tökin, sem geta þá kosið Samfylkinguna á móti. Þannig að ég myndi halda að það sé svona flot farið af stað, en við eigum bara eftir að sjá hvar það endar.“ Samfylkingin Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Mikil umræða um innflytjendamál á Íslandi hefur skapast eftir að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ræddi hælisleitendakerfið í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þar sagðist hún ekki vilja að Ísland skeri sig úr hinum Norðurlöndunum í innflytjendamálum og að hún hafi skilning á lögun dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. Í kjölfarið hefur hún sætt gagnrýni flokkssystkina sinna og orð hennar verið sögð ganga gegn jafnaðarstefnunni. Þá hafa Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formenn flokksins komið henni til varnar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði rýndi í stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Menningarátök okkar tíðar hverfast eiginlega um fólk á ferð, hverjir mega fara hvert og hverjum skuli meinuð för. Nú eru þau átök komin hingað af fullum þunga og kannski svona krafa sem hafði verið á jaðri stjórnmálanna um að herða verulega aðstreymi fólks til landsins, er núna komin inn í meginstrauminn,“ segir Eiríkur og vísar til útspils Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í hælisleitendamálum og nú sömuleiðis útspils Kristrúnar. Áður fyrr hafi átökin snúist um bæði sjónarmið, um hvort ætti að hleypa fleirum eða færrum til landsins. „En núna er eiginlega keppnin orðin um hver vilji loka mestu.“ „Veruleg stefnubreyting“ Eiríkur segir mjög augljósa breytingu á stefnu Samfylkingarinnar í innflytjendamálum hafa orðið. Að stefnan birtist meðal annars í málflutningi forystumannanna. Og núverandi formaður flokksins tali með allt öðrum hætti heldur en fyrrverandi formenn og forystumenn gerðu. „Samfylkingin var sá flokkur sem barðist hvað harðast gegn ítrekaðri herðingu innflytjendalöggjafarinnar, sem hefur verið hert í allnokkrum skrefum undanfarin ár. En nú snýr formaður samfylkingarinnar blaðinu við og segir efnislega að ekki hafi verið nægjanlega hert. Og það er í öllum skilningi málsins veruleg stefnubreyting,“ segir Eiríkur. Heldurðu að þetta muni búa til óeiningu innan Samfylkingarinnar? „Ég hugsa að þetta búi til ákveðið flot. Það eru auðvitað margir innan Samfylkingarinnar sem vilja halda aðstreyminu opnara heldur en formaðurinn er að boða og hugnast ekki þessi breyting. Það eru auðvitað aðrir flokkar sem það fólk getur kosið, en á móti kemur eru þá líka aðrir kjósendur sem vilja herða hér tökin, sem geta þá kosið Samfylkinguna á móti. Þannig að ég myndi halda að það sé svona flot farið af stað, en við eigum bara eftir að sjá hvar það endar.“
Samfylkingin Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira