Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. desember 2025 08:23 Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, er formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Önnur umræða um fjárlög næsta árs fer fram á Alþingi í dag. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þá er gert ráð fyrir að tekjur hækki um rúma 7,5 milljarða, meðal annars vegna skattahækkana sem felast í boðuðu afnámi samnýtingar skattþrepa, endurmati á innheimtu erfðafjárskatts og hækkunar skatts á lögaðila. Ætla má að fjárlögin verði fyrirferðarmikil í störfum þingsins það sem eftir er af þingstörfum fram að jólum. Versnandi hagvaxtarhorfur hafa áhrif Bent er á í nefndarálitinu að efnahagsforsendur hafi breyst síðan frumvarpið var fyrst lagt fram. Þá hafi verið gert ráð fyrir að hagvöxtur yrði 2,2% í ár en 2,6% á því næsta en hins vegar hafi hagvaxtarhorfur farið versnandi og uppfærð spá geri nú ráð fyrir að hagvöxtur verði ekki nema 1,8% á næsta ári. Við kynningu fjárlagafrumvarpsins var gert ráð fyrir að halli ríkissjóðs yrði um 15 milljarðar á næsta ári en eftir umfjöllun nefndarinnar fyrir aðra umræðu er ljóst að hallinn verður nær þrjátíu milljörðum. „Ýmsir erfiðleikar í atvinnulífinu hafa valdið því að hagvaxtarhorfur hafa versnað, sem birtist fyrst og fremst í minni vexti í útflutningi. Í upphaflegu hagspánni var reiknað með að útflutningur myndi aukast um 2,5% á næsta ári en nú er reiknað með að nánast enginn vöxtur verði í útflutningi á næsta ári,“ segir meðal annars í nefndarálitinu. Þrátt fyrir versnandi horfur er þó ekki gert ráð fyrir að verg landsframleiðsla dragist saman en áætlað er að hún verði 5.287 milljarðar á næsta ári. Meiri tekjur af erfðafjárskatti en minni af tekjuskatti einstaklinga Hvað lýtur að breytingum á tekjuhlið frumvarpsins leggur meirihluti fjárlaganefndar til breytingar sem fela í sér heildarhækkun tekna upp á 7,5 milljarða til viðbótar. Tekjuaukningin felist í hærri vaxtatekjum upp á 1,1 milljarð og hækkun frumtekna upp á 6,4 milljarða. Þannig hækki tekjur ríkisins af virðisaukaskatti um 2,6 milljarða, en tekjur vegna tekjuskatts einstaklinga dragist saman um 1,6 milljarð, meðal annars vegna minnkandi umsvifa á vinnumarkaði og hækkunar persónuafsláttar. Hins vegar er gert ráð fyrir að tekjur hækki um 2,8 milljarða vegna afnáms samnýtingar skattþrepa sambýlisfólks og um 2,1 milljarð vegna boðaðra breytinga á innheimtu erfðafjárskatts. Þá fái ríkið 1,5 milljarð meira í kassann vegna tekjuskatts á lögaðila samkvæmt boðuðum breytingatillögum meirihlutans. Hækkun bóta, ný stofnun og aðgerðir gegn fíknivanda auka útgjöld Hvað snýr að 19,6 milljarða hækkun útgjalda frá upphaflega frumvarpinu vega einna þyngst aukin vaxtagjöld upp á 4 milljarða. Hvað snýr að hækkun frumgjalda gerir nefndin ráð fyrir auknum útgjöldum vegna endurmats á launa- og verðlagsforsendum upp á 6,6 milljarða, þar af eru 3 milljarðar vegna hækkunar á bótum almannatrygginga. Þá vegur einnig þungt ákvörðun um að falla frá niðurfellingu framlags til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða og hækkun gjalda sökum þess upp á 4,9 milljarða. Endurmat á almannatryggingum vegna endurhæfingar gerir ráð fyrir hækkun útgjalda upp á 3 milljarða og þá fari 2 milljarðar í nýja stofnun um öryggisráðstafanir sem gert er ráð fyrir á Hólmsheiði. Þá er lagt til að 1,1 milljarður til viðbótar fari í uppbyggingu á neyðarvistun Stuðla og rúmur milljarður verði veittur til að efla stofnanir sem vinna gegn fíknivanda og auka endurhæfingu. Þá fari 600 milljónir aukalega í málefni Grindavíkur og einn milljarður í viðbót í fjárheimildir til Rannsóknarsjóð og Tækniþróunarsjóð. Loks gerir nefndin breytingartillögu um einn milljarð til tækjakaupa í nýbyggingu endurhæfingardeildar á Grensás og 400 milljónum til aðgerðarþjarka á Landspítala. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Ætla má að fjárlögin verði fyrirferðarmikil í störfum þingsins það sem eftir er af þingstörfum fram að jólum. Versnandi hagvaxtarhorfur hafa áhrif Bent er á í nefndarálitinu að efnahagsforsendur hafi breyst síðan frumvarpið var fyrst lagt fram. Þá hafi verið gert ráð fyrir að hagvöxtur yrði 2,2% í ár en 2,6% á því næsta en hins vegar hafi hagvaxtarhorfur farið versnandi og uppfærð spá geri nú ráð fyrir að hagvöxtur verði ekki nema 1,8% á næsta ári. Við kynningu fjárlagafrumvarpsins var gert ráð fyrir að halli ríkissjóðs yrði um 15 milljarðar á næsta ári en eftir umfjöllun nefndarinnar fyrir aðra umræðu er ljóst að hallinn verður nær þrjátíu milljörðum. „Ýmsir erfiðleikar í atvinnulífinu hafa valdið því að hagvaxtarhorfur hafa versnað, sem birtist fyrst og fremst í minni vexti í útflutningi. Í upphaflegu hagspánni var reiknað með að útflutningur myndi aukast um 2,5% á næsta ári en nú er reiknað með að nánast enginn vöxtur verði í útflutningi á næsta ári,“ segir meðal annars í nefndarálitinu. Þrátt fyrir versnandi horfur er þó ekki gert ráð fyrir að verg landsframleiðsla dragist saman en áætlað er að hún verði 5.287 milljarðar á næsta ári. Meiri tekjur af erfðafjárskatti en minni af tekjuskatti einstaklinga Hvað lýtur að breytingum á tekjuhlið frumvarpsins leggur meirihluti fjárlaganefndar til breytingar sem fela í sér heildarhækkun tekna upp á 7,5 milljarða til viðbótar. Tekjuaukningin felist í hærri vaxtatekjum upp á 1,1 milljarð og hækkun frumtekna upp á 6,4 milljarða. Þannig hækki tekjur ríkisins af virðisaukaskatti um 2,6 milljarða, en tekjur vegna tekjuskatts einstaklinga dragist saman um 1,6 milljarð, meðal annars vegna minnkandi umsvifa á vinnumarkaði og hækkunar persónuafsláttar. Hins vegar er gert ráð fyrir að tekjur hækki um 2,8 milljarða vegna afnáms samnýtingar skattþrepa sambýlisfólks og um 2,1 milljarð vegna boðaðra breytinga á innheimtu erfðafjárskatts. Þá fái ríkið 1,5 milljarð meira í kassann vegna tekjuskatts á lögaðila samkvæmt boðuðum breytingatillögum meirihlutans. Hækkun bóta, ný stofnun og aðgerðir gegn fíknivanda auka útgjöld Hvað snýr að 19,6 milljarða hækkun útgjalda frá upphaflega frumvarpinu vega einna þyngst aukin vaxtagjöld upp á 4 milljarða. Hvað snýr að hækkun frumgjalda gerir nefndin ráð fyrir auknum útgjöldum vegna endurmats á launa- og verðlagsforsendum upp á 6,6 milljarða, þar af eru 3 milljarðar vegna hækkunar á bótum almannatrygginga. Þá vegur einnig þungt ákvörðun um að falla frá niðurfellingu framlags til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða og hækkun gjalda sökum þess upp á 4,9 milljarða. Endurmat á almannatryggingum vegna endurhæfingar gerir ráð fyrir hækkun útgjalda upp á 3 milljarða og þá fari 2 milljarðar í nýja stofnun um öryggisráðstafanir sem gert er ráð fyrir á Hólmsheiði. Þá er lagt til að 1,1 milljarður til viðbótar fari í uppbyggingu á neyðarvistun Stuðla og rúmur milljarður verði veittur til að efla stofnanir sem vinna gegn fíknivanda og auka endurhæfingu. Þá fari 600 milljónir aukalega í málefni Grindavíkur og einn milljarður í viðbót í fjárheimildir til Rannsóknarsjóð og Tækniþróunarsjóð. Loks gerir nefndin breytingartillögu um einn milljarð til tækjakaupa í nýbyggingu endurhæfingardeildar á Grensás og 400 milljónum til aðgerðarþjarka á Landspítala.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira