Össur stofnar móðurfélagið Embla Medical Atli Ísleifsson skrifar 21. febrúar 2024 07:45 Í tilkynningu segir að starfsemi Össurar verði óbreytt með þróun, framleiðslu og sölu á stoð- og stuðningstækjum. Össur Stjórn Össurar hf. hefur lagt til við aðalfund Össurar sem fram fer í næsta mánuði að móðurfélag félagsins taki upp nafnið Embla Medical hf. Í tilkynningu frá Össuri segir að markmiðið með þessum breytingum sé að styðja við stefnu og vöxt félagsins. „Á síðustu árum hefur félagið haslað sér völl á fleiri sviðum heilbrigðistækninnar. Sérstaðan er sem fyrr vörur og þjónusta við einstaklinga sem glíma við varanlega takmörkun á hreyfanleika. Fyrirtækjakaup hafa verið stór þáttur í þessari þróun og starfrækir félagið nú nokkur vörumerki, sem öll hafa mismunandi hlutverk. Samþykki aðalfundurinn breytinguna munu vörumerkin Össur, ForMotion, College Park og Fior & Gentz starfa undir hatti Emblu Medical, en kaup Össurar á Fior & Gentz voru kynnt í byrjun þessa árs. Þá er það mat stjórnarinnar að með breyttu skipulagi verði félagið betur í stakk búið til að halda áfram sókn sinni á stærri markaði. Starfsemi Össurar verður óbreytt með þróun, framleiðslu og sölu á stoð- og stuðningstækjum. Nafnið Embla varð fyrir valinu þar sem uppruni félagsins hér á landi er stór hluti af menningu þess og gildum. Með stofnun nýja móðurfélagsins Emblu Medical verði skrifaður næsti kafli í sögu fyrirtækisins sem hófst með uppfinningu stoðtækjafræðingsins Össurar Kristinssonar fyrir 53 árum. Höfuðstöðvar Emblu Medical verða áfram á Íslandi. Heildarfjöldi starfsfólks á heimsvísu er um 4.000, þar af um 700 á Íslandi. Félagið verður áfram skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn undir merkjum Emblu Medical,“ segir í tilkynningunni. Sveinn Sölvason er forstjóri Össurar.Vísir/Vilhelm Stækkar og þróast Haft er eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar, að um sé að ræða stóran áfanga í sögu Össurar. „Breytingarnar eru til marks um að fyrirtækið er að stækka og þróast. Embla Medical er alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem þróar og framleiðir fjölbreyttar vörur sem eiga það allar sameiginlegt að bæta hreyfanleika fólks og auka lífsgæði. Auk þess vinnum við beint með sjúklingum og notendum víða um heim. Markmiðið er að koma lausnum okkar til sem flestra og þannig stuðla að því að fólk geti lifað lífi sínu án takmarkana. Á því byggir öll okkar starfsemi. Með þessum breytingum erum við að stilla skipulag saman við stefnu, “ segir Sveinn. Össur Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Össuri segir að markmiðið með þessum breytingum sé að styðja við stefnu og vöxt félagsins. „Á síðustu árum hefur félagið haslað sér völl á fleiri sviðum heilbrigðistækninnar. Sérstaðan er sem fyrr vörur og þjónusta við einstaklinga sem glíma við varanlega takmörkun á hreyfanleika. Fyrirtækjakaup hafa verið stór þáttur í þessari þróun og starfrækir félagið nú nokkur vörumerki, sem öll hafa mismunandi hlutverk. Samþykki aðalfundurinn breytinguna munu vörumerkin Össur, ForMotion, College Park og Fior & Gentz starfa undir hatti Emblu Medical, en kaup Össurar á Fior & Gentz voru kynnt í byrjun þessa árs. Þá er það mat stjórnarinnar að með breyttu skipulagi verði félagið betur í stakk búið til að halda áfram sókn sinni á stærri markaði. Starfsemi Össurar verður óbreytt með þróun, framleiðslu og sölu á stoð- og stuðningstækjum. Nafnið Embla varð fyrir valinu þar sem uppruni félagsins hér á landi er stór hluti af menningu þess og gildum. Með stofnun nýja móðurfélagsins Emblu Medical verði skrifaður næsti kafli í sögu fyrirtækisins sem hófst með uppfinningu stoðtækjafræðingsins Össurar Kristinssonar fyrir 53 árum. Höfuðstöðvar Emblu Medical verða áfram á Íslandi. Heildarfjöldi starfsfólks á heimsvísu er um 4.000, þar af um 700 á Íslandi. Félagið verður áfram skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn undir merkjum Emblu Medical,“ segir í tilkynningunni. Sveinn Sölvason er forstjóri Össurar.Vísir/Vilhelm Stækkar og þróast Haft er eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar, að um sé að ræða stóran áfanga í sögu Össurar. „Breytingarnar eru til marks um að fyrirtækið er að stækka og þróast. Embla Medical er alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem þróar og framleiðir fjölbreyttar vörur sem eiga það allar sameiginlegt að bæta hreyfanleika fólks og auka lífsgæði. Auk þess vinnum við beint með sjúklingum og notendum víða um heim. Markmiðið er að koma lausnum okkar til sem flestra og þannig stuðla að því að fólk geti lifað lífi sínu án takmarkana. Á því byggir öll okkar starfsemi. Með þessum breytingum erum við að stilla skipulag saman við stefnu, “ segir Sveinn.
Össur Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira