Íslenski listinn einstakur og krefjist sérstakrar skoðunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2024 11:12 Bjarni Benediktsson tók við sem utanríkisráðherra í október í fyrra. Vísir/vilhelm Vinna þriggja manna sendinefndar utanríkisráðuneytisins við að koma dvalarleyfishöfum með fjölskyldusameiningu frá Gaza tekur tíma og ómögulegt að segja hvenær henni lýkur. Ástæðan er sú að enginn íslenskur ríkisborgari er á lista íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Þar segir að nefndin hafi undanfarið verið að störfum í Egyptalandi til að greiða fyrir för dvalarleyfishafa með fjölskyldusameiningu frá Gaza. Sendinefndin hafi átt í góðu samstarfi við fulltrúa egypskra, ísraelskra og norrænna stjórnvalda á svæðinu. Verkefnið hafi meðal annars falist í úrlausn praktískra atriða við mögulega fólksflutninga, afhendingu lista dvalarleyfishafa til viðeigandi aðila og samskiptum við fulltrúa fyrrnefndra stjórnvalda. Bent er á að önnur norræn ríki hafi undanfarnar vikur komið ríkisborgurum, og í einhverjum tilvikum dvalarleyfishöfum, yfir landamærin. Hafi þau því getað veitt íslensku sendinefndinni mikilvægar leiðbeiningar og aðstoð í þessum efnum. „Önnur Norðurlönd annast þó ekki framkvæmd slíkra fólksflutninga fyrir Íslands hönd, enda snýr slík aðstoð þeirra aðeins að íslenskum ríkisborgurum - en enginn íslenskur ríkisborgari er á Gaza.“ Í tilkynningunni segir að um einstakt og umfangsmikið verkefni sé að ræða. „Fyrir liggur að stjórnvöld munu eingöngu vinna eftir diplómatískum leiðum. Fulltrúar stjórnvalda hafa þannig fylgt öllum ferlum sem stofnanir í Egyptalandi og Ísrael fara fram á,“ segir í tilkynningunni. Þannig komi ekki til greina að greiða fé undir borðið til að auðvelda fyrir vinnslu málsins. „Í samskiptum við ísraelsk stjórnvöld hefur komið fram að listi íslenskra stjórnvalda sé einstakur fyrir þær sakir að þar sé engan íslenskan ríkisborgara að finna og engan með tvöfalt ríkisfang, heldur eingöngu dvalarleyfishafa. Af þessari ástæðu megi gera ráð fyrir að málið þarfnist sérstakrar skoðunar af þeirra hálfu.“ Þetta sé í samræmi við það sem fram hafi komið í máli íslenskra stjórnvalda um að verkefnið sé einstakt hvað framangreint varðar, en ekki síður þann hlutfallslega fjölda sem hér er um að ræða. „Líkt og af þessu má ráða liggur ekki fyrir hvernig endanleg tímalína málsins verður,“ segir ráðuneytið og boðar frekari upplýsingar á vef ráðuneytisins eftir því sem málinu vindur fram. Utanríkismál Ísrael Egyptaland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Þar segir að nefndin hafi undanfarið verið að störfum í Egyptalandi til að greiða fyrir för dvalarleyfishafa með fjölskyldusameiningu frá Gaza. Sendinefndin hafi átt í góðu samstarfi við fulltrúa egypskra, ísraelskra og norrænna stjórnvalda á svæðinu. Verkefnið hafi meðal annars falist í úrlausn praktískra atriða við mögulega fólksflutninga, afhendingu lista dvalarleyfishafa til viðeigandi aðila og samskiptum við fulltrúa fyrrnefndra stjórnvalda. Bent er á að önnur norræn ríki hafi undanfarnar vikur komið ríkisborgurum, og í einhverjum tilvikum dvalarleyfishöfum, yfir landamærin. Hafi þau því getað veitt íslensku sendinefndinni mikilvægar leiðbeiningar og aðstoð í þessum efnum. „Önnur Norðurlönd annast þó ekki framkvæmd slíkra fólksflutninga fyrir Íslands hönd, enda snýr slík aðstoð þeirra aðeins að íslenskum ríkisborgurum - en enginn íslenskur ríkisborgari er á Gaza.“ Í tilkynningunni segir að um einstakt og umfangsmikið verkefni sé að ræða. „Fyrir liggur að stjórnvöld munu eingöngu vinna eftir diplómatískum leiðum. Fulltrúar stjórnvalda hafa þannig fylgt öllum ferlum sem stofnanir í Egyptalandi og Ísrael fara fram á,“ segir í tilkynningunni. Þannig komi ekki til greina að greiða fé undir borðið til að auðvelda fyrir vinnslu málsins. „Í samskiptum við ísraelsk stjórnvöld hefur komið fram að listi íslenskra stjórnvalda sé einstakur fyrir þær sakir að þar sé engan íslenskan ríkisborgara að finna og engan með tvöfalt ríkisfang, heldur eingöngu dvalarleyfishafa. Af þessari ástæðu megi gera ráð fyrir að málið þarfnist sérstakrar skoðunar af þeirra hálfu.“ Þetta sé í samræmi við það sem fram hafi komið í máli íslenskra stjórnvalda um að verkefnið sé einstakt hvað framangreint varðar, en ekki síður þann hlutfallslega fjölda sem hér er um að ræða. „Líkt og af þessu má ráða liggur ekki fyrir hvernig endanleg tímalína málsins verður,“ segir ráðuneytið og boðar frekari upplýsingar á vef ráðuneytisins eftir því sem málinu vindur fram.
Utanríkismál Ísrael Egyptaland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira