Lá við slysi æfingavélar og farþegavélar sem stefndu á sömu flugbraut Jón Þór Stefánsson skrifar 21. febrúar 2024 12:11 Atvikið sem málið varðar átti sér stað við Keflavíkurflugvöll. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Litlu munaði að flugslys yrði við Keflavíkurflugvöll þann 22. ágúst 2020 þegar æfingaflugvél og farþegaflugvél voru í lokalegg aðflugs að sömu flugbraut á sama tíma. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, en þar er málið flokkað sem alvarlegt atvik í flugsamgöngum. Um hafi verið að ræða atvik þar sem lá við slysi. Samkvæmt gögnum málsins var fjarlægð milli vélanna minnst 225 fet, eða tæplega sjötíu metrar, lóðrétt og 0,59 sjómílur, eða rúmur kílómetri, lárétt. Þegar lárétta vegalengdin var sem minnst þá var hálfur kílómetri á milli vélanna, en 600 fet lóðrétt sem jafngildir rúmlega 180 metrum. Fram kemur að vélarnar hafi þó báðar lent með öruggum hætti á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir að atvikið sem málið varðar átti sér stað. Sáu hina vélina skyndilega á ratsjánni Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er forsaga atviksins rakin. Flugmenn æfingaflugvélarinnar, nemandi og leiðbeinandi, höfðu beðið um leyfi til að lenda og flugturn Keflavíkurflugvallar móttekið það og beðið um að þeir myndu skýra frá stöðu sinni þegar vél þeirra færi yfir Patterson, örnefni sem vísar til Patterson-flugvallar bandaríska hersins frá seinni heimsstyrjöldinni, sem er skammt frá Keflavíkurflugvelli. Æfingavélin, sem var af gerðinni Diamond DA-20, fór hins vegar yfir Patterson án þess að flugmennirnir gerðu flugturninum viðvart. Þeir stefndu að flugbraut 1, en í sömu andrá var farþegaflugvél, af gerðinni Airbus A320, að fljúga að sömu braut. Fram kemur að farþegaflugvélin hafi fengið leyfi til að lenda á flugbrautinni þegar vélin var sjö sjómílum frá henni, en það var fimm og hálfri mínútu eftir síðustu skilaboðin við æfingaflugvélina bárust. Þegar fjórar sjómílur voru að flugbrautinni tók áhöfn farþegaflugvélarinnar eftir æfingavélinni á ratsjá sinni. Eftir að áhöfnin sá æfingavélina heyrði hún talstöðvarskilaboð frá henni um að hún væri komin á lokalegg aðflugs síns að flugbrautinni. Þá ákvað áhöfn farþegavélarinnar að hætta við lendingu og fékk í kjölfarið viðvörun úr öryggiskerfi sínu. Skýringarmynd úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þar má meðal annars sjá Patterson-svæðið.RNSA Fram kemur að á ákveðnum tímapunkti hafi leiðbeinandi æfingavélarinnar áttað sig á aðstæðunum og tekið yfir stjórn vélarinnar sem og talstöðvasamskipti og flogið vélinni í átt að Höfnum, samkvæmt fyrirmælum úr flugturninum. Einn fylgdist með mörgum rásum Í niðurstöðukafla skýrslunnar er farið yfir þá hluti sem fóru úrskeiðis svo þessi staða hafi myndast. Þar er bæði minnst á að flugmenn æfingavélarinnar hafi ekki greint frá stöðu sinni þegar þeir voru yfir Patterson, þá hafi þeir ekki heyrt í samskiptum farþegaflugvélarinnar og flugturnsins. Einnig kemur fram að einn einstaklingur í flugturninum hafi verið að fylgjast með mörgum tíðnum í talstöðvasamskiptum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur meðal annars til í skýrslu sinni að tekið verði til skoðunar að sameina talstöðvatíðnir tímabundið þegar einn einstaklingur að fylgjast með fleiri en einni. Fréttir af flugi Samgönguslys Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, en þar er málið flokkað sem alvarlegt atvik í flugsamgöngum. Um hafi verið að ræða atvik þar sem lá við slysi. Samkvæmt gögnum málsins var fjarlægð milli vélanna minnst 225 fet, eða tæplega sjötíu metrar, lóðrétt og 0,59 sjómílur, eða rúmur kílómetri, lárétt. Þegar lárétta vegalengdin var sem minnst þá var hálfur kílómetri á milli vélanna, en 600 fet lóðrétt sem jafngildir rúmlega 180 metrum. Fram kemur að vélarnar hafi þó báðar lent með öruggum hætti á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir að atvikið sem málið varðar átti sér stað. Sáu hina vélina skyndilega á ratsjánni Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er forsaga atviksins rakin. Flugmenn æfingaflugvélarinnar, nemandi og leiðbeinandi, höfðu beðið um leyfi til að lenda og flugturn Keflavíkurflugvallar móttekið það og beðið um að þeir myndu skýra frá stöðu sinni þegar vél þeirra færi yfir Patterson, örnefni sem vísar til Patterson-flugvallar bandaríska hersins frá seinni heimsstyrjöldinni, sem er skammt frá Keflavíkurflugvelli. Æfingavélin, sem var af gerðinni Diamond DA-20, fór hins vegar yfir Patterson án þess að flugmennirnir gerðu flugturninum viðvart. Þeir stefndu að flugbraut 1, en í sömu andrá var farþegaflugvél, af gerðinni Airbus A320, að fljúga að sömu braut. Fram kemur að farþegaflugvélin hafi fengið leyfi til að lenda á flugbrautinni þegar vélin var sjö sjómílum frá henni, en það var fimm og hálfri mínútu eftir síðustu skilaboðin við æfingaflugvélina bárust. Þegar fjórar sjómílur voru að flugbrautinni tók áhöfn farþegaflugvélarinnar eftir æfingavélinni á ratsjá sinni. Eftir að áhöfnin sá æfingavélina heyrði hún talstöðvarskilaboð frá henni um að hún væri komin á lokalegg aðflugs síns að flugbrautinni. Þá ákvað áhöfn farþegavélarinnar að hætta við lendingu og fékk í kjölfarið viðvörun úr öryggiskerfi sínu. Skýringarmynd úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þar má meðal annars sjá Patterson-svæðið.RNSA Fram kemur að á ákveðnum tímapunkti hafi leiðbeinandi æfingavélarinnar áttað sig á aðstæðunum og tekið yfir stjórn vélarinnar sem og talstöðvasamskipti og flogið vélinni í átt að Höfnum, samkvæmt fyrirmælum úr flugturninum. Einn fylgdist með mörgum rásum Í niðurstöðukafla skýrslunnar er farið yfir þá hluti sem fóru úrskeiðis svo þessi staða hafi myndast. Þar er bæði minnst á að flugmenn æfingavélarinnar hafi ekki greint frá stöðu sinni þegar þeir voru yfir Patterson, þá hafi þeir ekki heyrt í samskiptum farþegaflugvélarinnar og flugturnsins. Einnig kemur fram að einn einstaklingur í flugturninum hafi verið að fylgjast með mörgum tíðnum í talstöðvasamskiptum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur meðal annars til í skýrslu sinni að tekið verði til skoðunar að sameina talstöðvatíðnir tímabundið þegar einn einstaklingur að fylgjast með fleiri en einni.
Fréttir af flugi Samgönguslys Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira