Messi vippaði yfir meiddan mann Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2024 07:31 Lionel Messi og félagar í Inter Miami hófu leiktíðina á sigri. Getty/Megan Briggs Lionel Messi var í sviðsljósinu þegar Inter Miami hóf nýja leiktíð í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta á því að vinna 2-0 sigur gegn Real Salt Lake í gærkvöld. Messi lagði upp fyrra mark leiksins fyrir Robert Taylor á 39. mínútu, þó að Zac MacMath væri reyndar afar nálægt því að verja skotið úr þröngu færi. The first goal of the 2024 MLS season belongs to Robert Taylor Lionel Messi plays Taylor through Real Salt Lake's defense and the Finnish forward squeezes one past Zac MacMath. @MLS pic.twitter.com/l6qk7UXpXB— The Athletic Soccer (@TheAthleticSCCR) February 22, 2024 Gömlu Barcelona-samherjarnir Messi og Luis Suárez hjálpuðust svo að við að leggja upp seinna markið fyrir Diego Gomez tæpum tíu mínútum fyrir leikslok. Dynamic combination from Messi and Suárez sets up Inter Miami's second goal, finished by Diego Gómez #beINSPORTS Via: @MLS pic.twitter.com/nBo7xtaNyk— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) February 22, 2024 Það sem vakti hins vegar ekki síður athygli er þegar hinn 36 ára Messi sýndi töfrana í tánum undir lok fyrri hálfleiks, og vippaði boltanum snyrtilega yfir leikmann sem lá í vítateigsboga Real Salt Lake. Skotið sem á eftir fylgdi fór hins vegar beint í varnarmann eins og sjá má. Messi really chipped a player who was down injured pic.twitter.com/BN3fpsDjxy— B/R Football (@brfootball) February 22, 2024 Koma Messi til Miami síðasta sumar vakti auðvitað mikla athygli og hann vann norður-ameríska deildabikarinn með liðinu, en gengið í MLS-deildinni var afar dapurt og Inter Miami endaði í 14. og næstneðsta sæti, langt frá úrslitakeppninni. Nú hefur hinn 37 ára gamli Suárez bæst í hópinn, sem og þeir Sergio Busquets og Jordi Alba, sem allir léku með Barcelona líkt og Messi, og liðið því orðið að meistarakandídötum. David Beckham er einn af eigendum Inter Miami og næsti leikur liðsins er gegn gamla félaginu hans, LA Galaxy, á útivelli á sunnudaginn. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Messi lagði upp fyrra mark leiksins fyrir Robert Taylor á 39. mínútu, þó að Zac MacMath væri reyndar afar nálægt því að verja skotið úr þröngu færi. The first goal of the 2024 MLS season belongs to Robert Taylor Lionel Messi plays Taylor through Real Salt Lake's defense and the Finnish forward squeezes one past Zac MacMath. @MLS pic.twitter.com/l6qk7UXpXB— The Athletic Soccer (@TheAthleticSCCR) February 22, 2024 Gömlu Barcelona-samherjarnir Messi og Luis Suárez hjálpuðust svo að við að leggja upp seinna markið fyrir Diego Gomez tæpum tíu mínútum fyrir leikslok. Dynamic combination from Messi and Suárez sets up Inter Miami's second goal, finished by Diego Gómez #beINSPORTS Via: @MLS pic.twitter.com/nBo7xtaNyk— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) February 22, 2024 Það sem vakti hins vegar ekki síður athygli er þegar hinn 36 ára Messi sýndi töfrana í tánum undir lok fyrri hálfleiks, og vippaði boltanum snyrtilega yfir leikmann sem lá í vítateigsboga Real Salt Lake. Skotið sem á eftir fylgdi fór hins vegar beint í varnarmann eins og sjá má. Messi really chipped a player who was down injured pic.twitter.com/BN3fpsDjxy— B/R Football (@brfootball) February 22, 2024 Koma Messi til Miami síðasta sumar vakti auðvitað mikla athygli og hann vann norður-ameríska deildabikarinn með liðinu, en gengið í MLS-deildinni var afar dapurt og Inter Miami endaði í 14. og næstneðsta sæti, langt frá úrslitakeppninni. Nú hefur hinn 37 ára gamli Suárez bæst í hópinn, sem og þeir Sergio Busquets og Jordi Alba, sem allir léku með Barcelona líkt og Messi, og liðið því orðið að meistarakandídötum. David Beckham er einn af eigendum Inter Miami og næsti leikur liðsins er gegn gamla félaginu hans, LA Galaxy, á útivelli á sunnudaginn.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira