Kerecis aðalstyrktaraðili Vestra: „Afar þakklát fyrir veglegan stuðning“ Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2024 09:00 Nýr heimavöllur Vestra mun heita Kerecisvöllurinn, samkvæmt nýjum samningi, og á honum verður spilað í Bestu deild karla í vor, þegar snjórinn fer. Vestri Líftæknifyrirtækið Kerecis er nýr aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Vestra á Ísafirði. Heimavöllur félagsins fær nú nafnið Kerecisvöllurinn og munu öll lið Vestra leika í búningum merktum fyrirtækinu, sem í fyrra var selt fyrir 175 milljarða króna. Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, segir að þessi „stærsti samningur“ í sögu Vestra muni hjálpa félaginu gríðarlega mikið í komandi verkefnum. „2024 er tímamótaár hjá Vestra. Félagið mun leika í efstu deild karla í fyrsta sinn í ár og jafnframt tefla fram liði í meistaraflokki kvenna í fyrsta skipti síðan 2013. Þá er barna- og ungmennastarfið í miklum blóma og hér ríkir mikil eftirvænting fyrir sumrinu. Kostnaður vegna alls þessa er verulegur, sérstaklega vegna ferðalaga, og við erum afar þakklát fyrir veglegan stuðning Kerecis og þeirra hjóna við félagið,“ segir Samúel í fréttatilkynningu. Klippa: Kerecis styrkir Vestra Guðmundur Fertram, stofnandi Kerecis, segir að hjarta fyrirtækisins slái á Ísafirði og það sé gaman að geta lagt knattspyrnudeild Vestra lið. Félagið sé einn af máttarstólpum samfélagsins og frábær árangur Vestra sé mikil lyftistöng fyrir Vestfirði. „Árangur Vestra er táknrænn fyrir uppganginn á Ísafirði og nágrenni undanfarin ár. Atvinnulífið blómstrar, íbúum fjölgar og mannlífið dafnar. Allt helst þetta í hendur og við viljum taka þátt í því að efla samfélagið í okkar heimabæ.” Vestri teflir fram kvennaliði í sumar, í fyrsta sinn síðan 2013.Vestri „Hið eina sanna Frostaskjól“ Vestramenn undirbúa sig nú af fullum krafti fyrir komandi keppnistímabil og vonast til að geta spilað fyrsta leik sinn á Kerecisvellinum gegn KA 20. apríl. Til þess þarf þó margt að ganga upp, og veðurguðirnir að vera þeim hliðhollir svo að nýtt gervigras verði komið á völlinn. Í myndbandinu hér að ofan, til kynningar á styrktarsamningnum, má sjá leikmenn Vestra æfa við krefjandi aðstæður í snjónum, og þá Guðmund og Samúel ræða mikilvægi samningsins og þess að efla áfram mannlíf á Ísafirði. „Ég hef miklar væntingar til liðsins núna á leiktímabilinu. Þeir eru ískaldir, grjótharðir, og eru sannarlega til í að spila hér í hinu eina sanna Frostaskjóli,“ sagði Guðmundur sposkur, en myndbandið má sjá hér að ofan. Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, segir að þessi „stærsti samningur“ í sögu Vestra muni hjálpa félaginu gríðarlega mikið í komandi verkefnum. „2024 er tímamótaár hjá Vestra. Félagið mun leika í efstu deild karla í fyrsta sinn í ár og jafnframt tefla fram liði í meistaraflokki kvenna í fyrsta skipti síðan 2013. Þá er barna- og ungmennastarfið í miklum blóma og hér ríkir mikil eftirvænting fyrir sumrinu. Kostnaður vegna alls þessa er verulegur, sérstaklega vegna ferðalaga, og við erum afar þakklát fyrir veglegan stuðning Kerecis og þeirra hjóna við félagið,“ segir Samúel í fréttatilkynningu. Klippa: Kerecis styrkir Vestra Guðmundur Fertram, stofnandi Kerecis, segir að hjarta fyrirtækisins slái á Ísafirði og það sé gaman að geta lagt knattspyrnudeild Vestra lið. Félagið sé einn af máttarstólpum samfélagsins og frábær árangur Vestra sé mikil lyftistöng fyrir Vestfirði. „Árangur Vestra er táknrænn fyrir uppganginn á Ísafirði og nágrenni undanfarin ár. Atvinnulífið blómstrar, íbúum fjölgar og mannlífið dafnar. Allt helst þetta í hendur og við viljum taka þátt í því að efla samfélagið í okkar heimabæ.” Vestri teflir fram kvennaliði í sumar, í fyrsta sinn síðan 2013.Vestri „Hið eina sanna Frostaskjól“ Vestramenn undirbúa sig nú af fullum krafti fyrir komandi keppnistímabil og vonast til að geta spilað fyrsta leik sinn á Kerecisvellinum gegn KA 20. apríl. Til þess þarf þó margt að ganga upp, og veðurguðirnir að vera þeim hliðhollir svo að nýtt gervigras verði komið á völlinn. Í myndbandinu hér að ofan, til kynningar á styrktarsamningnum, má sjá leikmenn Vestra æfa við krefjandi aðstæður í snjónum, og þá Guðmund og Samúel ræða mikilvægi samningsins og þess að efla áfram mannlíf á Ísafirði. „Ég hef miklar væntingar til liðsins núna á leiktímabilinu. Þeir eru ískaldir, grjótharðir, og eru sannarlega til í að spila hér í hinu eina sanna Frostaskjóli,“ sagði Guðmundur sposkur, en myndbandið má sjá hér að ofan.
Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira