Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Kalt vatn byrjaði að streyma á ný í Grindavíkurhöfn eftir langt hlé í dag, þar sem var líf og fjör við löndun. Kortlagning á sprungum stendur enn sem hæst; einn þeirra sem vinnur að úttekt í bænum segir að verið sé að bjóða hættunni heim með því að hleypa íbúum og starfsfólki inn í Grindavík. Svæðið sé enn ótryggt og kanna þurfi sprungur mun betur.

Við verðum í Grindavík í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Þá förum við yfir umræður dagsins á Alþingi um aðgerðapakka stjórnvalda fyrir Grindvíkinga og ræðum við Ingu Sæland formann Flokks fólksins um nýjar tillögur í útlendingamálum í beinni útsendingu.

Neytendasamtökin skoða leiðir til að sækja bætur vegna tjóns af völdum meints samráðs Eimskipa og Samskipa. Frummat á samfélagslegu tjóni samráðsins er metið á 62 milljarða.

Þá sýnum við myndir af gríðarlegum öldugangi á fjölförnum ferðamannastöðum síðustu daga. Leiðsögumaður til tveggja áratuga segist vart muna eftir öðru eins; aðstæður hafi verið sérstaklega varhugaverðar upp á síðkastið.

Og í Sportinu fjöllum við um formannskjör KSÍ, útlit er fyrir tveggja hesta kapphlaup, og í Íslandi í dag skellum við okkur í hjónabandsráðgjöf með Björgvini Franz. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×