Innlent

Holta­vörðu­heiði opnuð á ný: Öku­menn allt að átta­tíu bíla að­stoðaðir

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mynd er úr safni.
Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm

Holtavörðuheiðin var í gærkvöldi lokað. Hún var lokuð í nótt og þar til klukkan 08:56 í morgun. Lögreglan á Norðurlandi vestra þurfti að aðstoða ökumenn allt að áttatíu bíla í gærkvöldi í misjafnlega miklum vandræðum á ferðum sínum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar eru vegfarendur hvattir til þess að fylgjast með færð á vegum og ástandi þeirra á vef Vegagerðarinnar. Í morgun sagði þar að á Holtavörðuheiði væri unnið að mokstri. Heiðin opnaði svo loks aftur rétt fyrir klukkan níu. 

Fram kemur í tilkynningu lögreglu að mikill snjór sé á vegi og að margir ökumenn hafi lent í vandræðum. Ökumenn víða um umdæmið hafi verið aðstoðaðir allt frá Vatnsskarði og suður um Holtavörðuheiði.

Þá voru björgunarsveitir í Húnavatnssýslum og suður í Borgarfjörð að störfum í allt gærkvöld. Tekið er fram í tilkynningu lögreglu að nú í morgun sé víða enn ófært og slæm akstursskilyrði á Norðurlandi vestra.

Ástand vega á Vesturlandi í morgun.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Holtavörðuheiði er opin á ný. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×