VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Oddur Ævar Gunnarsson og Jakob Bjarnar skrifa 23. febrúar 2024 15:51 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Einar Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. „Samninganefnd VR hefur ákveðið að draga félagið út úr samstarfi við breiðfylkinguna í kjaraviðræðum við atvinnurekendur. Ekki náðist samkomulag innan breiðfylkingarinnar um leiðir þegar kemur að forsenduákvæðum samninganna en að mati VR eru skýr og öflug forsenduákvæði grunnforsenda nýrra kjarasamninga,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Óskar félögum sínum góðs gengis Spurður hvort um hafi verið að ræða ágreining við Breiðfylkinguna frekar en SA segir Ragnar Þór: „Jú, auðvitað er þetta ágreiningur við SA en ekki náðist samstaða innan Breiðfylkingarinnar um endanlega niðurstöðu. Sem þau náðu sátt um en ekki við.” Ragnar Þór segir einhug hafa ríkt innan saminganefndar VR um að þessi yrði lendingin. En hver verða þá næstu skref? “Við erum langstærsta stéttarfélag landsins og við erum að skoða næstu skref. Ég óska auðvitað félögum mínum sem enn eru við samningsborðið alls hins besta. Spurður um hvað það var nákvæmlega sem út af stóð og steytti á segist Ragnar Þór ekki tilbúinn til að fara út í einstök atriði. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýr ákvæðið aðeins að verðbólgu og að ekki er minnst á neina vexti. Meginmarkmið viðsemjenda hefur verið að ná niður verðbólgu og vöxtum og að samningar skapi skilyrði svo að það gerist. Forsenduákvæði um þróun verðbóta og vaxta Allir innan breiðfylkingar ASÍ að VR og LÍV undanskildum hafa skrifað undir ákvæðið. Til stóð að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og LÍV, myndi funda með sínu baklandi um málið í dag. Þá herma heimildir fréttastofu að engin önnur stór ágreiningsefni séu eftir í viðræðunum. Búið sé að semja um launalið og nú þegar forsenduákvæðið er komið sé lítið eftir. Þegar kjaraviðræðum var slitið fyrr í þessum mánuði kom fram í tilkynningu frá breiðfylkingunni að ásteytingarsteinninn hafi verið forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. „Ásteytingarsteinninn er forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafa hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst,“ sagði í yfirlýsingu og að launafólk eitt myndi bera ábyrgð ef að markmið samninga um lækkun verðbólgu og vaxta myndu ekki nást. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
„Samninganefnd VR hefur ákveðið að draga félagið út úr samstarfi við breiðfylkinguna í kjaraviðræðum við atvinnurekendur. Ekki náðist samkomulag innan breiðfylkingarinnar um leiðir þegar kemur að forsenduákvæðum samninganna en að mati VR eru skýr og öflug forsenduákvæði grunnforsenda nýrra kjarasamninga,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Óskar félögum sínum góðs gengis Spurður hvort um hafi verið að ræða ágreining við Breiðfylkinguna frekar en SA segir Ragnar Þór: „Jú, auðvitað er þetta ágreiningur við SA en ekki náðist samstaða innan Breiðfylkingarinnar um endanlega niðurstöðu. Sem þau náðu sátt um en ekki við.” Ragnar Þór segir einhug hafa ríkt innan saminganefndar VR um að þessi yrði lendingin. En hver verða þá næstu skref? “Við erum langstærsta stéttarfélag landsins og við erum að skoða næstu skref. Ég óska auðvitað félögum mínum sem enn eru við samningsborðið alls hins besta. Spurður um hvað það var nákvæmlega sem út af stóð og steytti á segist Ragnar Þór ekki tilbúinn til að fara út í einstök atriði. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýr ákvæðið aðeins að verðbólgu og að ekki er minnst á neina vexti. Meginmarkmið viðsemjenda hefur verið að ná niður verðbólgu og vöxtum og að samningar skapi skilyrði svo að það gerist. Forsenduákvæði um þróun verðbóta og vaxta Allir innan breiðfylkingar ASÍ að VR og LÍV undanskildum hafa skrifað undir ákvæðið. Til stóð að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og LÍV, myndi funda með sínu baklandi um málið í dag. Þá herma heimildir fréttastofu að engin önnur stór ágreiningsefni séu eftir í viðræðunum. Búið sé að semja um launalið og nú þegar forsenduákvæðið er komið sé lítið eftir. Þegar kjaraviðræðum var slitið fyrr í þessum mánuði kom fram í tilkynningu frá breiðfylkingunni að ásteytingarsteinninn hafi verið forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. „Ásteytingarsteinninn er forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafa hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst,“ sagði í yfirlýsingu og að launafólk eitt myndi bera ábyrgð ef að markmið samninga um lækkun verðbólgu og vaxta myndu ekki nást. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira