Meira sund! Skúli Helgason skrifar 24. febrúar 2024 08:01 Ný tillaga um opnunartíma sundlauganna í borginni á hátíðisdögum var samþykkt einróma á síðasta fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þjónusta sundlauganna verður stóraukin á þessum frídögum einkum á stórhátíðum um jól og páska en almennt fjölgar opnum stundum í sundlaugunum á rauðum dögum um helming eða 64%, en ennþá meira um jól og áramót þegar opnunartíminn yfir hátíðardagana meira en tvöfaldast frá því í fyrra. Tillagan tekur mið af þeirri gagnrýni sem kom fram á opnunina um síðustu jól og áramót frá bæði sundlaugargestum og starfsfólki. Í hnotskurn felur nýja tillagan í sér að dregið verður verulega úr lokunum sundlauga í borginni á frídögum og í stað þess að sundlaugar í borginni verði að jafnaði lokaðar í 9-13 daga hver á árinu fækkar þeim lokunum niður í 1-3 daga. Nánar tiltekið verða sundlaugarnar í austurhluta borgarinnar, þ.e. Grafarvogslaug, Dalslaug, Árbæjarlaug og Breiðholtslaug nú aðeins lokaðar í 2-3 daga á árinu 2024 en lokuðu í alls 13 daga á síðasta ári. Laugardalslaug verður áfram bara lokuð á jóladag en opin hina 364 daga ársins. Sundhöllin og Vesturbæjarlaug verða sömuleiðis bara lokaðar í 1 dag en lokuðu 9 daga á síðasta ári. Á móti kemur að opnunartíminn innan dagsins dregst lítillega saman á hátíðisdögum og viðhaldsdögum, þar sem hver sundlaug fær andlitslyftingu fjölgar um þrjá daga. Með þessu næst sami sparnaður og á síðasta ári eða sem nemur 58 milljónum króna. Breytingarnar taka gildi nú um páskana en um svipað leyti breytist opnunartími sundlauganna um helgar þegar laugarnar loka kl. 21 í stað 22 eins og verið hefur. Áfram verða laugarnar opnar til kl. 22 á virkum dögum. Gögn sýna að aðsóknin í laugarnar minnkar til mikilla muna milli 21 og 22 sérstaklega um helgar og fækkar þá gestum um 65% að meðaltali miðað við á níunda tímanum. Þessi aðgerð er sömuleiðis ákveðin til að mæta hagræðingarkröfu en við munum jafnframt meta reynsluna af þessari tilhögun. Við verðum áfram opin fyrir breytingum svo sem þeim sem auka tekjurnar en við höfum m.a. til skoðunar breytingar á gjaldskrá fyrir 67 ára og eldri, ekki síst með hliðsjón af erlendum ferðamönnum. Gagnrýni tekin alvarlega og brugðist hratt við Samandregið er þjónustuaukningin veruleg í sundlaugunum á helstu stórhátíðum eða sem nemur 25% lengri opnunartíma á páskum og rúmlega tvöföldun opnunartímans um jól og áramót eða nánar tiltekið um 137% þar sem opið verður í alls 219 klst yfir jólahátíðina í stað 93 stunda á síðasta ári. Breytingin felur líka í sér að fleiri laugar verða nú opnar en í fyrra á frídögum, því nú verða 5 af 7 laugum opnar á slíkum dögum en voru 3-4 í fyrra sem hafði þær afleiðingar að víða varð örtröð í þær laugar sem voru opnar, með tilheyrandi óþægindum og álagi fyrir bæði starfsfólk og sundlaugargesti auk þess sem það kom niður á gæðum vatns í laugunum, öryggiseftirliti, hreinlæti, o.s.frv. Álag á starfsfólk varð því mjög mikið sem olli aukinni streitu hjá starfsfólki og dró úr vilja þess til vinnu á viðkomandi dögum. Nýja skipulagið er afrakstur þess að hlustað hefur verið á gagnrýni sundlaugagesta og starfsfólk og hún nýtt til að bæta skipulag og gæði þjónustunnar. Það verður áfram metnaðarmál hjá okkur að þjónustustigið í sundlaugum borgarinnar verði í hæsta gæðaflokki miðað við önnur sveitarfélög og lönd enda er það mikilvægt lýðheilsumál að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu í sundlaugum fyrir utan hvað það er gaman að fara í sund, njóta heitra og kaldra potta, gufubaðs og góðs félagsskapar við fjölskyldumeðlimi, kunningja og vini. Öll í sund! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Ný tillaga um opnunartíma sundlauganna í borginni á hátíðisdögum var samþykkt einróma á síðasta fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þjónusta sundlauganna verður stóraukin á þessum frídögum einkum á stórhátíðum um jól og páska en almennt fjölgar opnum stundum í sundlaugunum á rauðum dögum um helming eða 64%, en ennþá meira um jól og áramót þegar opnunartíminn yfir hátíðardagana meira en tvöfaldast frá því í fyrra. Tillagan tekur mið af þeirri gagnrýni sem kom fram á opnunina um síðustu jól og áramót frá bæði sundlaugargestum og starfsfólki. Í hnotskurn felur nýja tillagan í sér að dregið verður verulega úr lokunum sundlauga í borginni á frídögum og í stað þess að sundlaugar í borginni verði að jafnaði lokaðar í 9-13 daga hver á árinu fækkar þeim lokunum niður í 1-3 daga. Nánar tiltekið verða sundlaugarnar í austurhluta borgarinnar, þ.e. Grafarvogslaug, Dalslaug, Árbæjarlaug og Breiðholtslaug nú aðeins lokaðar í 2-3 daga á árinu 2024 en lokuðu í alls 13 daga á síðasta ári. Laugardalslaug verður áfram bara lokuð á jóladag en opin hina 364 daga ársins. Sundhöllin og Vesturbæjarlaug verða sömuleiðis bara lokaðar í 1 dag en lokuðu 9 daga á síðasta ári. Á móti kemur að opnunartíminn innan dagsins dregst lítillega saman á hátíðisdögum og viðhaldsdögum, þar sem hver sundlaug fær andlitslyftingu fjölgar um þrjá daga. Með þessu næst sami sparnaður og á síðasta ári eða sem nemur 58 milljónum króna. Breytingarnar taka gildi nú um páskana en um svipað leyti breytist opnunartími sundlauganna um helgar þegar laugarnar loka kl. 21 í stað 22 eins og verið hefur. Áfram verða laugarnar opnar til kl. 22 á virkum dögum. Gögn sýna að aðsóknin í laugarnar minnkar til mikilla muna milli 21 og 22 sérstaklega um helgar og fækkar þá gestum um 65% að meðaltali miðað við á níunda tímanum. Þessi aðgerð er sömuleiðis ákveðin til að mæta hagræðingarkröfu en við munum jafnframt meta reynsluna af þessari tilhögun. Við verðum áfram opin fyrir breytingum svo sem þeim sem auka tekjurnar en við höfum m.a. til skoðunar breytingar á gjaldskrá fyrir 67 ára og eldri, ekki síst með hliðsjón af erlendum ferðamönnum. Gagnrýni tekin alvarlega og brugðist hratt við Samandregið er þjónustuaukningin veruleg í sundlaugunum á helstu stórhátíðum eða sem nemur 25% lengri opnunartíma á páskum og rúmlega tvöföldun opnunartímans um jól og áramót eða nánar tiltekið um 137% þar sem opið verður í alls 219 klst yfir jólahátíðina í stað 93 stunda á síðasta ári. Breytingin felur líka í sér að fleiri laugar verða nú opnar en í fyrra á frídögum, því nú verða 5 af 7 laugum opnar á slíkum dögum en voru 3-4 í fyrra sem hafði þær afleiðingar að víða varð örtröð í þær laugar sem voru opnar, með tilheyrandi óþægindum og álagi fyrir bæði starfsfólk og sundlaugargesti auk þess sem það kom niður á gæðum vatns í laugunum, öryggiseftirliti, hreinlæti, o.s.frv. Álag á starfsfólk varð því mjög mikið sem olli aukinni streitu hjá starfsfólki og dró úr vilja þess til vinnu á viðkomandi dögum. Nýja skipulagið er afrakstur þess að hlustað hefur verið á gagnrýni sundlaugagesta og starfsfólk og hún nýtt til að bæta skipulag og gæði þjónustunnar. Það verður áfram metnaðarmál hjá okkur að þjónustustigið í sundlaugum borgarinnar verði í hæsta gæðaflokki miðað við önnur sveitarfélög og lönd enda er það mikilvægt lýðheilsumál að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu í sundlaugum fyrir utan hvað það er gaman að fara í sund, njóta heitra og kaldra potta, gufubaðs og góðs félagsskapar við fjölskyldumeðlimi, kunningja og vini. Öll í sund! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar