Kolstad lagði Haslum í undanúrslitaleik í gær, 33-26, þar skoraði Sigvaldi þrjú mörk. Elverum lagði Kristiansand að velli með einu marki, 30-29.
Úrslitaleikurinn var svo spilaður í Arendal í dag. Leikurinn var jafn og spennandi fyrst um sinn en á stuttum kafla vann Kolstad sér inn sjö marka forystu sem Elverum tókst ekki að snúa sér úr.
Sigvaldi skoraði fimm mörk úr horninu, markahæstur í liði Kolstad var Simen Ulstad Lyse með sjö mörk.
Kolstad varð því norskur bikarmeistari annað árið í röð. Þeir unnu bikarinn í fyrra eftir fjögurra ára einokun Elverum.
Kolstad situr sömuleiðis í efsta sæti úrvalsdeildarinnar en Elverum fylgir þeim fast eftir í öðru sætinu og allt stefnir í að liðin tvö mætist í úrslitaleik um titilinn í vor.