Þá förum við yfir vendingar dagsins í Úkraínu og verðum í beinni útsendingu með samskiptastjóra almannavarna vegna eldgoss sem talið er yfirvofandi á Reykjanesi, líklega í vikunni sem nú fer í hönd. Almannavarnir hafa áhyggjur af þeim skamma fyrirvara sem orðið gæti á gosinu.
Blendnar tilfinningar eru meðal sundlaugargesta vegna breytinga á opnunartímum sundlauga í borginni. Dögum þar sem laugarnar standa opnar fjölgar svo um munar á árinu - en kvöldsund skerðist hins vegar talsvert. Við ræðum við pottverja í fréttatímanum.
Þá heimsækjum við einu Pokémon-verslun landsins, sem hefur stækkað við sig vegna mikillar velgengni. Stök spil geta kostað tugi þúsunda króna en eigendurnir segja viðtökurnar hafa farið fram úr þeirra björtustu vonum.